Bætur afturvirkar og óþarfi að sækja um strax Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2023 12:07 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar. Þetta segir í tilkyningu á vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að komi til þess að launagreiðslur falli niður til starfsmanna fyrirtækja í Grindavík, vegna ákvörðunar almannavarna um allsherjarrýmingu, geti þeir leitað til Vinnumálastofnunar. Öryggisnet atvinnuleysistryggingakerfisins tryggi starfsfólki framfærslu í þeim tilfellum þegar starfsmaður hefur áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geti einnig leitað til stofnunarinnar. Vinnumálastofnun vilji leggja áherslur á eftirfarandi: Að starfsfólk ræði við sinn atvinnurekenda um stöðu mála áður en ákveðið er að sækja um atvinnuleysisbætur. Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík, þ.e. kvöldið 10. nóvember sl. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar. Hvetjum starfsfólk til að bíða út vikuna með að sækja um atvinnuleysisbætur þar til málin skýrast nánar. Að sótt sé um greiðslur í gegnum Mínar síður Vinnumálastofnunar Bíða ákvörðunar ríkisstjórnarinnar Þá segir að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi nefnt í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, að hafin sé vinna við viðbrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar og að Vinnumálastofnun bíði eftir því að þau mál skýrist nánar. „Vinnumálastofnun gerir sér grein fyrir þeirri óvissu sem er til staðar og verða upplýsingar uppfærðar reglulega á vefsvæði stofnunarinnar á íslensku, ensku og pólsku.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. 14. nóvember 2023 10:47 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Þetta segir í tilkyningu á vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að komi til þess að launagreiðslur falli niður til starfsmanna fyrirtækja í Grindavík, vegna ákvörðunar almannavarna um allsherjarrýmingu, geti þeir leitað til Vinnumálastofnunar. Öryggisnet atvinnuleysistryggingakerfisins tryggi starfsfólki framfærslu í þeim tilfellum þegar starfsmaður hefur áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geti einnig leitað til stofnunarinnar. Vinnumálastofnun vilji leggja áherslur á eftirfarandi: Að starfsfólk ræði við sinn atvinnurekenda um stöðu mála áður en ákveðið er að sækja um atvinnuleysisbætur. Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík, þ.e. kvöldið 10. nóvember sl. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar. Hvetjum starfsfólk til að bíða út vikuna með að sækja um atvinnuleysisbætur þar til málin skýrast nánar. Að sótt sé um greiðslur í gegnum Mínar síður Vinnumálastofnunar Bíða ákvörðunar ríkisstjórnarinnar Þá segir að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi nefnt í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, að hafin sé vinna við viðbrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar og að Vinnumálastofnun bíði eftir því að þau mál skýrist nánar. „Vinnumálastofnun gerir sér grein fyrir þeirri óvissu sem er til staðar og verða upplýsingar uppfærðar reglulega á vefsvæði stofnunarinnar á íslensku, ensku og pólsku.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vinnumarkaður Félagsmál Tengdar fréttir Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. 14. nóvember 2023 10:47 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Grindvíkingar þurfa ekki að tilkynna tjón strax: „Það þarf ekki að bæta álagi á þau“ Vegna þeirra jarðhræringa sem nú eiga sér stað í Grindavík bendir Náttúruhamfaratrygging Íslands íbúum á að stofnunin gerir ekki kröfu um að tilkynningar séu sendar inn fyrr en eftir að neyðarstigi hefur verið aflétt. 14. nóvember 2023 10:47