„Það mun reyna á hópinn á margan hátt“ Aron Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2023 15:36 Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta hefur nú verið opinberaður. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá átján leikmenn sem halda til Noregs á mót sem hann segir gríðarlega mikilvægt fyrir þá vegferð sem liðið er á. „Það sem við viljum fá úr þessu móti er fyrst og fremst að það nýtist okkur til framtíðar,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við erum, eins og oft hefur komið fram, á ákveðinni vegferð. Fyrir þá vegferð er þetta mót ofboðslega mikilvægt.“ Þetta er í fyrsta skipti í tólf ár sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í handbolta. Íslenska landsliðið mun spila í D-riðli mótsins og er þar með í Frakklandi, Angóla og Slóveníu. Riðillinn verður spilaður í Stavangri í Noregi og fer fyrsti leikur Íslands, gegn Slóveníu, fram þann 30. nóvember næstkomandi. Ljóst er að allt í allt mun íslenska landsliðið fá um níu leiki hið minnsta á HM en á hvaða stigi mótsins það verður ræðst af úrslitum liðsins í riðlakeppninni. „Við erum að fá þarna níu alvöru leiki. Erum að fá góðan tíma saman. Eftir þessa leiki, mótið í heild sinni, munum við fá fullt af svörum sem ég vonast til og er alveg sannfærður um að munu hjálpa okkur alveg gríðarlega í næstu verkefnum.“ Markmiðin séu áfram þau sömu og þau hafa verið hjá liðinu. „Við förum inn í alla þessa leiki til þess að horfa aðeins á okkur, horfa á það sem við erum að gera. Horfa í frammistöðu. Við viljum að leikmenn leggi allt sitt í verkefnið og fáum svör við þeim leik sem við erum að leggja upp með.“ Reynslan sem verður til við það að spila á svona stórmóti muni nýtast vel í framhaldinu. Það mun reyna á hópinn á margan hátt. Það mun vera krefjandi að eiga við þessi lið. Það mun vera, á einhverjum tímapunkti, erfitt. Fyrir okkur er það ágætis skóli sem við höfum gott af því að fá. “ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira
„Það sem við viljum fá úr þessu móti er fyrst og fremst að það nýtist okkur til framtíðar,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Við erum, eins og oft hefur komið fram, á ákveðinni vegferð. Fyrir þá vegferð er þetta mót ofboðslega mikilvægt.“ Þetta er í fyrsta skipti í tólf ár sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM kvenna í handbolta. Íslenska landsliðið mun spila í D-riðli mótsins og er þar með í Frakklandi, Angóla og Slóveníu. Riðillinn verður spilaður í Stavangri í Noregi og fer fyrsti leikur Íslands, gegn Slóveníu, fram þann 30. nóvember næstkomandi. Ljóst er að allt í allt mun íslenska landsliðið fá um níu leiki hið minnsta á HM en á hvaða stigi mótsins það verður ræðst af úrslitum liðsins í riðlakeppninni. „Við erum að fá þarna níu alvöru leiki. Erum að fá góðan tíma saman. Eftir þessa leiki, mótið í heild sinni, munum við fá fullt af svörum sem ég vonast til og er alveg sannfærður um að munu hjálpa okkur alveg gríðarlega í næstu verkefnum.“ Markmiðin séu áfram þau sömu og þau hafa verið hjá liðinu. „Við förum inn í alla þessa leiki til þess að horfa aðeins á okkur, horfa á það sem við erum að gera. Horfa í frammistöðu. Við viljum að leikmenn leggi allt sitt í verkefnið og fáum svör við þeim leik sem við erum að leggja upp með.“ Reynslan sem verður til við það að spila á svona stórmóti muni nýtast vel í framhaldinu. Það mun reyna á hópinn á margan hátt. Það mun vera krefjandi að eiga við þessi lið. Það mun vera, á einhverjum tímapunkti, erfitt. Fyrir okkur er það ágætis skóli sem við höfum gott af því að fá. “
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira