Um aðdraganda skrifa þessarar fyrstu skáldsögu Bjarna hefur hann að segja:
„Það var nú þannig fyrir rúmu ári síðan, þann 8. ágúst 2022, að þá deyr útvarpsmaðurinn Eiríkur Guðmundsson, sem er svona rödd minnar kynlóðar finnst mér. Hann var beittur og pólitískur og ég skammast mín fyrir það að hafa ekki lesið bækurnar hans. Ég gríp þá í síðustu bókina hans sem heitir Ritgerð mín um sársaukann, kom út 2018, og verð heillaður af þessari bók.“
Eiríkur heitinn var í viðtali á Vísi árið 2018 um fyrrnefnda bók.
Kviknað í eitthverju sem lá í dvala
Bjarni bætir við að við þessa uppgötvun hafi eitthvað kviknað í honum sem hafði lengi legið í dvala.
„Ég er einn af þessum mönnum sem er búinn að vera í barneignum og að ala upp börn síðustu þrettán árin og það kviknar bara á einhverjum heilasellum í mér sem hafa ekki verið virkar í þennan tíma, semsagt þrettán ár.“

„Ég tek mig bara til og skrifa bók í framhaldinu sem er skrifuð á tæpum mánuði og fjallar um breyskan mann sem býr í vesturbænum. Þannig, það er svona í hnotskurn aðdragandinn að þessu, þessi bók kom bara til mín.“
Margt um manninn í útgáfuhófinu
Um útgáfuhófið segir Bjarni:
„Þetta var langt umfram væntingar. Ég hefði verið sáttur með 20 manns en það voru rúmlega 100 manns sem mættu,“ segir Bjarni og vonar eðli máls samkvæmt að bókin fari á flug í komandi jólabókaflóði.
„Þetta er mild og hlý bók, tilvalinn ferðafélagi eða jólagjöf.“