Þórir vonast eftir því að nýja mamman verði klár í markið á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 14:00 Silje Solberg og Katrine Lunde fagna með norska landsliðinu á síðustu Ólympíuleikum. Getty/Dean Mouhtaropoulos Bestu markverðir Norðmanna undanfarin ár eru báðar í kapphlaupi við tímann að ná heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í næstu viku. Þetta eru þær Katrine Lunde (spilar með Våg Håndball Elite) og Silje Solberg-Østhassel (spilar með Győr í Ungverjalandi). Þær hafa spilað vel með norska liðinu á stórmótum síðustu ár og báðar hafa þær komist í úrvalslið á stórmóti þó Lunde miklu oftar. Gladbeskjed før VM: Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel kan bli klare https://t.co/2cjPhQE02i— VG (@vgnett) November 22, 2023 Á blaðamannafundi fyrir mótið var Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins, bjartsýnn á það að þær verði báðar með. „Þær eru að braggast vel og þetta er allt á leiðinni í rétta átt,“ sagði Þórir á fjölmiðlafundi. Norska liðið undirbýr sig á æfingamóti um helgina en þar mun íslensku stelpurnar einnig taka þátt. Bæði Katrine og Silje eru að æfa með norska liðinu. Það verða aftur á móti þær Marie Davidsen og Olivia Lykke Nygaard sem spila leikina á móti Angóla, Íslandi og Póllandi á mótinu. Lunde hefur verið að glíma við vöðvameiðsli síðan í lok október en hún er orðin 43 ára gömul. Solberg-Østhassel hefur aftur á móti ekki spilað leik síðan hún varð móðir 9. ágúst síðastliðinn. Davidsen er leikmaður CSM Bucharest), Nygaard spilar með Storhamar og þriðji markvörðurinn er síðan Eli Marie Raasok hjá Storhamar. Davidsen gerir sér grein fyrir því að Katrine og Silje eru aðalmarkverðir liðsins. „Þetta er svolítið ógnvekjandi. Það er ekki möguleiki að fylla í skörð Silja og Katrine. Þú þarft bara að gera þitt besta og reyna að verja eins mörg skot og mögulegt er, sagði Marie Davidsen við NRK. HM karla í handbolta 2023 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Sjá meira
Þetta eru þær Katrine Lunde (spilar með Våg Håndball Elite) og Silje Solberg-Østhassel (spilar með Győr í Ungverjalandi). Þær hafa spilað vel með norska liðinu á stórmótum síðustu ár og báðar hafa þær komist í úrvalslið á stórmóti þó Lunde miklu oftar. Gladbeskjed før VM: Katrine Lunde og Silje Solberg-Østhassel kan bli klare https://t.co/2cjPhQE02i— VG (@vgnett) November 22, 2023 Á blaðamannafundi fyrir mótið var Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins, bjartsýnn á það að þær verði báðar með. „Þær eru að braggast vel og þetta er allt á leiðinni í rétta átt,“ sagði Þórir á fjölmiðlafundi. Norska liðið undirbýr sig á æfingamóti um helgina en þar mun íslensku stelpurnar einnig taka þátt. Bæði Katrine og Silje eru að æfa með norska liðinu. Það verða aftur á móti þær Marie Davidsen og Olivia Lykke Nygaard sem spila leikina á móti Angóla, Íslandi og Póllandi á mótinu. Lunde hefur verið að glíma við vöðvameiðsli síðan í lok október en hún er orðin 43 ára gömul. Solberg-Østhassel hefur aftur á móti ekki spilað leik síðan hún varð móðir 9. ágúst síðastliðinn. Davidsen er leikmaður CSM Bucharest), Nygaard spilar með Storhamar og þriðji markvörðurinn er síðan Eli Marie Raasok hjá Storhamar. Davidsen gerir sér grein fyrir því að Katrine og Silje eru aðalmarkverðir liðsins. „Þetta er svolítið ógnvekjandi. Það er ekki möguleiki að fylla í skörð Silja og Katrine. Þú þarft bara að gera þitt besta og reyna að verja eins mörg skot og mögulegt er, sagði Marie Davidsen við NRK.
HM karla í handbolta 2023 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Sjá meira