Pistorius sleppt úr fangelsi í janúar Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 11:34 Oscar Pistorius var dæmdur í þrettán ára og fimm mánaða fangelsi. Honum verður sleppt á reynslulausn þann 5. janúar en þá verður hann búinn að sitja inn í tæp ellefu þar. AP/Themba Hadebe Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku hafa samþykkt umsókn Oscar Pistorius um reynslulausn. Honum verður því sleppt úr fangelsi þann 5. janúar. Talsmaður fangelsisyfirvalda segir að reynslulausninni fylgi skilyrði. Pistorius megi ekki fara frá Pretoriu, þar sem hann mun búa, án leyfis yfirvalda. Þá muni hann sækja reiðimeðferð. Hann verður á reynslulausn í fimm ár. Steenkamp og Pistorius í nóvember 2012.AP/Lucky Nxumalo Meira en tíu ár eru liðin frá því Pistoius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana í febrúar 2013. Hann skaut hana í gegnum hurð að baðherbergi þeirra og hefur haldið því fram að hann hafi talið að innbrotsþjófur hefði verið þar inni um miðja nótt. Hann og Steenkamp höfðu verið að rífast. Pistorius, sem varð 37 ára gamall í vikunni, hefur setið í fangelsi frá árinu 2014, þegar hann var fyrst dæmdur og það fyrir manndráp. Dómur hans var svo árið 2017 þyngdur í þrettán ár og fimm mánuði. Hann sótti um reynslulausn fyrr á þessu ári en umsókninni var hafnað í mars. Henni var hafnað á þeim grundvelli að hann hafði ekki afplánað nóg af dómi sínum til að eiga rétt á reynslulausn. Var honum tjáð að hann gæti fyrst sótt um í ágúst 2024. Í Suður-Afríku geta fangar, sem dæmdir eru fyrir alvarleg brot eins og morð, sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst helming af dómi þeirra. Úrskurðurinn í mars reyndist þó rangur vegna mistaka sem gerð voru af Hæstarétti Suður-Afríku og fékk hann því að sækja aftur um reynslulausn. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall en notaðist við stoðtæki, meðal annars frá Össuri. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Sjá einnig: Oscar Pistorius gæti verið sleppt úr fangelsi í dag Hann hefur ekki sést opinberlega frá því hann hóf afplánun sína. Móðir Steenkamp lagði gegn því að Pistoriusi yrði veitt reynslulausn í mars og sagðist hún ekki telja að Pistorius hefði sýnt iðrun eða að hann væri endurhæfður. June Steenkamp, móðir Reevu Steenkamp, í dómsal í Suður-Afríku árið 2017. Hún lagðist gegn því í mars að Pistorius yrði sleppt úr fangelsi á reynslulausn.AP Suður-Afríka Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistoriusi neitað um reynslulausn Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. 31. mars 2023 14:42 „Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01 „Ég hef alltaf trúað honum“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 15. apríl 2021 11:30 Dómur yfir Oscar Pistorius þyngdur í rúm þrettán ár Oscar Pistorius hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, árið 2013. 24. nóvember 2017 08:18 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Talsmaður fangelsisyfirvalda segir að reynslulausninni fylgi skilyrði. Pistorius megi ekki fara frá Pretoriu, þar sem hann mun búa, án leyfis yfirvalda. Þá muni hann sækja reiðimeðferð. Hann verður á reynslulausn í fimm ár. Steenkamp og Pistorius í nóvember 2012.AP/Lucky Nxumalo Meira en tíu ár eru liðin frá því Pistoius skaut Reevu Steenkamp, kærustu sína, til bana í febrúar 2013. Hann skaut hana í gegnum hurð að baðherbergi þeirra og hefur haldið því fram að hann hafi talið að innbrotsþjófur hefði verið þar inni um miðja nótt. Hann og Steenkamp höfðu verið að rífast. Pistorius, sem varð 37 ára gamall í vikunni, hefur setið í fangelsi frá árinu 2014, þegar hann var fyrst dæmdur og það fyrir manndráp. Dómur hans var svo árið 2017 þyngdur í þrettán ár og fimm mánuði. Hann sótti um reynslulausn fyrr á þessu ári en umsókninni var hafnað í mars. Henni var hafnað á þeim grundvelli að hann hafði ekki afplánað nóg af dómi sínum til að eiga rétt á reynslulausn. Var honum tjáð að hann gæti fyrst sótt um í ágúst 2024. Í Suður-Afríku geta fangar, sem dæmdir eru fyrir alvarleg brot eins og morð, sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst helming af dómi þeirra. Úrskurðurinn í mars reyndist þó rangur vegna mistaka sem gerð voru af Hæstarétti Suður-Afríku og fékk hann því að sækja aftur um reynslulausn. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall en notaðist við stoðtæki, meðal annars frá Össuri. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Sjá einnig: Oscar Pistorius gæti verið sleppt úr fangelsi í dag Hann hefur ekki sést opinberlega frá því hann hóf afplánun sína. Móðir Steenkamp lagði gegn því að Pistoriusi yrði veitt reynslulausn í mars og sagðist hún ekki telja að Pistorius hefði sýnt iðrun eða að hann væri endurhæfður. June Steenkamp, móðir Reevu Steenkamp, í dómsal í Suður-Afríku árið 2017. Hún lagðist gegn því í mars að Pistorius yrði sleppt úr fangelsi á reynslulausn.AP
Suður-Afríka Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistoriusi neitað um reynslulausn Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. 31. mars 2023 14:42 „Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01 „Ég hef alltaf trúað honum“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 15. apríl 2021 11:30 Dómur yfir Oscar Pistorius þyngdur í rúm þrettán ár Oscar Pistorius hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, árið 2013. 24. nóvember 2017 08:18 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Pistoriusi neitað um reynslulausn Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína. 31. mars 2023 14:42
„Sterkur og dvelur ekki við fötlun sína“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 18. apríl 2021 10:01
„Ég hef alltaf trúað honum“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. 15. apríl 2021 11:30
Dómur yfir Oscar Pistorius þyngdur í rúm þrettán ár Oscar Pistorius hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, árið 2013. 24. nóvember 2017 08:18