Bakaði tugi bananabrauða úr bönunum nágrannanna og gaf þau öll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. október 2023 21:55 Hjördís var í miðjum bakstri þegar fréttastofa leit við. Vísir/Steingrímur Dúi Ung kona varði helginni í að baka bananabrauð úr bönunum sem hún fékk meðal annars hjá nágrönnum sínum. Brauðin fara í frískápa um borgina og til þeirra sem mest gætu þurft á að halda. Hin 18 ára gamla Hjördís Freyja Kjartansdóttir leitaði á náðir nágranna sinna í Laugarneshverfi fyrir helgi, þegar hún auglýsti eftir brúnum bönunum sem annars hefðu endað í ruslinu. Bananana sem hún fékk notaði hún síðan til að baka bananabrauð alla helgina, sem rataði í frískápa í borginni. Fréttastofa leit við í eldhúsið hjá Hjördísi í dag, en þá var hún búin að baka um sextíu bananabrauð. Í það hafi farið um 110 bananar. Þeir hafi þó ekki allir komið frá nágrönnum hennar. „Ég fékk líka frá Bónus. Ég vissi ekki að maður gæti bara labbað inn í matvöruverslun og beðið um ósöluhæfa banana. Annars hefði ég kannski ekki beðið nágranna mína um þá,“ segir Hjördís létt í bragði. Brauðin sem Hjördís bakaði í gær fór hún með í frískápa um borgina. „Í Laugardal, Vesturbæinn og á tvo staði í miðbænum,“ segir Hjördís. Sömu sögu verði að segja um brauðin sem bökuðust í dag. Hún ætli þó einnig að hafa samband við Kvennaathvarfið og athuga hvort þar væri áhugi á því að fá nokkur brauð. Margs vísari Hjördís segist ekki hafa vitað hversu margir frískápar voru í borginni, fyrr en hún réðist í baksturshelgina miklu. Þá hafi hún heldur ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu margir nýttu sér skápana, eða mataraðstoð af einhverju tagi hér á landi „Ég hlustaði á nokkur viðtöl við fólk á Íslandi, bæði útigangsfólk, fólk sem leitar á kaffistofu Samhjálpar og alls konar þannig. Þá áttaði ég mig miklu meira á því hvernig staðan raunverulega er,“ segir Hjördís. Hún hafi lengi íhugað að gera eitthvað þessu líkt, en loksins ákveðið að taka af skarið. „Þessi helgi, það eru lok mánaðar. Þetta er bara fullkominn tími, af hverju ekki?“ Hjördís segist eiga von á því að ráðast í aðra baksturshelgi fyrir jólin, en hún á sína eigin súkkulaðikökuuppskrift sem hún ætlar að beita við það tilefni. „Ég held að það verði næsta skref.“ Viðtal við Hjördísi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Góðverk Reykjavík Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Hin 18 ára gamla Hjördís Freyja Kjartansdóttir leitaði á náðir nágranna sinna í Laugarneshverfi fyrir helgi, þegar hún auglýsti eftir brúnum bönunum sem annars hefðu endað í ruslinu. Bananana sem hún fékk notaði hún síðan til að baka bananabrauð alla helgina, sem rataði í frískápa í borginni. Fréttastofa leit við í eldhúsið hjá Hjördísi í dag, en þá var hún búin að baka um sextíu bananabrauð. Í það hafi farið um 110 bananar. Þeir hafi þó ekki allir komið frá nágrönnum hennar. „Ég fékk líka frá Bónus. Ég vissi ekki að maður gæti bara labbað inn í matvöruverslun og beðið um ósöluhæfa banana. Annars hefði ég kannski ekki beðið nágranna mína um þá,“ segir Hjördís létt í bragði. Brauðin sem Hjördís bakaði í gær fór hún með í frískápa um borgina. „Í Laugardal, Vesturbæinn og á tvo staði í miðbænum,“ segir Hjördís. Sömu sögu verði að segja um brauðin sem bökuðust í dag. Hún ætli þó einnig að hafa samband við Kvennaathvarfið og athuga hvort þar væri áhugi á því að fá nokkur brauð. Margs vísari Hjördís segist ekki hafa vitað hversu margir frískápar voru í borginni, fyrr en hún réðist í baksturshelgina miklu. Þá hafi hún heldur ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu margir nýttu sér skápana, eða mataraðstoð af einhverju tagi hér á landi „Ég hlustaði á nokkur viðtöl við fólk á Íslandi, bæði útigangsfólk, fólk sem leitar á kaffistofu Samhjálpar og alls konar þannig. Þá áttaði ég mig miklu meira á því hvernig staðan raunverulega er,“ segir Hjördís. Hún hafi lengi íhugað að gera eitthvað þessu líkt, en loksins ákveðið að taka af skarið. „Þessi helgi, það eru lok mánaðar. Þetta er bara fullkominn tími, af hverju ekki?“ Hjördís segist eiga von á því að ráðast í aðra baksturshelgi fyrir jólin, en hún á sína eigin súkkulaðikökuuppskrift sem hún ætlar að beita við það tilefni. „Ég held að það verði næsta skref.“ Viðtal við Hjördísi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Góðverk Reykjavík Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira