Rúmenskri konu vísað úr landi í annað sinn á rúmum mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2023 12:44 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rúmensk kona sem verið hefur í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli frá því síðdegis í gær verði vísað úr landi. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem konan fær ekki að koma til landsins. Lögmaður konunnar er ósátt að hafa ekki fengið afrit af ákvörðun lögreglustjórans. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við Claudiu Ashanie Wilson, lögmann konunnar. Fram kom að konunni hefði áður verið vísað úr landi. Sú ákvörðun hefði verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Claudia sagði konuna tala litla ensku og sætti ómannúðlegri meðferð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að konunni hafi verið vísað frá landinu við komu hennar í september. „Við komu hennar til landsins í gær var hún tekin til skoðunar á landamærum þar sem grunur lék á að hún uppfyllti ekki skilyrði laga um útlendinga nr. 80/2016 til að fá inngöngu í landið. Hefur lögregla nú komist að þeirri niðurstöðu að hún uppfylli ekki umrædd skilyrði og ákvörðun verið tekin um að frávísa henni aftur frá landinu,“ segir Úlfar. Hann bendir á 1. mgr. 15. greinar laga um landamæri nr. 136/2022 þar sem segi: „Lögregla skal tryggja að útlendingur sem ekki uppfyllir skilyrði fyrir komu til landsins fái ekki inngöngu í landið.“ Claudia tjáði fréttastofu í gær að konan hefði sagst þurfa að grátbiðja lögreglu um vatn og mat. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Claudia umbjóðanda sinn hafa tjáð sér í morgun að henni hefði verið hótað því að fá engan mat fyrr en klukkan 12 keypti hún ekki flugmiða frá Íslandi af sjálfsdáðum. Úlfar segir konuna hafa fengið að borða og drekka á meðan hún var í haldi. Þá hefði ranglega verið haldið fram að konan sætti einangrun. Rúmenska konan hefði bæði rætt við lögmann sinn, í gær og í dag. Claudia segir samtöl sín við konuna flókin sökum tungumálaörðugleika og að konan hafi tjáð henni að túlkurinn sem hefði aðstoðað við birtingu ákvörðunar lögreglustjórans tali takmarkaða ensku. Konan geti bjargað sér á ensku en á eigi erfitt með að skilja flókinn lagatexta. Þá telur Claudia háttsemi lögreglunnar, að hafa ekki orðið við beiðni hennar um afrit af ákvörðun lögreglu, ámælisverða. Þannig sjái hún ekki á hvaða grundvelli laganna konan hafi verið tekin í hald. Hún hafi margítrekað lagt fram þá beiðni enda sé konan EES-ríkisborgari sem njóti ríkrar verndar gegn frávísun frá landi. „Þannig fyrst get ég ráðlagt mínum umbjóðanda um hennar réttindi og skyldur. Þetta er hennar grundvallarréttur. Það er þýðingarlaust að ræða við mig ef við vitum ekki á hvaða grundvelli ákvörðunin var tekin.“ Úlfar lögreglustjóri segir málið unnið í samræmi við ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016 og lög um landamæri nr. 136/2022. Hann teldi ekki við hæfi að upplýsa um hvaða grein laganna ætti við í tilfelli konunnar. Að öðru leyti verði ekki fjallað frekar um málið af hálfu embættisins. Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við Claudiu Ashanie Wilson, lögmann konunnar. Fram kom að konunni hefði áður verið vísað úr landi. Sú ákvörðun hefði verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Claudia sagði konuna tala litla ensku og sætti ómannúðlegri meðferð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að konunni hafi verið vísað frá landinu við komu hennar í september. „Við komu hennar til landsins í gær var hún tekin til skoðunar á landamærum þar sem grunur lék á að hún uppfyllti ekki skilyrði laga um útlendinga nr. 80/2016 til að fá inngöngu í landið. Hefur lögregla nú komist að þeirri niðurstöðu að hún uppfylli ekki umrædd skilyrði og ákvörðun verið tekin um að frávísa henni aftur frá landinu,“ segir Úlfar. Hann bendir á 1. mgr. 15. greinar laga um landamæri nr. 136/2022 þar sem segi: „Lögregla skal tryggja að útlendingur sem ekki uppfyllir skilyrði fyrir komu til landsins fái ekki inngöngu í landið.“ Claudia tjáði fréttastofu í gær að konan hefði sagst þurfa að grátbiðja lögreglu um vatn og mat. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Claudia umbjóðanda sinn hafa tjáð sér í morgun að henni hefði verið hótað því að fá engan mat fyrr en klukkan 12 keypti hún ekki flugmiða frá Íslandi af sjálfsdáðum. Úlfar segir konuna hafa fengið að borða og drekka á meðan hún var í haldi. Þá hefði ranglega verið haldið fram að konan sætti einangrun. Rúmenska konan hefði bæði rætt við lögmann sinn, í gær og í dag. Claudia segir samtöl sín við konuna flókin sökum tungumálaörðugleika og að konan hafi tjáð henni að túlkurinn sem hefði aðstoðað við birtingu ákvörðunar lögreglustjórans tali takmarkaða ensku. Konan geti bjargað sér á ensku en á eigi erfitt með að skilja flókinn lagatexta. Þá telur Claudia háttsemi lögreglunnar, að hafa ekki orðið við beiðni hennar um afrit af ákvörðun lögreglu, ámælisverða. Þannig sjái hún ekki á hvaða grundvelli laganna konan hafi verið tekin í hald. Hún hafi margítrekað lagt fram þá beiðni enda sé konan EES-ríkisborgari sem njóti ríkrar verndar gegn frávísun frá landi. „Þannig fyrst get ég ráðlagt mínum umbjóðanda um hennar réttindi og skyldur. Þetta er hennar grundvallarréttur. Það er þýðingarlaust að ræða við mig ef við vitum ekki á hvaða grundvelli ákvörðunin var tekin.“ Úlfar lögreglustjóri segir málið unnið í samræmi við ákvæði laga um útlendinga nr. 80/2016 og lög um landamæri nr. 136/2022. Hann teldi ekki við hæfi að upplýsa um hvaða grein laganna ætti við í tilfelli konunnar. Að öðru leyti verði ekki fjallað frekar um málið af hálfu embættisins.
Keflavíkurflugvöllur Rúmenía Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira