„Skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2023 14:00 Caster Semenya var ríkjandi Ólympíu- og heimsmeistarari þegar nýjar reglur voru setta henni til höfuðs. Getty/Michael Dodge Caster Semenya hefur unnið tvö Ólympíugull á ferlinum en stærsta keppnin hennar hefur þó verið baráttan fyrir því að fá hreinlega að keppa. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur reynt flest til að koma í veg fyrir að Semenya geti keppt í kvennaflokki í sínum bestu greinum á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. Hin 32 ára gamla Semenya fæddist með mun hærra magn af testósterón hormóninu en þekkt er hjá konum sem gerir henni auðveldara með að auka vöðvamassa og styrk. Suður-afríska hlaupakonan má í dag ekki taka þátt í kvennakeppnum nema að taka lyf sem minnka magn testósteróns hjá henni. Það vill hún ekki gera og segir það hreinlega hættulegt heilsu sinni. Vann gull á ÓL 2012 og ÓL 2016 Áður hafði hún verið yfirburðarkona í 800 metra hlaupi þar sem hún vann gullverðlaun á bæði Ólympíuleikunum í London 2012 sem og á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð einnig þrisvar sinnum heimsmeistari í 800 metra hlaupi á árunum 2009 til 2017. Semenya talaði um það nýverið að hún ætlaði að einbeita sér meira að baráttunni gegn yfirvöldum frekar en að vinna til verðlauna. Hún hefur ekki lengur það markmið að keppa á Ólympíuleikunum 2024. Samkvæmt reglu sem var sett árið 2018 þá mega íþróttakonur eins og Semenya ekki ekki keppa í kvennaflokki í greinum frá 400 metra hlaupi upp í míluhlaup nema að þær minnki testósterón magn sitt með lyfjagjöf. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Í mínum huga þá ertu kona ef þú ert kona. Það á ekki að skipta máli hvernig þú ert. Ég hef áttað mig á því að ég vil lifa mínu lífi og berjast fyrir því sem ég tel að sé rétt,“ sagði Caster Semenya í viðtali við breska ríkisútvarpið. Veit að hún er kona „Ég veit að ég er kona og sætti mig við allt sem því fylgir,“ sagði Semenya. Hún reyndi að hlaupa 5000 metra hlaup á HM í Oregon á síðasta ári en komst ekki í úrslit. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er öðruvísi. Mér er sama um læknisfræðileg hugtök eða hvað þau kalla mig. Að fæðast án legs eða með innvortis eistu. Það gerir mig ekki að minni konu,“ sagði Semenya. „Svona fæddist ég og ég mun fagna því. Ég skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi. Ég er öðruvísi og sérstök og mér líður mjög vel með það,“ sagði Semenya. Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur reynt flest til að koma í veg fyrir að Semenya geti keppt í kvennaflokki í sínum bestu greinum á alþjóðlegum frjálsíþróttamótum. Hin 32 ára gamla Semenya fæddist með mun hærra magn af testósterón hormóninu en þekkt er hjá konum sem gerir henni auðveldara með að auka vöðvamassa og styrk. Suður-afríska hlaupakonan má í dag ekki taka þátt í kvennakeppnum nema að taka lyf sem minnka magn testósteróns hjá henni. Það vill hún ekki gera og segir það hreinlega hættulegt heilsu sinni. Vann gull á ÓL 2012 og ÓL 2016 Áður hafði hún verið yfirburðarkona í 800 metra hlaupi þar sem hún vann gullverðlaun á bæði Ólympíuleikunum í London 2012 sem og á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð einnig þrisvar sinnum heimsmeistari í 800 metra hlaupi á árunum 2009 til 2017. Semenya talaði um það nýverið að hún ætlaði að einbeita sér meira að baráttunni gegn yfirvöldum frekar en að vinna til verðlauna. Hún hefur ekki lengur það markmið að keppa á Ólympíuleikunum 2024. Samkvæmt reglu sem var sett árið 2018 þá mega íþróttakonur eins og Semenya ekki ekki keppa í kvennaflokki í greinum frá 400 metra hlaupi upp í míluhlaup nema að þær minnki testósterón magn sitt með lyfjagjöf. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „Í mínum huga þá ertu kona ef þú ert kona. Það á ekki að skipta máli hvernig þú ert. Ég hef áttað mig á því að ég vil lifa mínu lífi og berjast fyrir því sem ég tel að sé rétt,“ sagði Caster Semenya í viðtali við breska ríkisútvarpið. Veit að hún er kona „Ég veit að ég er kona og sætti mig við allt sem því fylgir,“ sagði Semenya. Hún reyndi að hlaupa 5000 metra hlaup á HM í Oregon á síðasta ári en komst ekki í úrslit. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er öðruvísi. Mér er sama um læknisfræðileg hugtök eða hvað þau kalla mig. Að fæðast án legs eða með innvortis eistu. Það gerir mig ekki að minni konu,“ sagði Semenya. „Svona fæddist ég og ég mun fagna því. Ég skammast mín ekki fyrir það að vera öðruvísi. Ég er öðruvísi og sérstök og mér líður mjög vel með það,“ sagði Semenya.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira