Setti þrjú vatnsglös á borðið en bjórglas fyrir mömmu sína Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2023 10:41 Bergrún Íris Sævarsdóttir, mynd og rithöfundur, kíkti í viðtal í Bítinu í morgun og sagði frá glímu sinni við Bakkus og kvíða. Vísir/Vilhelm Mynd- og rithöfundurinn Bergrún Íris Sævarsdóttir setti tappann í flöskuna og hvetur aðra til að fara eftir sínu fordæmi. Hún lýsir lífinu áður en hún hætti að drekka eins og að reyna að lifa lífinu með vanstillt útvarp. Þetta ræðir hún ásamt ýmislegu fleiru í viðtali vikunnar í Bítinu í morgun. Hún segir meðal annars frá æsku sinni með ógreindan athyglisbrest og kvíða og segir teikninguna hafa verið eins og lyf. Aðspurð hvort teikningin ein dygði neitar hún því og segist hafa reynt ýmislegt en að ekkert hafi virkað fyrr en hún hætti að drekka. „Ég prófaði kvíðalyf og var á þeim í mörg ár. Það sem virkaði fyrir mig var hreinlega bara að hætta að drekka áfengi. Ég bara klippti það loksins út úr lífi mínu. Þetta er samt bara vinna. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður. Maður getur verið drullukvíðinn og meðvirkur sem kveikir á kvíðanum en maður er með tæki og tól. Eins og hugleiðslu og jóga og góða næringu, góðan svefn.“ „Maður er alltaf deyfður“ Bergrún segir að áfengi komi í veg fyrir að maður geti tekist á við áföll og kvíða.Vísir Hún segir jafnframt að það hafi verið áfengið deyfi sársaukann en hindri mann í að takast á við hann. Það að hætta að drekka hafi verið erfitt ekki síst vegna þess að sársauki og áföll hellist yfir mann þegar maður hættir að grafa hann. „Það er svo erfitt að ná utan um það þegar þetta eru svona mörg ár. Það veldur því að maður sér aldrei hvað er í raun og veru að. Maður er alltaf deyfður. Maður er alltaf að deyða einhvern sársauka og fela eitthvað tráma þannig maður getur ekki unnið í því. Maður er í raun að reyna að lifa lífinu með vanstillt útvarp,“ segir Bergrún „Það er eins og surgi í innri röddinni. Þegar áfengið er farið og maður fer að læra á lífið þannig getur maður farið að fíntjúna útvarpið. Þetta er búið að vera strembið ár og mikið verkefni. Alls konar kemur upp úr fortíðinni og hellist yfir mig en nú er ég rétt búin til að takast á við það,“ bætir hún við. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Stoltur alkóhólisti í bata Bergrún hvetur alla sem hafa áhyggjur af áfengisneyslu sinni að leita ráðgjafar. „Ef maður drekkur af því að manni líður illa og líður illa af því að drekka, þá þarf maður að skoða drykkjuna sína.“ Hún segist einnig vera stolt af því að hafa riðið á vaðið og leitað sér hjálpar. „Ég var búin að vera í mörg ár að velta þessu fyrir mér. Þetta er svo samofið menningunni okkar á Íslandi. Maður heldur að maður sé að missa eitthvað og maður fattar ekki hvað maður er að fá rosalega mikið tilbaka með því að hætta að drekka. Þegar það kom að því að hætta var búið að taka frá mér allan ótta og alla skömm. Mér var drullusama hver sá mig labba þarna inn. Ég fór í meðferð og er stoltur alkóhólisti í dag vegna þess að ég er alkóhólisti í bata.“ „Hlustum á börnin“ Bergrún segir að börnin sín hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ Þannig, hlustum á börnin.“ Bítið Fíkn Áfengi og tóbak Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sigríður Hrefna hættir eftir sex ára starf í bankanum Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka, hefur sagt starfi sínu lausu. 7. nóvember 2023 09:54 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Þetta ræðir hún ásamt ýmislegu fleiru í viðtali vikunnar í Bítinu í morgun. Hún segir meðal annars frá æsku sinni með ógreindan athyglisbrest og kvíða og segir teikninguna hafa verið eins og lyf. Aðspurð hvort teikningin ein dygði neitar hún því og segist hafa reynt ýmislegt en að ekkert hafi virkað fyrr en hún hætti að drekka. „Ég prófaði kvíðalyf og var á þeim í mörg ár. Það sem virkaði fyrir mig var hreinlega bara að hætta að drekka áfengi. Ég bara klippti það loksins út úr lífi mínu. Þetta er samt bara vinna. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður. Maður getur verið drullukvíðinn og meðvirkur sem kveikir á kvíðanum en maður er með tæki og tól. Eins og hugleiðslu og jóga og góða næringu, góðan svefn.“ „Maður er alltaf deyfður“ Bergrún segir að áfengi komi í veg fyrir að maður geti tekist á við áföll og kvíða.Vísir Hún segir jafnframt að það hafi verið áfengið deyfi sársaukann en hindri mann í að takast á við hann. Það að hætta að drekka hafi verið erfitt ekki síst vegna þess að sársauki og áföll hellist yfir mann þegar maður hættir að grafa hann. „Það er svo erfitt að ná utan um það þegar þetta eru svona mörg ár. Það veldur því að maður sér aldrei hvað er í raun og veru að. Maður er alltaf deyfður. Maður er alltaf að deyða einhvern sársauka og fela eitthvað tráma þannig maður getur ekki unnið í því. Maður er í raun að reyna að lifa lífinu með vanstillt útvarp,“ segir Bergrún „Það er eins og surgi í innri röddinni. Þegar áfengið er farið og maður fer að læra á lífið þannig getur maður farið að fíntjúna útvarpið. Þetta er búið að vera strembið ár og mikið verkefni. Alls konar kemur upp úr fortíðinni og hellist yfir mig en nú er ég rétt búin til að takast á við það,“ bætir hún við. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Stoltur alkóhólisti í bata Bergrún hvetur alla sem hafa áhyggjur af áfengisneyslu sinni að leita ráðgjafar. „Ef maður drekkur af því að manni líður illa og líður illa af því að drekka, þá þarf maður að skoða drykkjuna sína.“ Hún segist einnig vera stolt af því að hafa riðið á vaðið og leitað sér hjálpar. „Ég var búin að vera í mörg ár að velta þessu fyrir mér. Þetta er svo samofið menningunni okkar á Íslandi. Maður heldur að maður sé að missa eitthvað og maður fattar ekki hvað maður er að fá rosalega mikið tilbaka með því að hætta að drekka. Þegar það kom að því að hætta var búið að taka frá mér allan ótta og alla skömm. Mér var drullusama hver sá mig labba þarna inn. Ég fór í meðferð og er stoltur alkóhólisti í dag vegna þess að ég er alkóhólisti í bata.“ „Hlustum á börnin“ Bergrún segir að börnin sín hafi tekið eftir breytingu vegna edrúmennskunnar. Hún hvetur alla til að hlusta á börnin. „Þó að börn sjái ekki á manni, þá sjá þau alveg að manni líður ekki vel. Einum af botnunum náð þegar sonurinn setti þrjú vatnsglös á borðið en eitt bjórglas fyrir mömmu. Þá finnur maður alveg að þetta sé kannski bara komið gott. Hann sagði mér eftir nokkrar vikur edrú: „Mamma þú ert svo miklu rólegri og þú ert ekki alltaf þreytt.“ Þannig, hlustum á börnin.“
Bítið Fíkn Áfengi og tóbak Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sigríður Hrefna hættir eftir sex ára starf í bankanum Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka, hefur sagt starfi sínu lausu. 7. nóvember 2023 09:54 Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Sigríður Hrefna hættir eftir sex ára starf í bankanum Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs Íslandsbanka, hefur sagt starfi sínu lausu. 7. nóvember 2023 09:54