Sædís Rún: „Ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. október 2023 21:55 Sædís sést hér gera tilraun til að komast framhjá Svenju Huth. VÍSIR / PAWEL Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap þegar liðið tók á móti Þýskalandi í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður liðsins, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. Sædís spilaði sínu fyrstu tvo A-landsleiki í þessum glugga gegn Danmörku og Þýskalandi, stóð sig vel en var skiljanlega svekkt með úrslitin. „Virkilega súrt, mér fannst við alveg standa í þeim og jafntefli hefði mér fundist sanngjarnt þó þetta hafi endað 2-0.“ Fyrri hálfleikurinn var markalaus og varnarlína stóð stöðugum fótum gegn linnulausum árásum Þjóðverjanna. „Mér fannst þær ekkert skapa sér þannig, nema þessi tvö sláarskot, þannig að mér fannst við gera virkilega vel og ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga.“ Eftir að hafa lent undir steig íslenska liðið vel fram völlinn, það lifnaði yfir sóknarleiknum og liðinu tókst að skapa sér færi en fékk það í bakið þegar annað markið kom á lokamínútunum. „Mér fannst við engu síðri eftir markið, gáfum bara í og sýndum mikinn karakter í dag.“ Ísland á nú tvo leiki eftir í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku og Wales næstkomandi desember. Danmerkurleikurinn skiptir litlu máli fyrir lokastöðu Íslands í riðlinum en leikurinn gegn Wales má ekki tapast ef liðið ætlar að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark í langan tíma segir Sædís liðið hvergi bonkið og ætli sér að gera betur næst. „Ég held ekki [að þetta hafi áhrif], þetta eru allt frábærir íþróttamenn og ég held að fólk sé fljótt að gleyma því hvað er langt síðan við skoruðum en engu að síður er erfitt þetta dettur ekki með okkur“ sagði Sædís að lokum. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sædís eftir Þýskalandsleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Sjá meira
Sædís spilaði sínu fyrstu tvo A-landsleiki í þessum glugga gegn Danmörku og Þýskalandi, stóð sig vel en var skiljanlega svekkt með úrslitin. „Virkilega súrt, mér fannst við alveg standa í þeim og jafntefli hefði mér fundist sanngjarnt þó þetta hafi endað 2-0.“ Fyrri hálfleikurinn var markalaus og varnarlína stóð stöðugum fótum gegn linnulausum árásum Þjóðverjanna. „Mér fannst þær ekkert skapa sér þannig, nema þessi tvö sláarskot, þannig að mér fannst við gera virkilega vel og ótrúlega fúlt að fá ekkert úr þessum glugga.“ Eftir að hafa lent undir steig íslenska liðið vel fram völlinn, það lifnaði yfir sóknarleiknum og liðinu tókst að skapa sér færi en fékk það í bakið þegar annað markið kom á lokamínútunum. „Mér fannst við engu síðri eftir markið, gáfum bara í og sýndum mikinn karakter í dag.“ Ísland á nú tvo leiki eftir í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku og Wales næstkomandi desember. Danmerkurleikurinn skiptir litlu máli fyrir lokastöðu Íslands í riðlinum en leikurinn gegn Wales má ekki tapast ef liðið ætlar að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að hafa ekki skorað mark í langan tíma segir Sædís liðið hvergi bonkið og ætli sér að gera betur næst. „Ég held ekki [að þetta hafi áhrif], þetta eru allt frábærir íþróttamenn og ég held að fólk sé fljótt að gleyma því hvað er langt síðan við skoruðum en engu að síður er erfitt þetta dettur ekki með okkur“ sagði Sædís að lokum. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Sædís eftir Þýskalandsleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15
Einkunnir Íslands gegn Þýskalandi: Engin framúrskarandi gegn feiknasterkum Þjóðverjum Íslenska landslið kvenna í knattspyrnu mátti þola 0-2 tap fyrir Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Frá fyrstu mínútu var Ísland í nauðvörn gegn síógnandi Þjóðverjum. Þær héldu markinu hreinu út fyrri hálfleikinn en stíflan brast þegar Telma Ívarsdóttir gaf frá sér víti á 64. mínútu. Erfitt er að veita leikmönnum háar einkunnir eftir slíka frammistöðu en átta leikmenn Íslands eru jafnir með hæstu einkunn [6]. 31. október 2023 21:16