Musk í mál vegna skýrslu um auglýsingar og nasistafærslur Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 14:02 Elon Musk og Linda Yaccarino, forstjóri X. AP/Rebecca Blackwell Forsvarsmenn X (áður Twitter) hafa höfðað mál gegn samtökunum Media Matters, eftir að samtökin birtu skýrslu um að auglýsingar stórfyrirtækja á samfélagsmiðlinum birtust reglulega við færslur sem innihalda hatursorðræðu, lofyrði um nasisma og gyðingahatur. Skýrslan var birt degi eftir að Elon Musk, eigandi X, lýsti yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks, sem er angi þekktrar samsæriskenningar sem hefur verið lýst sem þeirri mannskæðustu í nútímasögu Bandaríkjanna. „Þú hefur sagt hinn raunverulega sannleika,“ skrifaði Musk undir færsluna. Hann bölsótaðist svo út í samtökin Anti Defamation League eða ADL en það eru samtök sem stofnuð voru til að berjast gegn gyðingahatri og berjast nú gegn alls kyns hatursorðræðu. Nokkrir af stærstu auglýsendum á X hættu að auglýsa þar í kjölfarið en IBM var meðal þeirra fyrstu. Síðan þá hafa forsvarsmenn fleiri fyrirtækja hætt að auglýsa á X. Þeirra á meðal eru Apple, Warner Bros. Discovery og Sony. Musk á sér nokkra sögu umdeildra ummæla á X. Hann keypti Twitter fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna. Á þeim tíma hefur Musk sagt upp meirihluta starfsmanna, dregið verulega úr ritstjórn og hleypt fólki sem hafði verið bannað á Twitter aftur þar inn. Sérfræðingar segja hatursorðræðu hafa aukist til muna á undanförnu ári en Musk hefur gert erfiðara fyrir rannsakendur að fylgjast með slíkri orðræðu. Sjá einnig: Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Þetta hefur leitt til þess að auglýsendur hafa dregið úr auglýsingum á samfélagsmiðlinum. Vegna þessa segja forsvarsmenn X að búið hafi verið til sérstakt öryggiskerfi sem eigi að tryggja að auglýsingar birtist ekki við hlið færslna sem innihalda hatursorðræðu eins og gyðingahatur og annarskonar umdeildar færslur. Í skýrslu Media Matters kemur fram að sé leitað á X eftir svokölluðum myllumerkjum eins og #KeepEuropeWhite, #WhitePride og #14Words, sem er tilvísun í frægt slagorð hvítra þjóðernissinna, megi finna auglýsingar fyrirtækja með þeim færslum. Musk hét því á föstudaginn að höfða „kjarnorku“-lögsókn gegn Media Matters og kallað samtökin „hreina illsku“. The split second court opens on Monday, X Corp will be filing a thermonuclear lawsuit against Media Matters and ALL those who colluded in this fraudulent attack on our company pic.twitter.com/55vl7PspaQ— Elon Musk (@elonmusk) November 18, 2023 Lögmenn X höfðuðu málið í Texas í gær, þrátt fyrir að hvorki Media Matters né X séu með starfsemi þar. Lögmennirnir segja, samkvæmt frétt Reuters, að rannsakendur Media Matters hafi mótað niðurstöður skýrslunar með sviksömum hætti og misnotað X til að komast hjá áðurnefndu öryggiskerfi. Þeir hafi skapað síður á X sem fylgdu eingöngu stórum fyrirtækjum og gyðingahöturum og þjóðernissinnum, til að sjá auglýsingar þessara fyrirtækja við hlið áðurnefndum færslum. Forsvarsmenn X segja að enginn annar en Media Matters hafi séð auglýsingar við slíkar færslur. Frá höfuðstöðvum X (áður Twitter) í San Francisco.AP/Noah Berger Lögmenn X fara fram á að forsvarsmönnum Media Matters verði gert að taka skýrsluna úr birtingu og greiða ótilgreindar skaðabætur. Linda Yaccarion, forstjóri X, skrifaði færslu í gær þar sem hún hélt því fram að ekki einn einasti notandi hafði séð auglýsingar frá IBM, Comcast eða Oracle við hlið færslur sem fjallað var um í skýrslu Media Matters. Bað hún fólk um að standa með X. If you know me, you know I'm committed to truth and fairness. Here's the truth. Not a single authentic user on X saw IBM s, Comcast s, or Oracle s ads next to the content in Media Matters article. Only 2 users saw Apple s ad next to the content, at least one of which was Media — Linda Yaccarino (@lindayaX) November 20, 2023 Angelo Carusone, sem stýrir Media Matters, sagði í yfirlýsingu að lögsóknin gegn samtökunum væri innihaldslaus. Henni væri eingöngu ætlað að þagga í gagnrýnendum X. Carusone sagði að samtökin stæðu við skýrsluna og að þau myndu vinna málið. This is a frivolous lawsuit meant to bully X s critics into silence. Media Matters stands behind its reporting and look forward to winning in court.Onward!— Angelo Carusone (@GoAngelo) November 21, 2023 Nefndi ekki færslu Musks á fundi Yaccarion hélt í gær fund með starfsmönnum X þar sem hún sagðist hafa rætt við auglýsendur og sagðist staðráðin í að verja X, samkvæmt upptöku af fundinum sem blaðamenn New York Times komu höndum yfir. Yaccarion sagði auglýsendur hafa beðið hana um að vera opnari um vandamál X og um gögn varðandi það hvernig auglýsingar birtast á samfélagsmiðlinum. Á fundinum sagði hún að fyrirtækið myndi halda áfram að verja málfrelsi. Haldið yrði í gildi fyrirtækisins og sagði hún að enginn gagnrýnandi gæti stöðvað þau í baráttunni. Þá hvatti hún starfsmenn til að vera sparsamir og hugsa um frekari leiðir fyrir X til að afla tekna. Yaccarion nefndi ekki færslur Musks á þessum fundi og beindi sér þess í stað alfarið að Media Matters. Ríkissaksóknari rannsakar Media Matters Ken Paxton, ríkissaksóknari Texas, lýsti því yfir í gær að hann væri að hefja rannsókn á Media Matters og sagðist hafa miklar áhyggjur vegna ásakana um að samtökin hefðu misnotað gögn á X. Ríkissaksóknarinn er mjög svo umdeildur og fór til að mynda fram á það við Hæstarétt Bandaríkjanna árið 2020 að sigur Joe Biden, forseta, í kosningunum sem haldnar voru í nóvember það ár yrði felldur úr gildi. Hann hefur einnig verið til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hafi beitt embætti sínu til að hjálpa manni sem hefur styrkt kosningabaráttu hans í gegnum árin. Hann var ákærður fyrir embættisbrot af ríkisþingmönnum í Texas fyrr á þessu ári en stóð það af sér. Þá stendur hann frammi fyrir réttarhöldum þar sem hann hefur verið sakaður um fjársvik. Musk deildi yfirlýsingu frá Paxton á X. Hann hafði áður svarað færslu frá Stephen Miller, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trump, um að íhaldssamir ríkissaksóknarar eins og Paxton gætu rannsakað Media Matters. Fraud has both civil & criminal penalties pic.twitter.com/BdC5Zfr1XM— Elon Musk (@elonmusk) November 21, 2023 Hvorki Paxton né lögmenn X halda því fram að auglýsingarnar hafi ekki birst við hlið þeirra færslna sem Media Matters segir þær hafa birst hjá. Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Virði X helmingi minna á einu ári Starfsmenn X, áður Twitter, fengu í gær hlutabréf í fyrirtækinu en fram kom í meðfylgjandi skjölum að fyrirtækið væri metið á 19 milljarða dala. Auðjöfurinn Elon Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna. 31. október 2023 10:25 Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. 