Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 20:01 Fréttamenn fengu í fyrsta skipti að fara inn í Grindavík í dag en í síðustu viku var þeim meinaður aðgangur að bænum. Almannavarnir fyldu þeim eftir á nokkra staði þar sem skemmdirnar voru augljósastar. Vísir/Vilhelm Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf í fyrsta skipti frá því á þriðjudaginn í síðustu viku blaða-og fréttamönnum leyfi til að fara inn í Grindavík en aðeins í fylgd Almannavarna. Erlendir blaðamenn ásamt íslenskum kollegum sínum fengu að fara á þrjá staði á bænum þar sem skemmdir eru augljósastar. Fólk frá björgunarsveitum og almannavörnum sem hafa verið daglega í Grindavík frá rýmingunni föstudaginn 10. nóvember segir að sprunga sem liggur í gegnum bæinn sé stöðugt að gliðna. Það mátti sjá glitta í reyk og lagnir sem lágu hér og þar upp úr henni. Erlendir blaðamenn fengu að fara í hópferðabíl á vegum almannavarna inn í Grindavík í dag. Vísir/Berghildur Eins og í bíómynd Pálmi Þrastarsson björgunarsveitarmaður úr Grindavík hefur verið á vaktinni frá rýmingu. Hann segir að jarðhræringarnar hafi víða haft áhrif á bæinn. „Almennt er stærsti hluti bæjarins nokkuð góður. Það ber á minni háttar skemmdum víða um bæinn og svo stærri skemmdum á nokkrum stöðum,“ segir Pálmi. Hann segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftum frá því að rýming fór fram en skjálftarnir þá hafi verið rosalegir. „Það var stórundarlegt, eins og í amerískri bíómynd,“ segir hann. Spánverjar fylgjast vel með Meðal fréttamanna sem kannaði aðstæður í Grindavík í dag var Marcos Mendes frá Spáni. Hann segir að samlandar sínir hafi fylgst vel með jarðhræringunum í Grindavík einkum íbúar La Palma en eldfjall við borgina gaus 2021. „Við höfðum ekki tíma til að byggja varnargarða í La Palma á sínum tíma þannig að kvika fór inn í borgina þegar eldfjallið við borgina gaus. Íbúar þar hafa því mikinn áhuga á uppbyggingu varnargarðanna í Svartsengi og vona að sú þekking sem er að verða til þarna nýtist í áframhaldinu,“ segir Marcos. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf í fyrsta skipti frá því á þriðjudaginn í síðustu viku blaða-og fréttamönnum leyfi til að fara inn í Grindavík en aðeins í fylgd Almannavarna. Erlendir blaðamenn ásamt íslenskum kollegum sínum fengu að fara á þrjá staði á bænum þar sem skemmdir eru augljósastar. Fólk frá björgunarsveitum og almannavörnum sem hafa verið daglega í Grindavík frá rýmingunni föstudaginn 10. nóvember segir að sprunga sem liggur í gegnum bæinn sé stöðugt að gliðna. Það mátti sjá glitta í reyk og lagnir sem lágu hér og þar upp úr henni. Erlendir blaðamenn fengu að fara í hópferðabíl á vegum almannavarna inn í Grindavík í dag. Vísir/Berghildur Eins og í bíómynd Pálmi Þrastarsson björgunarsveitarmaður úr Grindavík hefur verið á vaktinni frá rýmingu. Hann segir að jarðhræringarnar hafi víða haft áhrif á bæinn. „Almennt er stærsti hluti bæjarins nokkuð góður. Það ber á minni háttar skemmdum víða um bæinn og svo stærri skemmdum á nokkrum stöðum,“ segir Pálmi. Hann segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftum frá því að rýming fór fram en skjálftarnir þá hafi verið rosalegir. „Það var stórundarlegt, eins og í amerískri bíómynd,“ segir hann. Spánverjar fylgjast vel með Meðal fréttamanna sem kannaði aðstæður í Grindavík í dag var Marcos Mendes frá Spáni. Hann segir að samlandar sínir hafi fylgst vel með jarðhræringunum í Grindavík einkum íbúar La Palma en eldfjall við borgina gaus 2021. „Við höfðum ekki tíma til að byggja varnargarða í La Palma á sínum tíma þannig að kvika fór inn í borgina þegar eldfjallið við borgina gaus. Íbúar þar hafa því mikinn áhuga á uppbyggingu varnargarðanna í Svartsengi og vona að sú þekking sem er að verða til þarna nýtist í áframhaldinu,“ segir Marcos.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira