Klósettkrakkinn upplifir mömmuskipti Forlagið 10. nóvember 2023 13:10 Hulda Sigrún Bjarnadóttir (t.v.) og Arndís Þórarinsdóttir eru höfundar bókarinnar Mömmuskipti. Þær skrifuðu saman bókina Blokkin á heimsenda sem kom út árið 2020 og sló samstundis í gegn. Mynd/Ernir Nýlega kom út barnabókin Mömmuskipti eftir þær Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Þær skrifuðu saman bókina Blokkin á heimsenda sem kom út árið 2020 og sló samstundis í gegn en bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Það er því óhætt að segja að nýrrar bókar eftir þetta frækna tvíeyki hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Mömmuskipti er hröð, spennandi og fyndin bók en tekur á sama tíma fyrir alvarlegri mál á borð við samfélagsmiðla og einkalíf barna og unglinga. Umræða um rétt barna til einkalífs hefur farið vaxandi á undanförnum árum og margir hafa bent á hve alvarlegar afleiðingar það geti haft þegar foreldrar birta viðkvæmar upplýsingar um börnin sín á samfélagsmiðlum. „Ég held að þessi mál séu okkur öllum hugleikin,“ segir Arndís. „Kannski sérstaklega okkur sem erum á þeim aldri að muna enn þá veröldina eins og hún var fyrir tilvist internetsins, það hefur orðið mjög stór samfélagsbreyting á stuttum tíma sem ekki sér fyrir endann á. Þar eru tæknin og markaðsöflin leiðandi og við fljótum öll með. Það eru mjög sérstakar og áhugaverðar aðstæður – og geta auðvitað líka orðið spaugilegar!“ Mömmuskipti fjalla um Lindu en hún hefur alltaf verið frægari en hana langar. Móðir hennar, sem er samfélagsmiðladrottning, tjáir sig óspart um fjölskyldulífið á netinu og vandræðaleg barnamynd af Lindu er þekkt um allan heim. Sjálf vill Linda helst af öllu fá að vera í friði og æfa parkúr án þess að fólk fatti að hún sé sjálfur klósettkrakkinn. Þegar mamma Lindu er allt í einu komin í keppni um pláss í raunveruleikaþættinum Mömmuskiptum verður Linda því allt annað en ánægð. Ef allt fer á versta veg skiptir mamma um pláss við annan áhrifavald og fjölskyldan þarf að búa með ókunnri konu í heilan mánuð. Og eins og það sé ekki nóg verður öllu sjónvarpað og alþjóð getur fylgst með í vikulegum þáttum. Hulda og Arndís segja hugmyndina að bókinni vera næstum jafn gamla og samfélagsmiðlarnir. „Það er sérstakt að máta sig við að vera barn í þessari stöðu,“ segir Arndís. „Oft hef ég séð birtast á netinu myndir af draslinu í unglingaherbergjum, þar sem fullorðnir sambýlingar unglingsins lýsa hneykslun sinni á ástandinu. Þá hef ég þakkað bæði hátt og í hljóði fyrir að foreldrar mínir áttu hvorki stafræna myndavél né voru með netaðgang þegar ég var sóðalegur unglingur.“ „Svo tókum við bara þessa tilfinningu og mögnuðum hana upp, sem var mjög skemmtilegt fyrir okkur en auðvitað leiðinlegt fyrir aðalpersónuna okkar hana Lindu,“ bætir Huldavið. „Við spurðum okkur alltaf: Hvernig geta aðstæður orðið enn verri hjá henni? Hræðilegar kringumstæður eru nefnilega mjög oft mjög fyndnar.“ Arndís og Hulda á góðri stundu í Viðey í ágúst 2023. Það er ekki oft sem við sjáum bækur skrifaðar af tveimur rithöfundum. Hvernig gekk samstarfið og var jafnvel skýr verkaskipting? „Það var engin verkaskipting og við erum steinhissa á að það komi að lokum bók út úr þessu kaosi,“ segir Hulda. „Ég er sannfærð um að við höfum báðar á einhverjum tímapunkti komið að hverri einustu setningu bæði í Mömmuskiptum og í Blokkinni á heimsenda. Þetta er miklu skemmtilegra en að skrifa ein, en ótrúlega mikil vinna í lokin að passa að allir þræðir gangi upp og öll smáatriði séu í samræmi. Við sjáum til dæmis persónur eða umhverfi ekki endilega eins fyrir okkur, og mögulega gjörólíkt.“ „Áður en ég byrjaði að vinna með Huldu hefði ég ekki haldið að það væri hægt að vinna svona náið saman án þess að allt færi í bál og brand,“ bætir Arndís við. „En við erum báðar með puttana í bókstaflega öllu og hikum ekki við að breyta texta frá hinni ef svo ber undir. Þegar bókin kemur úr prentun höfum við svo ekki hugmynd um það hver skrifaði hvað. Þetta mikla traust er eiginlega forsenda þess að þetta sé gerlegt, ef við værum alltaf að tipla í kringum landamæri hinnar tæki það óratíma, auk þess sem samfella verksins væri minni.“ Linda, aðal söguhetja bókarinnar, æfir jaðaríþróttina parkúr en færni hennar á eftir að hafa úrslitaáhrif í sögunni og eiga sinn þátt í áhrifamiklum endi sem lætur engan ósnortinn. „Augljóslega er parkúr fáránlega kúl íþrótt,“ segir Arndís. „Það var nú kannski það fyrsta sem dró okkur inn. Þegar við fórum að kynnast aðalpersónunni okkar grunaði okkur svo að þetta væri íþrótt sem myndi henta henni.“ „Við fórum í tíma í parkúr hjá Tomma í Parkúrskúrnum,“ bætir Hulda við. „Hann lét okkur príla smá og sagði okkur frá íþróttinni. Þetta er eitthvað sem virðist oft henta krökkum sem finna sig ekki í hefðbundnari íþróttum, tilfinningin er að þarna sé einfaldleiki og frelsi – og bara rosa gaman.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Börn og uppeldi Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira
