„Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 12:58 Ari Trausti fór yfir jarðhræringar og söguna í Sprengisandi. Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ræddi jarðhræringarnar við Grindavík í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði kvikuganginn langan og stóran og það sem hafi komið jarðvísindamönnum mest á óvart núna hafi verið hversu hratt hann fór suðvestur um helgina. Hann segir norðaustur enda gangsins ekki fjarri Fagradalsfjalli og hinn endann við hafið. Hann sagði fjórar eða fimm sviðsmyndir í boði. Kvikugangurinn geti lengst, kvikan komið upp eða, þótt litlar líkur séu á, að kvikan komi ekki upp. Það verði að reikna með því að þekjan rofni einhvers staðar og kvikan komi upp þar. Annar möguleiki sé að þekjan rofni úti við haf og það sé ýmislegt í boði þar. Ari Trausti sagði spennuna nærri óbærilega, það væri svo margt í boði. Líklega stutt í eldgos Hann sagði best að reikna með því að það gjósi annað hvort á næstu klukkutímum eða næstu tveimur eða þremur dögum. Það verði lítill fyrirvari að því. „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður,“ sagði Ari Trausti. Hann sagði þetta þó ekkert óvænt, þessi vitneskja um lotubundna virkni Reykjanesskagans hafi legið fyrir. Með þá vitneskju verði að líta til sögunnar. Síðasta lota sé þokkalega ljós því þá hafi verið hér fólk. „Það hefur alltaf vofað yfir okkur að nýtt óróatímabil á Reykjanesi á þéttbýlasta hluta landsins gengi í garð,“ sagði Ari Trausti og að fleiri eldstöðvar væru að safna í sig. Eins og Katla, Hekla og Bárðarbunga. Hann sagði þennan stóra gang sem myndaðist um helgina þó hafa komið á óvart. Ari fór einnig yfir varnargarða en að það sé erfitt að útbúa þá þegar ekki er vitað hvar þeir koma upp. Þegar þeir eru rétt byggðir þá virki þeir vel en annars séu þeir tilraun sem séu þó vel þess virði. Ari Trausti var gestur Kristjáns á meðan aðrir hoppuðu inn eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson í almannavörnum og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hægt er að hlusta á umræðurnar í heild sinni hér að ofan Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ræddi jarðhræringarnar við Grindavík í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði kvikuganginn langan og stóran og það sem hafi komið jarðvísindamönnum mest á óvart núna hafi verið hversu hratt hann fór suðvestur um helgina. Hann segir norðaustur enda gangsins ekki fjarri Fagradalsfjalli og hinn endann við hafið. Hann sagði fjórar eða fimm sviðsmyndir í boði. Kvikugangurinn geti lengst, kvikan komið upp eða, þótt litlar líkur séu á, að kvikan komi ekki upp. Það verði að reikna með því að þekjan rofni einhvers staðar og kvikan komi upp þar. Annar möguleiki sé að þekjan rofni úti við haf og það sé ýmislegt í boði þar. Ari Trausti sagði spennuna nærri óbærilega, það væri svo margt í boði. Líklega stutt í eldgos Hann sagði best að reikna með því að það gjósi annað hvort á næstu klukkutímum eða næstu tveimur eða þremur dögum. Það verði lítill fyrirvari að því. „Þessi risi sem hefur vaknað er að setja okkur í sérkennilegar aðstæður,“ sagði Ari Trausti. Hann sagði þetta þó ekkert óvænt, þessi vitneskja um lotubundna virkni Reykjanesskagans hafi legið fyrir. Með þá vitneskju verði að líta til sögunnar. Síðasta lota sé þokkalega ljós því þá hafi verið hér fólk. „Það hefur alltaf vofað yfir okkur að nýtt óróatímabil á Reykjanesi á þéttbýlasta hluta landsins gengi í garð,“ sagði Ari Trausti og að fleiri eldstöðvar væru að safna í sig. Eins og Katla, Hekla og Bárðarbunga. Hann sagði þennan stóra gang sem myndaðist um helgina þó hafa komið á óvart. Ari fór einnig yfir varnargarða en að það sé erfitt að útbúa þá þegar ekki er vitað hvar þeir koma upp. Þegar þeir eru rétt byggðir þá virki þeir vel en annars séu þeir tilraun sem séu þó vel þess virði. Ari Trausti var gestur Kristjáns á meðan aðrir hoppuðu inn eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson í almannavörnum og Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur. Hægt er að hlusta á umræðurnar í heild sinni hér að ofan
Sprengisandur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira