Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. nóvember 2023 06:42 Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. Frá því á mánudaginn hefur dregið úr fjölda og stærð mældra skjálfta, dagana áður mældust 1500-1800 skjálftar á dag, segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn síðustu daga og mikill öldugangur einnig í grennd við Grindavík en slíkar aðstæður hafa áhrif á næmni jarðskjálftamæla til þess að nema minnstu skjálftana. Veðurstofan bendir þó á að einnig hafi dregið úr fjölda skjálfta yfir tveimur stigum að stærð og því megi gera ráð fyrir að áfram dragi úr skjálftavirkni þrátt fyrir skerta næmni mælakerfisins. Eins og greint var frá í gær verður almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Þetta þýðir að frá þeim tíma er öllum Grindvíkingum heimilt að fara inn í bæinn og sækja verðmæti og huga að eignum. Opnunin verður frá klukkan ellefu og fram til klukkan fjögur og í framhaldinu verður stefnt að því að hafa opin frá níu til fjögur, að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlausa rýmingu á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Grindavík er þó lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Frá því á mánudaginn hefur dregið úr fjölda og stærð mældra skjálfta, dagana áður mældust 1500-1800 skjálftar á dag, segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn síðustu daga og mikill öldugangur einnig í grennd við Grindavík en slíkar aðstæður hafa áhrif á næmni jarðskjálftamæla til þess að nema minnstu skjálftana. Veðurstofan bendir þó á að einnig hafi dregið úr fjölda skjálfta yfir tveimur stigum að stærð og því megi gera ráð fyrir að áfram dragi úr skjálftavirkni þrátt fyrir skerta næmni mælakerfisins. Eins og greint var frá í gær verður almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Þetta þýðir að frá þeim tíma er öllum Grindvíkingum heimilt að fara inn í bæinn og sækja verðmæti og huga að eignum. Opnunin verður frá klukkan ellefu og fram til klukkan fjögur og í framhaldinu verður stefnt að því að hafa opin frá níu til fjögur, að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlausa rýmingu á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Grindavík er þó lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira