Ekki tilbúin að kveðja en hugsa um tækifærin sem bíða á nýjum stað Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. október 2023 14:42 Fanney og Teitur hafa sett glæsilega íbúð í Sjálandi til sölu. Fanney Ingvars Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markaðssérfræðingur hjá Bio Effect og fyrrverandi fegurðardrottning, og Teitur Páll Reynisson, unnusti hennar og viðskiptafræðingur, hafa sett fallega íbúð sína í Sjálandi í Garðabæ til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 118 milljónir. „Í fréttum er þetta helst. Ég er með hnút í maganum þegar ég deili því með ykkur að elsku besta og fallega íbúðin okkar er komin á sölu, hér hefur okkur liðið stórkostlega. Vesturbrúin okkar er dásamleg íbúð, með rúmgóð svefnherbergi og dásamlegan pall í hásuður - erfitt að finna betri staðsetningu. Ekki tilbúin að kveðja en hugsa um tækifærin sem bíða okkar á nýjum stað, ef allt gengur upp,“ skrifar Fanney í færslu á samfélagsmiðlum. Mjúkir litir prýða íbúðina á veggjum sem og innanstokksmunum.Landmark Mjúkir litir og klassísk hönnun Fallegir hönnunarstólar og aðrir tímalausir innanstokksmunir prýða íbúðina. Við borðstofuborðið má sjá klassíska hönnun frá danska hönnuðinum Hans J. Wegner frá árinu 1949. Stóllinn CH24 eða Wishbone chair. Stóllinn hefur notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum síðastliðin ár og er hann framleiddur í mismunandi litum og viðartegundum. Astep ljósið úr smiðju Gino Sarfatti frá árinu 1950 setur punktinn fyir i-ið í borðstofunni. Þá má sjá stóla frá danska vöruhúsinu Norr 11, Elephant-stóllinn (2017) og Big Big chair (2020), hannaðir af dönsku hönnuðunum, Kristian Sofus Hansen og Tommy Hyldahl. Opið er á milli eldhúss, stofu og borðstofu. Landmark Eignin er á fyrstu hæð við Vesturbrú 1 í Garðabæ og er um 126 fermetrar að stærð. Íbúð er búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Stofa og borðstofa er í samliggjandi og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Útgengt er úr rýmiinu á stóra og skjólgóða verönd í suðvestur. Í eldhúsi er snyrtileg eikarinnrétting sem hefur verið lökkuð svört og með stein á borðum. Rúmgóður borðkrókur er í enda eldhúss með björtum glugga. Eldhúsið hefur verið lakkað svart og er með stein á borðum.Landmark Íbúðin er sjarmerandi og stílhrein.Landmark Svefnherbergin eru þrjú í íbúðinni.Landmark Útgengt er úr stofu á rúmgóða verönd og þaðan út í sameiginlegan garð.Landmark Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Tímamót Ástin og lífið Garðabær Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Í fréttum er þetta helst. Ég er með hnút í maganum þegar ég deili því með ykkur að elsku besta og fallega íbúðin okkar er komin á sölu, hér hefur okkur liðið stórkostlega. Vesturbrúin okkar er dásamleg íbúð, með rúmgóð svefnherbergi og dásamlegan pall í hásuður - erfitt að finna betri staðsetningu. Ekki tilbúin að kveðja en hugsa um tækifærin sem bíða okkar á nýjum stað, ef allt gengur upp,“ skrifar Fanney í færslu á samfélagsmiðlum. Mjúkir litir prýða íbúðina á veggjum sem og innanstokksmunum.Landmark Mjúkir litir og klassísk hönnun Fallegir hönnunarstólar og aðrir tímalausir innanstokksmunir prýða íbúðina. Við borðstofuborðið má sjá klassíska hönnun frá danska hönnuðinum Hans J. Wegner frá árinu 1949. Stóllinn CH24 eða Wishbone chair. Stóllinn hefur notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum síðastliðin ár og er hann framleiddur í mismunandi litum og viðartegundum. Astep ljósið úr smiðju Gino Sarfatti frá árinu 1950 setur punktinn fyir i-ið í borðstofunni. Þá má sjá stóla frá danska vöruhúsinu Norr 11, Elephant-stóllinn (2017) og Big Big chair (2020), hannaðir af dönsku hönnuðunum, Kristian Sofus Hansen og Tommy Hyldahl. Opið er á milli eldhúss, stofu og borðstofu. Landmark Eignin er á fyrstu hæð við Vesturbrú 1 í Garðabæ og er um 126 fermetrar að stærð. Íbúð er búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Stofa og borðstofa er í samliggjandi og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Útgengt er úr rýmiinu á stóra og skjólgóða verönd í suðvestur. Í eldhúsi er snyrtileg eikarinnrétting sem hefur verið lökkuð svört og með stein á borðum. Rúmgóður borðkrókur er í enda eldhúss með björtum glugga. Eldhúsið hefur verið lakkað svart og er með stein á borðum.Landmark Íbúðin er sjarmerandi og stílhrein.Landmark Svefnherbergin eru þrjú í íbúðinni.Landmark Útgengt er úr stofu á rúmgóða verönd og þaðan út í sameiginlegan garð.Landmark Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Tímamót Ástin og lífið Garðabær Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira