„Ég hlakka til að snúa aftur til OpenAI,“ sagði Altman á X/Twitter þegar niðurstaðan lá fyrir. Sagði hann að allt sem hann hefði gert síðustu daga hefði miðað að því að halda teyminu á bak við fyrirtækið saman.
i love openai, and everything i ve done over the past few days has been in service of keeping this team and its mission together. when i decided to join msft on sun evening, it was clear that was the best path for me and the team. with the new board and w satya s support, i m
— Sam Altman (@sama) November 22, 2023
Brottrekstri Altman á föstudaginn var mótmælt bæði af fjárfestum og starfsmönnum, sem skrifuðu opið bréf honum til stuðnings. Ástæður brottrekstrarins voru sagðar trúnaðarbrestur milli Altman og stjórnar en einum stjórnarmanna snérist hugur á mánudag og undirritaði bréf starfsmannanna.
I deeply regret my participation in the board's actions. I never intended to harm OpenAI. I love everything we've built together and I will do everything I can to reunite the company.
— Ilya Sutskever (@ilyasut) November 20, 2023
OpenAI sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem greint var frá því að samkomulag hefði náðst um endurkomu Altman og að hluta stjórnarinnar yrði skipt út. Þá hefur Greg Brockman, einn stofnenda fyrirtækisins, greint frá því að hann muni sömuleiðis snúa aftur.
Hann hætti þegar Altman var látinn fara.
we are so back pic.twitter.com/YcKwkqdNs5
— Greg Brockman (@gdb) November 22, 2023