„Ég get ekki ímyndað mér það hvað fjölskylda hennar er að ganga í gegnum núna,“ sagði Magdalena Brzeska, þjálfari hennar við þýska blaðið Bild.
Lietke er þýskur unglingameistari í nútíma fimleikum.
Trauer um Mia Sophie Lietke: 16-jähriges deutsches Turn-Talent stirbt überraschend https://t.co/3ATOBJLwNA
— Sport bei ntv.de (@ntvde_sport) November 21, 2023
Heimildir þýska blaðsins eru að hún hafi fengið hjartaáfall. Frekari upplýsingar koma ekki fram fyrr en eftir krufningu. Líklegast er þó að hún hafi verið með undirliggjandi hjartasjúkdóm.
„Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég finn engin orð. Hún var svo hæfileikarík, helgaði sig sinni íþrótt og gaf alltaf hundrað prósent í allt. Hún elskaði það sem hún var gera,“ sagði Brzeska.
„Hana dreymdi um að keppa á Ólympíuleikunum og gerði allt sem hún gat til að komast þangað. Ég er viss um að hún hefði komist þangað. Þetta er svo sorglegt,“ sagði Brzeska.
Große Trauer in Fellbach-Schmiden um Mia Sophie Lietke #MiaSophieLietke #Tod https://t.co/F0xVbBSNke
— Stuttgarter Zeitung (@StZ_NEWS) November 21, 2023
„Mia var mjög vinsæl og vel metin af liðsfélögum sínum sem og þjálfurum sínum og yfirmönnum,“ sagði í tilkynningu þýska fimleikasambandsins.
„Hugur okkar er hjá fjölskyldu Miu. Við munum sakna hennar sem fimleikakonu en fyrst og fremst sem persónu. Við munum aldrei gleyma henni,“ sagði í þessari tilkynningu frá DTB.