18. október 2023 10:38 Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum. 20. september 2023 15:09 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skýrslan var birt degi eftir að Elon Musk, eigandi X, lýsti yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks, sem er angi þekktrar samsæriskenningar sem hefur verið lýst sem þeirri mannskæðustu í nútímasögu Bandaríkjanna. „Þú hefur sagt hinn raunverulega sannleika,“ skrifaði Musk undir færsluna. Hann bölsótaðist svo út í samtökin Anti Defamation League eða ADL en það eru samtök sem stofnuð voru til að berjast gegn gyðingahatri og berjast nú gegn alls kyns hatursorðræðu. Nokkrir af stærstu auglýsendum á X hættu að auglýsa þar í kjölfarið en IBM var meðal þeirra fyrstu. Síðan þá hafa forsvarsmenn fleiri fyrirtækja hætt að auglýsa á X. Þeirra á meðal eru Apple, Warner Bros. Discovery og Sony. Musk á sér nokkra sögu umdeildra ummæla á X. Hann keypti Twitter fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna. Á þeim tíma hefur Musk sagt upp meirihluta starfsmanna, dregið verulega úr ritstjórn og hleypt fólki sem hafði verið bannað á Twitter aftur þar inn. Sérfræðingar segja hatursorðræðu hafa aukist til muna á undanförnu ári en Musk hefur gert erfiðara fyrir rannsakendur að fylgjast með slíkri orðræðu. Sjá einnig: Hóta samtökum gegn hatursorðræðu lögsókn Þetta hefur leitt til þess að auglýsendur hafa dregið úr auglýsingum á samfélagsmiðlinum. Vegna þessa segja forsvarsmenn X að búið hafi verið til sérstakt öryggiskerfi sem eigi að tryggja að auglýsingar birtist ekki við hlið færslna sem innihalda hatursorðræðu eins og gyðingahatur og annarskonar umdeildar færslur. Í skýrslu Media Matters kemur fram að sé leitað á X eftir svokölluðum myllumerkjum eins og #KeepEuropeWhite, #WhitePride og #14Words, sem er tilvísun í frægt slagorð hvítra þjóðernissinna, megi finna auglýsingar fyrirtækja með þeim færslum. Musk hét því á föstudaginn að höfða „kjarnorku“-lögsókn gegn Media Matters og kallað samtökin „hreina illsku“. The split second court opens on Monday, X Corp will be filing a thermonuclear lawsuit against Media Matters and ALL those who colluded in this fraudulent attack on our company pic.twitter.com/55vl7PspaQ— Elon Musk (@elonmusk) November 18, 2023 Lögmenn X höfðuðu málið í Texas í gær, þrátt fyrir að hvorki Media Matters né X séu með starfsemi þar. Lögmennirnir segja, samkvæmt frétt Reuters, að rannsakendur Media Matters hafi mótað niðurstöður skýrslunar með sviksömum hætti og misnotað X til að komast hjá áðurnefndu öryggiskerfi. Þeir hafi skapað síður á X sem fylgdu eingöngu stórum fyrirtækjum og gyðingahöturum og þjóðernissinnum, til að sjá auglýsingar þessara fyrirtækja við hlið áðurnefndum færslum. Forsvarsmenn X segja að enginn annar en Media Matters hafi séð auglýsingar við slíkar færslur. Frá höfuðstöðvum X (áður Twitter) í San Francisco.AP/Noah Berger Lögmenn X fara fram á að forsvarsmönnum Media Matters verði gert að taka skýrsluna úr birtingu og greiða ótilgreindar skaðabætur. Linda Yaccarion, forstjóri X, skrifaði færslu í gær þar sem hún hélt því fram að ekki einn einasti notandi hafði séð auglýsingar frá IBM, Comcast eða Oracle við hlið færslur sem fjallað var um í skýrslu Media Matters. Bað hún fólk um að standa með X. If you know me, you know I'm committed to truth and fairness. Here's the truth. Not a single authentic user on X saw IBM s, Comcast s, or Oracle s ads next to the content in Media Matters article. Only 2 users saw Apple s ad next to the content, at least one of which was Media — Linda Yaccarino (@lindayaX) November 20, 2023 Angelo Carusone, sem stýrir Media Matters, sagði í yfirlýsingu að lögsóknin gegn samtökunum væri innihaldslaus. Henni væri eingöngu ætlað að þagga í gagnrýnendum X. Carusone sagði að samtökin stæðu við skýrsluna og að þau myndu vinna málið. This is a frivolous lawsuit meant to bully X s critics into silence. Media Matters stands behind its reporting and look forward to winning in court.Onward!— Angelo Carusone (@GoAngelo) November 21, 2023 Nefndi ekki færslu Musks á fundi Yaccarion hélt í gær fund með starfsmönnum X þar sem hún sagðist hafa rætt við auglýsendur og sagðist staðráðin í að verja X, samkvæmt upptöku af fundinum sem blaðamenn New York Times komu höndum yfir. Yaccarion sagði auglýsendur hafa beðið hana um að vera opnari um vandamál X og um gögn varðandi það hvernig auglýsingar birtast á samfélagsmiðlinum. Á fundinum sagði hún að fyrirtækið myndi halda áfram að verja málfrelsi. Haldið yrði í gildi fyrirtækisins og sagði hún að enginn gagnrýnandi gæti stöðvað þau í baráttunni. Þá hvatti hún starfsmenn til að vera sparsamir og hugsa um frekari leiðir fyrir X til að afla tekna. Yaccarion nefndi ekki færslur Musks á þessum fundi og beindi sér þess í stað alfarið að Media Matters. Ríkissaksóknari rannsakar Media Matters Ken Paxton, ríkissaksóknari Texas, lýsti því yfir í gær að hann væri að hefja rannsókn á Media Matters og sagðist hafa miklar áhyggjur vegna ásakana um að samtökin hefðu misnotað gögn á X. Ríkissaksóknarinn er mjög svo umdeildur og fór til að mynda fram á það við Hæstarétt Bandaríkjanna árið 2020 að sigur Joe Biden, forseta, í kosningunum sem haldnar voru í nóvember það ár yrði felldur úr gildi. Hann hefur einnig verið til rannsóknar hjá Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hafi beitt embætti sínu til að hjálpa manni sem hefur styrkt kosningabaráttu hans í gegnum árin. Hann var ákærður fyrir embættisbrot af ríkisþingmönnum í Texas fyrr á þessu ári en stóð það af sér. Þá stendur hann frammi fyrir réttarhöldum þar sem hann hefur verið sakaður um fjársvik. Musk deildi yfirlýsingu frá Paxton á X. Hann hafði áður svarað færslu frá Stephen Miller, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trump, um að íhaldssamir ríkissaksóknarar eins og Paxton gætu rannsakað Media Matters. Fraud has both civil & criminal penalties pic.twitter.com/BdC5Zfr1XM— Elon Musk (@elonmusk) November 21, 2023 Hvorki Paxton né lögmenn X halda því fram að auglýsingarnar hafi ekki birst við hlið þeirra færslna sem Media Matters segir þær hafa birst hjá.
Bandaríkin Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Virði X helmingi minna á einu ári Starfsmenn X, áður Twitter, fengu í gær hlutabréf í fyrirtækinu en fram kom í meðfylgjandi skjölum að fyrirtækið væri metið á 19 milljarða dala. Auðjöfurinn Elon Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna. 31. október 2023 10:25 Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. 18. október 2023 10:38 Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum. 20. september 2023 15:09 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Virði X helmingi minna á einu ári Starfsmenn X, áður Twitter, fengu í gær hlutabréf í fyrirtækinu en fram kom í meðfylgjandi skjölum að fyrirtækið væri metið á 19 milljarða dala. Auðjöfurinn Elon Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna. 31. október 2023 10:25
Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. 18. október 2023 10:38
Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum. 20. september 2023 15:09