Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 13:53 Steinunn Sesselja Sigurðardóttir ætlaði sér ekki að fara neitt á föstudagskvöld og mun snúa aftur til síns heima í Grindavík að öllu þessu loknu. Vísir/Arnar Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. Eins og greint hefur verið frá hafa almannavarnir heimilað íbúum í Grindavík að sækja nauðsynjar í fylgd með björgunarsveitum í dag. Aðgerðirnar standa yfir til klukkan 16:00, á meðan enn er dagsbirta. Langar aftur heim Hverju ertu að reyna að bjarga? „Bara því sem mér er dýrmætt. Myndir af foreldrum mínum. Reyna bara að ná því sem ég get, ég veit ekki hvað,“ segir Steinunn og eðli málsins samkvæmt er um tilfinningaríka stund að ræða. Hún segir ekkert erfitt að koma aftur á heimilið sitt. Hana langar bara að komast aftur heim til Grindavíkur, þar sem hún ætlar að vera. Þig langar að komast aftur heim? „Já. Ég ætla mér að koma aftur heim. Ég ætla ekki að yfirgefa Grindavík.“ Heima að borða pizzur á föstudagskvöld Steinunn segir það koma sér á óvart hve lítið sjái á heimilinu eftir skjálftana. Myndirnar hennar séu til að mynda enn á sínum stað. Er þetta betra en þú áttir von á? „Miklu betra. Ég var hérna allan föstudaginn fram að miðnætti. Við sátum hérna bara og vorum að borða pizzu í öllum þessum skjálftum og öðru þangað til að við fengum tilkynningu um að koma okkur út. Þá náttúrulega rauk maður bara út.“ Þið ætluðuð ekkert að fara fyrr en ykkur var sagt að rýma? „Við ætluðum ekkert að fara. Við ætluðum bara að vera. Ég meina, maður er búinn að þola alla þessa jarðskjálfta hingað til. Og ég get alveg þolað jarðskjálftana. Það er ekkert mál. Mér finnst það ekki neitt. En mér finnst bara leiðinlegt að þurfa að yfirgefa þetta. Ég vil bara vera hérna.“ Þig langar bara aftur heim? „Mig langar bara aftur heim.“ Þetta helvítis eldgos má drulla sér upp Steinunn segist núna dvelja í Þorlákshöfn. Þar dvelur hún í hjólhýsi á lóð dóttur sinnar sem þar býr. Hvenær heldurðu að þú komir svo aftur hingað? „Ég vona bara sem fyrst. Um leið og þetta helvítis eldgos getur drullað sér upp og það verður hægt að koma hingað aftur, þá geri ég það um leið.“ Þú bíður eftir eldgosi? „Ég bíð eftir því. Ég vil bara koma heim.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hafa almannavarnir heimilað íbúum í Grindavík að sækja nauðsynjar í fylgd með björgunarsveitum í dag. Aðgerðirnar standa yfir til klukkan 16:00, á meðan enn er dagsbirta. Langar aftur heim Hverju ertu að reyna að bjarga? „Bara því sem mér er dýrmætt. Myndir af foreldrum mínum. Reyna bara að ná því sem ég get, ég veit ekki hvað,“ segir Steinunn og eðli málsins samkvæmt er um tilfinningaríka stund að ræða. Hún segir ekkert erfitt að koma aftur á heimilið sitt. Hana langar bara að komast aftur heim til Grindavíkur, þar sem hún ætlar að vera. Þig langar að komast aftur heim? „Já. Ég ætla mér að koma aftur heim. Ég ætla ekki að yfirgefa Grindavík.“ Heima að borða pizzur á föstudagskvöld Steinunn segir það koma sér á óvart hve lítið sjái á heimilinu eftir skjálftana. Myndirnar hennar séu til að mynda enn á sínum stað. Er þetta betra en þú áttir von á? „Miklu betra. Ég var hérna allan föstudaginn fram að miðnætti. Við sátum hérna bara og vorum að borða pizzu í öllum þessum skjálftum og öðru þangað til að við fengum tilkynningu um að koma okkur út. Þá náttúrulega rauk maður bara út.“ Þið ætluðuð ekkert að fara fyrr en ykkur var sagt að rýma? „Við ætluðum ekkert að fara. Við ætluðum bara að vera. Ég meina, maður er búinn að þola alla þessa jarðskjálfta hingað til. Og ég get alveg þolað jarðskjálftana. Það er ekkert mál. Mér finnst það ekki neitt. En mér finnst bara leiðinlegt að þurfa að yfirgefa þetta. Ég vil bara vera hérna.“ Þig langar bara aftur heim? „Mig langar bara aftur heim.“ Þetta helvítis eldgos má drulla sér upp Steinunn segist núna dvelja í Þorlákshöfn. Þar dvelur hún í hjólhýsi á lóð dóttur sinnar sem þar býr. Hvenær heldurðu að þú komir svo aftur hingað? „Ég vona bara sem fyrst. Um leið og þetta helvítis eldgos getur drullað sér upp og það verður hægt að koma hingað aftur, þá geri ég það um leið.“ Þú bíður eftir eldgosi? „Ég bíð eftir því. Ég vil bara koma heim.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira