Gagnrýni eða rangfærslur? Atli Bollason skrifar 22. nóvember 2023 15:30 VG liðar keppast nú við að segja grein mína í gær uppfulla af rangfærslum. Stefán Pálsson tínir þær svo til í svargrein sinni í dag með heldur slælegum árangri og nokkrum Staksteinablæ, sem hefur reyndar verið viðloðandi þessa stjórn, henni til nokkurrar minnkunar. Ég skil að það sé erfitt fyrir stuðningsfólks þessa gamla félagshyggjuflokks að sjá herfilegan árangur ríkisstjórnarinnar tekinn saman eins og ég gerði í gær en mér þykir heldur lúalegt að kalla gagnrýni á forgangsröðun og árangur rangfærslur. Það er ekki beinlínis til að styrkja trú á ríkisstjórn sem þó var lítil fyrir. Ég sé mig því tilneyddan til að fara á hundavaði yfir svargrein Stefáns: „Íslensk stjórnvöld tryggðu það að viðsnúningur eftir heimsfaraldur sem lamaði íslenskt atvinnulíf með tilheyrandi afleiðingum fyrir fólkið í landinu varð snarpur. Ísland er eitt af örfáum löndum þar sem kaupmáttur almennings var varðveittur í gegnum heimsfaraldur.“ Hér virðist Stefán ætla að bregðast við gagnrýni minni á að almannafé hafi verið notað til að tryggja að arðgreiðslurnar hafi mátt rúlla áfram hjá Bláa lóni og Icelandair o.fl. Sá punktur stendur óhaggaður. „Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir vopnahléi á Gaza, hvatt til þess að framganga ísraelskra stjórnvalda sé rannsökuð og veitt fé til þeirra rannsókna. Ísland er í hópi stærstu stuðningsaðila mannúðaraðstoðar á Gaza.“ Ekki nýlega á vettvangi SÞ. Það bólar ekkert á róttækari aðgerðum eins og til dæmis viðskiptabanni á Ísrael. Engar rangfærslur hér. „Það var bæjarstjórnin í Reykjanesbæ sem seldi hlut sinn í HS Orku – en það breytir því ekki að fyrirtækið sinnir almannaþjónustuhlutverki fyrir 30 þúsund manns. Líklega myndi greinarhöfundur óska þess helst að fyrirtækið færi undir hraun svo að hægt sé að virkja fyrir rafmagni og finna heitt vatn annars staðar með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði.“ Enda var skýrt tekið fram í minni grein að sveitarfélögin eigi sök á einkavæðingunni. En, jú, það er að mínu mati út í hött að skattgreiðendur hlaupi undir bagga hjá einkafyrirtækjum sem eru annars bara að maka krók eigenda sinna - á kostnað notendanna. „Valdheimildir lögreglu hafa ekki verið auknar undanfarin ár.“ Allt í lagi. Hvað köllum við þá rafbyssuvæðingu, 165 milljónir í vopnakaup, og (vissulega enn ósamþykkt) lagafrumvarp um njósnir með borgurunum? „Lögum og reglum um skatta hefur verið breytt á undanförnum árum til að tryggja réttlátar skattgreiðslur stóriðjunnar. Fiskeldisgjöld munu hækka nú um áramótin og búið að kynna miklar breytingar á eftirliti með fiskeldi. Auðlindin okkar er grundvöllur stefnumótunar um fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem margir hafa tekið þátt – kannski ekki greinarhöfundur en margir aðrir.“ Punkturinn hér virðist fara framhjá Stefáni. Fiskeldi er ekki nýtt af nálinni. Það var búið að vara við áhrifum fiskeldisins á lífríkið fyrir löngu en ekkert gert fyrr en komið var í bál og brand. Fyrirtækin hafa haft afnot af sjó og landi fyrir málamyndagjald alla ríkisstjórnartíð Katrínar. Sama gildir raunar um hefðbundinn sjávarútveg sem greiðir alltof lítið fyrir afnot sín af auðlindinni; þar hefur engin breyting orðið í sanngirnisátt. Og eftir stendur, sem er satt, að yfirstandandi stefnumótun er meira og minna á forsendum útgerðarinnar. „Kolefnishlutleysi var lögfest á Alþingi 2021. Ísland er eitt af fáum ríkjum sem hefur gert það. Sama ár voru sett lög um hringrásarhagkerfi sem gerir það að verkum að núna erum við loksins farin að endurvinna lífræna úrganginn okkar alls staðar en ekki bara í sumum sveitarfélögum. Ísland er í öðru sæti í heimi þegar kemur rafbílavæðingu. Og vissulega finnst mér gott að það hafi dregið úr einnota plasti en greinilega sakna einhverjir plastpokanna sinna svo mikið að þeir taka ekki eftir neinu öðru sem gert er.“ Þetta er satt hjá Stefáni! Biðst velvirðingar og leiðrétti þetta raunar strax í gær. En eftir stendur að kolefnissporið dýpkar enn frá ári til árs og stjórnvöldum er sjálfum ljóst að markmiðin sem þau hafa vissulega lögfest munu aldrei nást og raunar alllangt frá því skv. spám Orkustofnunar. Lögfesting markmiðanna er því bara leikrit enda hefur það engar afleiðingar fyrir ríkið að ná þeim ekki. Á þessum vettvangi er átakanlegur skortur á róttækum aðgerðum. Papparör duga því miður ansi skammt. „Ástæðan fyrir því að meirihluti Alþingis ákvað að skipta fæðingarorlofi jafnt milli beggja foreldra og hafa sex vikur framseljanlegar var að meirihluti Alþingis styður jafnréttismarkmið fæðingarorlofskerfisins og vill tryggja jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og á vinnumarkaði. Og þar er forsætisráðherra vissulega fremst í flokki enda umhugað um jafnrétti kynjanna.“ 85% umsagna um frumvarpið kölluðu eftir auknari sveigjanleika en raunin varð. Það var aðeins hlustað á þröng sjónarmið um vinnumarkaðsþátttöku en litið framhjá öðrum t.d. um velferð barna. En hey, ég hrósaði ykkur nú fyrir þetta í grunninn! „Núverandi forsætisráðherra hefur lagt raunverulega vinnu í að skapa sátt um breytingar á stjórnarskrá og lagt fram framsæknar breytingatillögur í þá veru ólíkt flestum öðrum þingmönnum.“ „Vinna um að skapa sátt“ er ekki breyting á stjórnarskrá. Það liggur ekkert frumvarp fyrir um neinar breytingar. „Upphafi hvalveiðitímabils var frestað enda ekki hægt að bregðast ekki við áliti fagráðs um dýravelferð.“ Ég tel það hvernig var staðið að banninu engu að síður til marks um vonda stjórnsýslu og óttast að dómstólar og/eða umboðsmaður Alþingis komist að sömu niðurstöðu. „Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafa verið stóraukin í tíð þessarar ríkisstjórnar. Meðal annars hefur heilsugæslan verið stórefld, dregið úr gjöldum á sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og loksins ráðist í byggingu nýs Landspítala sem engin ríkisstjórn hafði treyst sér í fram að því.“ Tölur segja eitt, ástandið á spítölunum annað. Hvernig túlkar stjórnin eiginlega vitnisburði heilbrigðisstarfsfólks í framlínunni. Eru stöðugar frásagnir þeirra um að staðan hafi sjaldan eða aldrei verið verri … hvað? Lygi? „Um þriðjungur nýrra íbúða hefur verið byggður með framlögum ríkisins á undanförnum árum sem er eðlisbreyting á íslenskum húsnæðismarki og til marks um stórauknar félagslegar áherslur í kerfinu. Það hefur verið mörkuð stefna í húsnæðismálum í fyrsta sinn en því miður hefur verið skortur á byggingarhæfum lóðum sem er umhugsunarefni fyrir sveitarfélögin.“ Það hefur vissulega verið mörkuð stefna (ég nefndi það í greininni) en svo tefja ráðherrar ríkisstjórnarinnar fyrir því að hægt sé að byrja að byggja á lóðum sem eru klárar (Skerjafjörður) og setja uppbyggingu á Keldnalandi í algjört uppnám með því að tala um að forsendur samgöngusáttmálans séu brostnar. Algjörlega ótrúlegt! „Fjármagnstekjuskattur hefur verið hækkaður og gjöld í heilbrigðiskerfinu lækkuð með markvissum skrefum allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við.“ Skrítið að heyra að vinstrimennirnir séu svona rosalega ánægðir með hvar við stöndum í samanburði við nágrannaþjóðir hvað þetta varðar (lágur fjármagnstekjuskattur, mikil gjaldtaka). Hér er punkturinn auðvitað sá að skattheimta er almennt mikil á þá sem hafa lítið milli handanna en lítil á þá sem hafa mikið. Auðsöfnun í efstu lögum þjóðfélagsins sýnir það svo ekki verður um villst. „Á Íslandi er tekið á móti hlutfallslega fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en annars staðar á Norðurlöndum.“ Það ber vott um stórkostlega aftengingu við veruleikann að halda því fram að þessi málaflokkur sé ekki í algjöru rusli. Venesúela-fíaskóið er bara nýjasta dæmið í langri röð átakanlegra sorgarsagna. Sem sagt, (nær) engar rangfærslur, en fókusinn vissulega settur á önnur mál en stjórnin hefði viljað. Stóra umhugsunarefnið í þessu, fyrir þessi örfáu sem eftir eru í VG bönkernum, er að þau sjá gagnrýni, eins og þá sem ég setti fram í gær, bara sem einhvers konar PR mál. En ég er bara sendiboði sem hefur á orði það sem stærstur hluti fyrrum kjósenda VG hugsar. Fylgiskannanir sýna það svart á hvítu. Þessi stjórn hefur algjörlega brugðist trausti nær alls félagshyggjufólks. Einn kjörinn fulltrúi VG sagði við mig í vor í einkasamtali að honum gæti ekki verið meira sama um hvað mér, fyrrum flokksfélaganum og kjósandanum, þætti. Að ég skildi ekki hvað það væri erfitt að sitja í ríkisstjórn og hvað þau væru að standa sig vel í að standa í lappirnar gegn verstu tilhneigingum samstarfsflokkanna. Sorrí með mig, en mér finnst það bara ekkert rosalega góð pólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atli Bollason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
VG liðar keppast nú við að segja grein mína í gær uppfulla af rangfærslum. Stefán Pálsson tínir þær svo til í svargrein sinni í dag með heldur slælegum árangri og nokkrum Staksteinablæ, sem hefur reyndar verið viðloðandi þessa stjórn, henni til nokkurrar minnkunar. Ég skil að það sé erfitt fyrir stuðningsfólks þessa gamla félagshyggjuflokks að sjá herfilegan árangur ríkisstjórnarinnar tekinn saman eins og ég gerði í gær en mér þykir heldur lúalegt að kalla gagnrýni á forgangsröðun og árangur rangfærslur. Það er ekki beinlínis til að styrkja trú á ríkisstjórn sem þó var lítil fyrir. Ég sé mig því tilneyddan til að fara á hundavaði yfir svargrein Stefáns: „Íslensk stjórnvöld tryggðu það að viðsnúningur eftir heimsfaraldur sem lamaði íslenskt atvinnulíf með tilheyrandi afleiðingum fyrir fólkið í landinu varð snarpur. Ísland er eitt af örfáum löndum þar sem kaupmáttur almennings var varðveittur í gegnum heimsfaraldur.“ Hér virðist Stefán ætla að bregðast við gagnrýni minni á að almannafé hafi verið notað til að tryggja að arðgreiðslurnar hafi mátt rúlla áfram hjá Bláa lóni og Icelandair o.fl. Sá punktur stendur óhaggaður. „Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir vopnahléi á Gaza, hvatt til þess að framganga ísraelskra stjórnvalda sé rannsökuð og veitt fé til þeirra rannsókna. Ísland er í hópi stærstu stuðningsaðila mannúðaraðstoðar á Gaza.“ Ekki nýlega á vettvangi SÞ. Það bólar ekkert á róttækari aðgerðum eins og til dæmis viðskiptabanni á Ísrael. Engar rangfærslur hér. „Það var bæjarstjórnin í Reykjanesbæ sem seldi hlut sinn í HS Orku – en það breytir því ekki að fyrirtækið sinnir almannaþjónustuhlutverki fyrir 30 þúsund manns. Líklega myndi greinarhöfundur óska þess helst að fyrirtækið færi undir hraun svo að hægt sé að virkja fyrir rafmagni og finna heitt vatn annars staðar með tilheyrandi samfélagslegum kostnaði.“ Enda var skýrt tekið fram í minni grein að sveitarfélögin eigi sök á einkavæðingunni. En, jú, það er að mínu mati út í hött að skattgreiðendur hlaupi undir bagga hjá einkafyrirtækjum sem eru annars bara að maka krók eigenda sinna - á kostnað notendanna. „Valdheimildir lögreglu hafa ekki verið auknar undanfarin ár.“ Allt í lagi. Hvað köllum við þá rafbyssuvæðingu, 165 milljónir í vopnakaup, og (vissulega enn ósamþykkt) lagafrumvarp um njósnir með borgurunum? „Lögum og reglum um skatta hefur verið breytt á undanförnum árum til að tryggja réttlátar skattgreiðslur stóriðjunnar. Fiskeldisgjöld munu hækka nú um áramótin og búið að kynna miklar breytingar á eftirliti með fiskeldi. Auðlindin okkar er grundvöllur stefnumótunar um fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem margir hafa tekið þátt – kannski ekki greinarhöfundur en margir aðrir.“ Punkturinn hér virðist fara framhjá Stefáni. Fiskeldi er ekki nýtt af nálinni. Það var búið að vara við áhrifum fiskeldisins á lífríkið fyrir löngu en ekkert gert fyrr en komið var í bál og brand. Fyrirtækin hafa haft afnot af sjó og landi fyrir málamyndagjald alla ríkisstjórnartíð Katrínar. Sama gildir raunar um hefðbundinn sjávarútveg sem greiðir alltof lítið fyrir afnot sín af auðlindinni; þar hefur engin breyting orðið í sanngirnisátt. Og eftir stendur, sem er satt, að yfirstandandi stefnumótun er meira og minna á forsendum útgerðarinnar. „Kolefnishlutleysi var lögfest á Alþingi 2021. Ísland er eitt af fáum ríkjum sem hefur gert það. Sama ár voru sett lög um hringrásarhagkerfi sem gerir það að verkum að núna erum við loksins farin að endurvinna lífræna úrganginn okkar alls staðar en ekki bara í sumum sveitarfélögum. Ísland er í öðru sæti í heimi þegar kemur rafbílavæðingu. Og vissulega finnst mér gott að það hafi dregið úr einnota plasti en greinilega sakna einhverjir plastpokanna sinna svo mikið að þeir taka ekki eftir neinu öðru sem gert er.“ Þetta er satt hjá Stefáni! Biðst velvirðingar og leiðrétti þetta raunar strax í gær. En eftir stendur að kolefnissporið dýpkar enn frá ári til árs og stjórnvöldum er sjálfum ljóst að markmiðin sem þau hafa vissulega lögfest munu aldrei nást og raunar alllangt frá því skv. spám Orkustofnunar. Lögfesting markmiðanna er því bara leikrit enda hefur það engar afleiðingar fyrir ríkið að ná þeim ekki. Á þessum vettvangi er átakanlegur skortur á róttækum aðgerðum. Papparör duga því miður ansi skammt. „Ástæðan fyrir því að meirihluti Alþingis ákvað að skipta fæðingarorlofi jafnt milli beggja foreldra og hafa sex vikur framseljanlegar var að meirihluti Alþingis styður jafnréttismarkmið fæðingarorlofskerfisins og vill tryggja jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og á vinnumarkaði. Og þar er forsætisráðherra vissulega fremst í flokki enda umhugað um jafnrétti kynjanna.“ 85% umsagna um frumvarpið kölluðu eftir auknari sveigjanleika en raunin varð. Það var aðeins hlustað á þröng sjónarmið um vinnumarkaðsþátttöku en litið framhjá öðrum t.d. um velferð barna. En hey, ég hrósaði ykkur nú fyrir þetta í grunninn! „Núverandi forsætisráðherra hefur lagt raunverulega vinnu í að skapa sátt um breytingar á stjórnarskrá og lagt fram framsæknar breytingatillögur í þá veru ólíkt flestum öðrum þingmönnum.