Það er því óhætt að segja að nýrrar bókar eftir þetta frækna tvíeyki hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Mömmuskipti er hröð, spennandi og fyndin bók en tekur á sama tíma fyrir alvarlegri mál á borð við samfélagsmiðla og einkalíf barna og unglinga. Umræða um rétt barna til einkalífs hefur farið vaxandi á undanförnum árum og margir hafa bent á hve alvarlegar afleiðingar það geti haft þegar foreldrar birta viðkvæmar upplýsingar um börnin sín á samfélagsmiðlum. „Ég held að þessi mál séu okkur öllum hugleikin,“ segir Arndís. „Kannski sérstaklega okkur sem erum á þeim aldri að muna enn þá veröldina eins og hún var fyrir tilvist internetsins, það hefur orðið mjög stór samfélagsbreyting á stuttum tíma sem ekki sér fyrir endann á. Þar eru tæknin og markaðsöflin leiðandi og við fljótum öll með. Það eru mjög sérstakar og áhugaverðar aðstæður – og geta auðvitað líka orðið spaugilegar!“ Mömmuskipti fjalla um Lindu en hún hefur alltaf verið frægari en hana langar. Móðir hennar, sem er samfélagsmiðladrottning, tjáir sig óspart um fjölskyldulífið á netinu og vandræðaleg barnamynd af Lindu er þekkt um allan heim. Sjálf vill Linda helst af öllu fá að vera í friði og æfa parkúr án þess að fólk fatti að hún sé sjálfur klósettkrakkinn. Þegar mamma Lindu er allt í einu komin í keppni um pláss í raunveruleikaþættinum Mömmuskiptum verður Linda því allt annað en ánægð. Ef allt fer á versta veg skiptir mamma um pláss við annan áhrifavald og fjölskyldan þarf að búa með ókunnri konu í heilan mánuð. Og eins og það sé ekki nóg verður öllu sjónvarpað og alþjóð getur fylgst með í vikulegum þáttum. Hulda og Arndís segja hugmyndina að bókinni vera næstum jafn gamla og samfélagsmiðlarnir. „Það er sérstakt að máta sig við að vera barn í þessari stöðu,“ segir Arndís. „Oft hef ég séð birtast á netinu myndir af draslinu í unglingaherbergjum, þar sem fullorðnir sambýlingar unglingsins lýsa hneykslun sinni á ástandinu. Þá hef ég þakkað bæði hátt og í hljóði fyrir að foreldrar mínir áttu hvorki stafræna myndavél né voru með netaðgang þegar ég var sóðalegur unglingur.“ „Svo tókum við bara þessa tilfinningu og mögnuðum hana upp, sem var mjög skemmtilegt fyrir okkur en auðvitað leiðinlegt fyrir aðalpersónuna okkar hana Lindu,“ bætir Huldavið. „Við spurðum okkur alltaf: Hvernig geta aðstæður orðið enn verri hjá henni? Hræðilegar kringumstæður eru nefnilega mjög oft mjög fyndnar.“ Arndís og Hulda á góðri stundu í Viðey í ágúst 2023. Það er ekki oft sem við sjáum bækur skrifaðar af tveimur rithöfundum. Hvernig gekk samstarfið og var jafnvel skýr verkaskipting? „Það var engin verkaskipting og við erum steinhissa á að það komi að lokum bók út úr þessu kaosi,“ segir Hulda. „Ég er sannfærð um að við höfum báðar á einhverjum tímapunkti komið að hverri einustu setningu bæði í Mömmuskiptum og í Blokkinni á heimsenda. Þetta er miklu skemmtilegra en að skrifa ein, en ótrúlega mikil vinna í lokin að passa að allir þræðir gangi upp og öll smáatriði séu í samræmi. Við sjáum til dæmis persónur eða umhverfi ekki endilega eins fyrir okkur, og mögulega gjörólíkt.“ „Áður en ég byrjaði að vinna með Huldu hefði ég ekki haldið að það væri hægt að vinna svona náið saman án þess að allt færi í bál og brand,“ bætir Arndís við. „En við erum báðar með puttana í bókstaflega öllu og hikum ekki við að breyta texta frá hinni ef svo ber undir. Þegar bókin kemur úr prentun höfum við svo ekki hugmynd um það hver skrifaði hvað. Þetta mikla traust er eiginlega forsenda þess að þetta sé gerlegt, ef við værum alltaf að tipla í kringum landamæri hinnar tæki það óratíma, auk þess sem samfella verksins væri minni.“ Linda, aðal söguhetja bókarinnar, æfir jaðaríþróttina parkúr en færni hennar á eftir að hafa úrslitaáhrif í sögunni og eiga sinn þátt í áhrifamiklum endi sem lætur engan ósnortinn. „Augljóslega er parkúr fáránlega kúl íþrótt,“ segir Arndís. „Það var nú kannski það fyrsta sem dró okkur inn. Þegar við fórum að kynnast aðalpersónunni okkar grunaði okkur svo að þetta væri íþrótt sem myndi henta henni.“ „Við fórum í tíma í parkúr hjá Tomma í Parkúrskúrnum,“ bætir Hulda við. „Hann lét okkur príla smá og sagði okkur frá íþróttinni. Þetta er eitthvað sem virðist oft henta krökkum sem finna sig ekki í hefðbundnari íþróttum, tilfinningin er að þarna sé einfaldleiki og frelsi – og bara rosa gaman.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Börn og uppeldi Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Sjá meira