Svara til saka í enn einu skútumálinu við Íslandsstrendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2023 11:02 Einn ákærðu í málinu, sá fyrir miðju sem horfir á ljósmyndara, kemur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í morgun í fylgd lögreglumanna. Vísir Þrír danskir ríkisborgarar svara í dag til saka í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi. Tæplega 160 kíló af hassi fundust í borð í skútu nærri Garðskagavita í júní. Dönsku ríkisborgararnir koma einn í einu í dómsal í Héraðsdómi Reykjaness í lögreglufylgd. Þannig hlýða þeir ekki á vitnisburð hvers annars. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir að kvöldi 23. júní. Tveir mannanna eru ákærðir fyrir að hafa ætlað að sigla með hassið til Grænlands í þeim tilgangi að selja þar. Tveir þeirra, Henry Fleischer 34 ára og Poul Frederik Olsen 54 ára, sigldu skútunni frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þeir sem sigldu skútunni eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en sá í landi fyrir hlutdeild í brotinu. Þeir fyrrnefndu hið minnsta eiga yfir höfði sér ansi þungan dóm og samverkamaðurninn sömuleiðis. Þetta er eitt mesta magn hass sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Tveir karlmenn fengu níu ára og sjö og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á 200 kílóum af hassi árið 2009. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla hér á landi leggur hald á mikið magn fíkniefna um borð í skútu. Sex karlmenn voru dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í héraðsdómi árið 2008 fyrir að reyna að smygla um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu í Færeyjum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Um var að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þá kom upp annað skútumál árið 2009 á Hornafirði en þar hlutu sex karlmenn þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklu smygli. María Thejll, dómari í málinu, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlum væri bannað að fjalla um það sem fram kæmi í aðalmeðferðinni þangað til öllum skýrslutökum væri lokið. Vísir mun greina ítarlega frá framburði mannanna þriggja að skýrslutökum loknum. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Grænland Danmörk Tengdar fréttir Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13 Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans. 29. september 2023 12:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Dönsku ríkisborgararnir koma einn í einu í dómsal í Héraðsdómi Reykjaness í lögreglufylgd. Þannig hlýða þeir ekki á vitnisburð hvers annars. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi síðan þeir voru handteknir að kvöldi 23. júní. Tveir mannanna eru ákærðir fyrir að hafa ætlað að sigla með hassið til Grænlands í þeim tilgangi að selja þar. Tveir þeirra, Henry Fleischer 34 ára og Poul Frederik Olsen 54 ára, sigldu skútunni frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Það var svo þegar annar skútumannanna kom á gúmmíbát í land til að fá vistir hjá yngsta manninum í fjörunni við Garðskagavita sem lögregla lét til skarar skríða og handtók þá. Þeir sem sigldu skútunni eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en sá í landi fyrir hlutdeild í brotinu. Þeir fyrrnefndu hið minnsta eiga yfir höfði sér ansi þungan dóm og samverkamaðurninn sömuleiðis. Þetta er eitt mesta magn hass sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Tveir karlmenn fengu níu ára og sjö og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á 200 kílóum af hassi árið 2009. Hámarksrefsing í málaflokknum er tólf ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla hér á landi leggur hald á mikið magn fíkniefna um borð í skútu. Sex karlmenn voru dæmdir í samtals 32 ára fangelsi í héraðsdómi árið 2008 fyrir að reyna að smygla um 40 kílóum af fíkniefnum frá Danmörku til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu í Færeyjum í Pólstjörnumálinu svokallaða. Um var að ræða eitt umfangsmesta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Þá kom upp annað skútumál árið 2009 á Hornafirði en þar hlutu sex karlmenn þunga dóma fyrir aðild að umfangsmiklu smygli. María Thejll, dómari í málinu, tilkynnti við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlum væri bannað að fjalla um það sem fram kæmi í aðalmeðferðinni þangað til öllum skýrslutökum væri lokið. Vísir mun greina ítarlega frá framburði mannanna þriggja að skýrslutökum loknum.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Grænland Danmörk Tengdar fréttir Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13 Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans. 29. september 2023 12:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13
Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans. 29. september 2023 12:01