Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Jón Þór Stefánsson skrifar 11. nóvember 2023 16:23 Ingólfur og Sindri þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. Í færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni segir hann gærdaginn hafa verið vondan, ekki bara fyrir sig persónulega heldur vegna þess að fjöldi kvenna sé í sárum sínum vegna niðurstöðunnar. Ummæli Sindra vörðuðu meint barnaníð Ingólfs, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Sindra, en í gær var honum gert að greiða Ingó 900 þúsund krónur í miskabætur, sem og málskostnað málsins. Sjálfur vill Sindri meina að ummæli sín byggi á upplifunum kvenna, sögum sem honum og öðrum hafi verið treyst fyrir. „Þessar konur, þeirra sögur, kaus Landsréttur að þagga niður, því í stað þess að móttaka skilaboðin og horfast í augu við vandann finnst dómskerfinu auðveldara að skjóta sendiboðann. Það leysir hins vegar engan vanda að stinga höfðinu í sandinn,“ segir Sindri. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sindri hafi sakað Ingó um refsiverðan verknað. Það er að segja að ummæli hans hafi ekki gefið til kynna að Ingó hafi átt samræði við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján, heldur einstaklinga yngri en það. Sindri hafnar því. Hann segist hafa bent á galla í kerfinu og segir dóm Landsréttar banna sér að gera það. „Hafið í huga að ég sakaði Ingólf aldrei um refsiverðan verknað. Það sem ég sakaði hann um er fullkomlega löglegt og þar liggur vandinn. Þess vegna eru svo margar nú í sárum. Því réttarverndin er engin. Ég kann ekki að skýra hvað lá fyrir Landsrétti, hvaða hvatar til verndar þessu kerfi séu svo sterkir að dómurinn telji það til meiðyrða að benda á gallana. En í þessu tilfelli er keisarinn sannarlega nakinn og fjöldi þeirra sem benda mun aðeins aukast því kerfið verður að breytast.“ Lögmaður Ingólfs, Auður Björg Jónsdóttir, fullyrti í gær eftir að dómur var kveðinn upp að réttlætið hafi sigrað. „Hann er bara að byggja þetta á kjaftasögum, það er ekkert til í þessu og Landsréttur ætlar ekki að taka undir það með héraðsdómi að það sé nóg að heyra einhverja kjaftasögu. Að ef þú heyrir hana frá ákveðið mörgum eða ákveðið oft, að þar með sé hún sönn, að þar með sé hún orðin staðreyndagrundvöllur í ærumeiðingamáli,“ sagði hún. Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Í færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni segir hann gærdaginn hafa verið vondan, ekki bara fyrir sig persónulega heldur vegna þess að fjöldi kvenna sé í sárum sínum vegna niðurstöðunnar. Ummæli Sindra vörðuðu meint barnaníð Ingólfs, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Sindra, en í gær var honum gert að greiða Ingó 900 þúsund krónur í miskabætur, sem og málskostnað málsins. Sjálfur vill Sindri meina að ummæli sín byggi á upplifunum kvenna, sögum sem honum og öðrum hafi verið treyst fyrir. „Þessar konur, þeirra sögur, kaus Landsréttur að þagga niður, því í stað þess að móttaka skilaboðin og horfast í augu við vandann finnst dómskerfinu auðveldara að skjóta sendiboðann. Það leysir hins vegar engan vanda að stinga höfðinu í sandinn,“ segir Sindri. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Sindri hafi sakað Ingó um refsiverðan verknað. Það er að segja að ummæli hans hafi ekki gefið til kynna að Ingó hafi átt samræði við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján, heldur einstaklinga yngri en það. Sindri hafnar því. Hann segist hafa bent á galla í kerfinu og segir dóm Landsréttar banna sér að gera það. „Hafið í huga að ég sakaði Ingólf aldrei um refsiverðan verknað. Það sem ég sakaði hann um er fullkomlega löglegt og þar liggur vandinn. Þess vegna eru svo margar nú í sárum. Því réttarverndin er engin. Ég kann ekki að skýra hvað lá fyrir Landsrétti, hvaða hvatar til verndar þessu kerfi séu svo sterkir að dómurinn telji það til meiðyrða að benda á gallana. En í þessu tilfelli er keisarinn sannarlega nakinn og fjöldi þeirra sem benda mun aðeins aukast því kerfið verður að breytast.“ Lögmaður Ingólfs, Auður Björg Jónsdóttir, fullyrti í gær eftir að dómur var kveðinn upp að réttlætið hafi sigrað. „Hann er bara að byggja þetta á kjaftasögum, það er ekkert til í þessu og Landsréttur ætlar ekki að taka undir það með héraðsdómi að það sé nóg að heyra einhverja kjaftasögu. Að ef þú heyrir hana frá ákveðið mörgum eða ákveðið oft, að þar með sé hún sönn, að þar með sé hún orðin staðreyndagrundvöllur í ærumeiðingamáli,“ sagði hún.
Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Mál Ingólfs Þórarinssonar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
„Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35