Lífið samstarf

Gunni og Felix opnuðu Pakka­jól Smára­lindar í nátt­fötunum

Smáralind og
Kór Hörðuvallaskóla í Kópavogi söng þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð í Smáralind á laugardag og pakkasöfnunin Pakkajól hófst.
Kór Hörðuvallaskóla í Kópavogi söng þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð í Smáralind á laugardag og pakkasöfnunin Pakkajól hófst.

Mikill fjöldi mætti í Smáralind á laugardag þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð og pakkasöfnunin Pakkajól hófst.

Það voru þeir Gunni og Felix sem fengu þann heiður að tendra ljósin á jólatrénu og setja fyrstu gjafirnar undir jólatréð og mættu þeir félagar á náttfötunum við tilefnið.

Um árabil hefur skapast sú jólahefð hjá mörgum að kaupa eina auka jólagjöf og setja undir jólatréð í Smáralind. Gjafirnar sem safnast fara til barna og unglinga á Íslandi sem búa við bág kjör. Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd úthluta gjöfunum þangað sem þeirra er þörf.

Gunni og Felix fengu þann heiður að tendra ljósin á jólatrénu og setja fyrstu gjafirnar undir jólatréð.

„Við hvetjum öll, sem tök hafa á, að leggja söfnuninni lið og gefa eina auka jólagjöf þannig að öll börn á Íslandi fái eitthvað fallegt um jólin. Gjöfin þarf að vera innpökkuð og merkt með upplýsingum um hvaða kyni og aldri hún er ætluð. Merkimiða má finna hjá jólatrénu eða á þjónustuborðinu á 2. hæð. Við tökum við gjöfum alveg fram að jólum. Fyrstu úthlutanirnar eru þó um miðjan desember þannig að því fyrr sem gjafirnar berast því betra,” segir Sandra Arnardóttir, markaðsstjóri Smáralindar. 

Pósturinn leggur söfnuninni lið og sendir gjafir frá þeim sem búa á landsbyggðinni frítt til Smáralindar. Það eina sem þarf að gera er að nefna það í útibúi Póstsins að gjöfin sé fyrir Pakkajól.

Nánari upplýsingar á vef Smáralindar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.