„Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. nóvember 2023 13:04 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá fólkinu sínu í Grindavík vegna atburða gærkvöldsins. Hann segir um að ræða ofboðslegt áfall og er þakklátur fyrir aðstoðina. „Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu í Grindavík. Ég reyni bara að standa með því. Sjálfum líður mér ekki illa en þetta er ofboðslegt áfall fyrir sveitarfélagið, íbúa þess og við reynum bara að standa saman um það að gera það besta úr hlutunum,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Fram kom á upplýsingafundum almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Kvikugangur undir Grindavík væri stærri en áður hefði sést í jarðhræringum á Reykjanesi. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim á næstu dögum. Hann segir kerfið hafa virkað gríðarlega vel. Það hafi verið magnað að fylgjast með almannavörnum og vísindamönnum að störfum. Það hafi sýnt sig í nótt að Grindvíkingar eru í góðum höndum. Enginn hafi neitað að yfirgefa heimili sitt í gær. Hvernig er hljóðið í Grindvíkingum? „Ég hef nú ekki náð að tala við marga en mér heyrist svona að fólk sé ótrúlega æðrulaust í þessari stöðu og rýmingin gekk vel og það verður húsaskjól fyrir alla og það verður haldið áfram að gera eins og hægt er til þess að koma til aðstoðar,“ segir Fannar. „Við erum til dæmis að vinna að því að það verði svona kyrrðar-og friðarstund núna um helgina, þannig að fólk geti hist og við reynum að hlúa að börnunum, það tókst mjög vel til í því að flytja sjúka og aldraða í burtu samkvæmt rýmingaráætlunum. Það tókst afskaplega vel. Síðan er auðvitað andlega hliðin sem við þurfum að reyna einhvern veginn að takast á við með okkar fólki.“ Þið hafið fengið mikinn stuðning frá nærsveitungum og fólki á höfuðborgarsvæðinu. Ertu hrærður yfir stuðningnum? „Já. Við náttúrulega höfum gengið í gegnum þrjú eldgos og vitum alveg hversu mikilvæg öll þessi aðstoð er. Það getur ekkert sveitarfélag og ekki af þeirri stærðargráðu sem Grindavík er gert neina hluti sem skipta máli í svona stóru verkefni nema að fá alla þessa aðstoð. Allstaðar að á landinu, lögregluembættin, björgunarsveitirnar, vísindamennirnir, Rauði krossinn og svo framvegis. Þetta er ofboðslega flott net, það eru mörghundruð manns sem koma að þessu, bara hér í Skógarhlíð eru tugir manns og allt baklandið er miklu öflugra en ég vissi áður en ég fór að koma að þessum málum á sínum tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30 Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36 Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
„Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu í Grindavík. Ég reyni bara að standa með því. Sjálfum líður mér ekki illa en þetta er ofboðslegt áfall fyrir sveitarfélagið, íbúa þess og við reynum bara að standa saman um það að gera það besta úr hlutunum,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Fram kom á upplýsingafundum almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Kvikugangur undir Grindavík væri stærri en áður hefði sést í jarðhræringum á Reykjanesi. Grindvíkingar munu ekki fá að fara heim á næstu dögum. Hann segir kerfið hafa virkað gríðarlega vel. Það hafi verið magnað að fylgjast með almannavörnum og vísindamönnum að störfum. Það hafi sýnt sig í nótt að Grindvíkingar eru í góðum höndum. Enginn hafi neitað að yfirgefa heimili sitt í gær. Hvernig er hljóðið í Grindvíkingum? „Ég hef nú ekki náð að tala við marga en mér heyrist svona að fólk sé ótrúlega æðrulaust í þessari stöðu og rýmingin gekk vel og það verður húsaskjól fyrir alla og það verður haldið áfram að gera eins og hægt er til þess að koma til aðstoðar,“ segir Fannar. „Við erum til dæmis að vinna að því að það verði svona kyrrðar-og friðarstund núna um helgina, þannig að fólk geti hist og við reynum að hlúa að börnunum, það tókst mjög vel til í því að flytja sjúka og aldraða í burtu samkvæmt rýmingaráætlunum. Það tókst afskaplega vel. Síðan er auðvitað andlega hliðin sem við þurfum að reyna einhvern veginn að takast á við með okkar fólki.“ Þið hafið fengið mikinn stuðning frá nærsveitungum og fólki á höfuðborgarsvæðinu. Ertu hrærður yfir stuðningnum? „Já. Við náttúrulega höfum gengið í gegnum þrjú eldgos og vitum alveg hversu mikilvæg öll þessi aðstoð er. Það getur ekkert sveitarfélag og ekki af þeirri stærðargráðu sem Grindavík er gert neina hluti sem skipta máli í svona stóru verkefni nema að fá alla þessa aðstoð. Allstaðar að á landinu, lögregluembættin, björgunarsveitirnar, vísindamennirnir, Rauði krossinn og svo framvegis. Þetta er ofboðslega flott net, það eru mörghundruð manns sem koma að þessu, bara hér í Skógarhlíð eru tugir manns og allt baklandið er miklu öflugra en ég vissi áður en ég fór að koma að þessum málum á sínum tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30 Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36 Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. 11. nóvember 2023 12:30
Veðurstofan: Kvikuflæðið margfalt á við það sem áður hefur mælst Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar. 11. nóvember 2023 11:36
Grindvíkingar enn að jafna sig á skjálftariðunni í morgunsárið Fjöldahjálparstjóri hjá Rauða krossinum segir að 75 manns hafi gist í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Kórnum í Kópavogi sem opnuð var vegna rýmingar í Grindavík. 11. nóvember 2023 10:23