“ „Vinna um að skapa sátt“ er ekki breyting á stjórnarskrá. Það liggur ekkert frumvarp fyrir um neinar breytingar. „Upphafi hvalveiðitímabils var frestað enda ekki hægt að bregðast ekki við áliti fagráðs um dýravelferð.“ Ég tel það hvernig var staðið að banninu engu að síður til marks um vonda stjórnsýslu og óttast að dómstólar og/eða umboðsmaður Alþingis komist að sömu niðurstöðu. „Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafa verið stóraukin í tíð þessarar ríkisstjórnar. Meðal annars hefur heilsugæslan verið stórefld, dregið úr gjöldum á sjúklinga í heilbrigðiskerfinu og loksins ráðist í byggingu nýs Landspítala sem engin ríkisstjórn hafði treyst sér í fram að því.“ Tölur segja eitt, ástandið á spítölunum annað. Hvernig túlkar stjórnin eiginlega vitnisburði heilbrigðisstarfsfólks í framlínunni. Eru stöðugar frásagnir þeirra um að staðan hafi sjaldan eða aldrei verið verri … hvað? Lygi? „Um þriðjungur nýrra íbúða hefur verið byggður með framlögum ríkisins á undanförnum árum sem er eðlisbreyting á íslenskum húsnæðismarki og til marks um stórauknar félagslegar áherslur í kerfinu. Það hefur verið mörkuð stefna í húsnæðismálum í fyrsta sinn en því miður hefur verið skortur á byggingarhæfum lóðum sem er umhugsunarefni fyrir sveitarfélögin.“ Það hefur vissulega verið mörkuð stefna (ég nefndi það í greininni) en svo tefja ráðherrar ríkisstjórnarinnar fyrir því að hægt sé að byrja að byggja á lóðum sem eru klárar (Skerjafjörður) og setja uppbyggingu á Keldnalandi í algjört uppnám með því að tala um að forsendur samgöngusáttmálans séu brostnar. Algjörlega ótrúlegt! „Fjármagnstekjuskattur hefur verið hækkaður og gjöld í heilbrigðiskerfinu lækkuð með markvissum skrefum allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við.“ Skrítið að heyra að vinstrimennirnir séu svona rosalega ánægðir með hvar við stöndum í samanburði við nágrannaþjóðir hvað þetta varðar (lágur fjármagnstekjuskattur, mikil gjaldtaka). Hér er punkturinn auðvitað sá að skattheimta er almennt mikil á þá sem hafa lítið milli handanna en lítil á þá sem hafa mikið. Auðsöfnun í efstu lögum þjóðfélagsins sýnir það svo ekki verður um villst. „Á Íslandi er tekið á móti hlutfallslega fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd en annars staðar á Norðurlöndum.“ Það ber vott um stórkostlega aftengingu við veruleikann að halda því fram að þessi málaflokkur sé ekki í algjöru rusli. Venesúela-fíaskóið er bara nýjasta dæmið í langri röð átakanlegra sorgarsagna. Sem sagt, (nær) engar rangfærslur, en fókusinn vissulega settur á önnur mál en stjórnin hefði viljað. Stóra umhugsunarefnið í þessu, fyrir þessi örfáu sem eftir eru í VG bönkernum, er að þau sjá gagnrýni, eins og þá sem ég setti fram í gær, bara sem einhvers konar PR mál. En ég er bara sendiboði sem hefur á orði það sem stærstur hluti fyrrum kjósenda VG hugsar. Fylgiskannanir sýna það svart á hvítu. Þessi stjórn hefur algjörlega brugðist trausti nær alls félagshyggjufólks. Einn kjörinn fulltrúi VG sagði við mig í vor í einkasamtali að honum gæti ekki verið meira sama um hvað mér, fyrrum flokksfélaganum og kjósandanum, þætti. Að ég skildi ekki hvað það væri erfitt að sitja í ríkisstjórn og hvað þau væru að standa sig vel í að standa í lappirnar gegn verstu tilhneigingum samstarfsflokkanna. Sorrí með mig, en mér finnst það bara ekkert rosalega góð pólitík.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar