Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2023 13:15 Robert Fico, nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, þykir hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. AP Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. El País greinir frá því að þetta hafi verið á meðal kosningaloforða hans og Smer, flokks hans sem bar sigur úr býtum í þingkosningum þar í landi í síðasta mánuði. Robert Fico var forsætisráðherra Slóvakíu á árunum 2006 til 2010 og aftur frá 2012 til 2018 en tapaði kosningum 2020 í kjölfar spillingarmála. Í sigurræðu sinni sagði hann að „slóvakíska þjóðin hefði stærri vandamál en Úkraínu“ og bætti við að „frekari dráp hjálpi engum.“ Fico hefur áður lýst aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem hefur margsinnis verið sakaður um einræðistilburði og að grafa undan lýðræði og frelsi dómstóla þar í landi. Þá hefur hann einnig gagnrýnt refsiaðgerðir á hendur Rússlandi og þykir hliðhollur Pútín og stjórn hans. Andrej Danko, formaður hægriöfgaflokksins Þjóðarflokks Slóvakíu sem er einn samstarfsflokka Smer í ríkisstjórn, hefur lýst skýrum stuðningi við Rússland. Hann hefur meðal annars sagt að svæði í Úkraínu sem hafa verið hernumin af Rússlandi séu ekki „sögulega úkraínsk“ og kallað utanríkisráðherra Rússlands, Sergej Lavrov, kæran vin sinn. Í kosningabaráttunni fjallaði Fico mikið um Úkraínu og meðal helstu loforða hans voru algjör stöðvun á hernaðaraðstoð, aukið sjálfstæði Slóvakíu í utanríkismálum og herða tökin á landamærunum. Hingað til hefur Slóvakía stutt við bak Úkraínumanna og gefið hernaðargögn ásamt því að opna landamæri sín fyrir Úkraínumönnum sem hafa flúið land vegna átakanna. Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. 1. október 2023 10:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
El País greinir frá því að þetta hafi verið á meðal kosningaloforða hans og Smer, flokks hans sem bar sigur úr býtum í þingkosningum þar í landi í síðasta mánuði. Robert Fico var forsætisráðherra Slóvakíu á árunum 2006 til 2010 og aftur frá 2012 til 2018 en tapaði kosningum 2020 í kjölfar spillingarmála. Í sigurræðu sinni sagði hann að „slóvakíska þjóðin hefði stærri vandamál en Úkraínu“ og bætti við að „frekari dráp hjálpi engum.“ Fico hefur áður lýst aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem hefur margsinnis verið sakaður um einræðistilburði og að grafa undan lýðræði og frelsi dómstóla þar í landi. Þá hefur hann einnig gagnrýnt refsiaðgerðir á hendur Rússlandi og þykir hliðhollur Pútín og stjórn hans. Andrej Danko, formaður hægriöfgaflokksins Þjóðarflokks Slóvakíu sem er einn samstarfsflokka Smer í ríkisstjórn, hefur lýst skýrum stuðningi við Rússland. Hann hefur meðal annars sagt að svæði í Úkraínu sem hafa verið hernumin af Rússlandi séu ekki „sögulega úkraínsk“ og kallað utanríkisráðherra Rússlands, Sergej Lavrov, kæran vin sinn. Í kosningabaráttunni fjallaði Fico mikið um Úkraínu og meðal helstu loforða hans voru algjör stöðvun á hernaðaraðstoð, aukið sjálfstæði Slóvakíu í utanríkismálum og herða tökin á landamærunum. Hingað til hefur Slóvakía stutt við bak Úkraínumanna og gefið hernaðargögn ásamt því að opna landamæri sín fyrir Úkraínumönnum sem hafa flúið land vegna átakanna.
Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. 1. október 2023 10:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. 1. október 2023 10:44