Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2023 13:42 Hannes (t.h.) með Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. Aðsend Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. Rússar gerðu í gærmorgun eina umfangsmestu drónaárás sem þeir hafa gert á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, frá því stríðið hófst. Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu var í borginni í gær, til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um Holodomor hópmorð Rússa á Úkraínumönnum þar sem um fjórar milljónir týndu lífi, nú þegar 90 ár eru liðin frá lokum þeirra. „Tímasetningin var nú engin tilviljun,“ segir Hannes Heimisson, sendiherra. Hann var staddur um 100 kílómetra vestur af Kænugarði þegar fréttastofa ræddi við hann, á leið sinni til Varsjár. Hannes er sendiherra í Póllandi en sendiskrifstofa hans hefur fyrirsvar vegna Búlgaríu, Rúmeníu og Úkraínu einnig á hendi. Flestir drónanna skotnir niður Enginn lést í árásum Rússa á Kænugarð í gær, en töluvert eignatjón varð. „Það kvikna oft eldar þegar þessir drónar lenda og stundum verður tjón. Margir þeirra eru skotnir niður. Úkraínumönnum tekst nú yfirleitt að skjóta niður þorra þessara dróna.“ Hannes segir eðlilega óþægilegt að vakna upp við sprengjudrunur. Hann þurfti þó ekki að færa sig um set vegna árásarinnar, ólíkt kollegum sínum. „Loftvarnarflauturnar byrjuðu að hringja tiltölulega snemma. Þannig að þeir komust ekkert upp á hótelherbergi og urðu að eyða nóttinni í loftvarnarbyrgi,“ segir Hannes. Þjóðin einhuga Á minningarathöfninni í gær, sem var haldin í þinghúsinu, ræddi Hannes meðal annars við Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. „Þjóðin stendur einhuga bak við sína pólitísku forystu og leitar allra leiða til sigurs í þessu stríði og til að reka Rússana aftur yfir landamærin heim til sín.“ Undanfarna mánuði hafa Rússar sparað sjálfsprengidróna sína og eldflaugar en Úkraínumenn óttast nú að umfangsmiklar árásir verði gerðar á orkuinnviði landsins í vetur, líkt og síðasta vetur. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Rússar gerðu í gærmorgun eina umfangsmestu drónaárás sem þeir hafa gert á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, frá því stríðið hófst. Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu var í borginni í gær, til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um Holodomor hópmorð Rússa á Úkraínumönnum þar sem um fjórar milljónir týndu lífi, nú þegar 90 ár eru liðin frá lokum þeirra. „Tímasetningin var nú engin tilviljun,“ segir Hannes Heimisson, sendiherra. Hann var staddur um 100 kílómetra vestur af Kænugarði þegar fréttastofa ræddi við hann, á leið sinni til Varsjár. Hannes er sendiherra í Póllandi en sendiskrifstofa hans hefur fyrirsvar vegna Búlgaríu, Rúmeníu og Úkraínu einnig á hendi. Flestir drónanna skotnir niður Enginn lést í árásum Rússa á Kænugarð í gær, en töluvert eignatjón varð. „Það kvikna oft eldar þegar þessir drónar lenda og stundum verður tjón. Margir þeirra eru skotnir niður. Úkraínumönnum tekst nú yfirleitt að skjóta niður þorra þessara dróna.“ Hannes segir eðlilega óþægilegt að vakna upp við sprengjudrunur. Hann þurfti þó ekki að færa sig um set vegna árásarinnar, ólíkt kollegum sínum. „Loftvarnarflauturnar byrjuðu að hringja tiltölulega snemma. Þannig að þeir komust ekkert upp á hótelherbergi og urðu að eyða nóttinni í loftvarnarbyrgi,“ segir Hannes. Þjóðin einhuga Á minningarathöfninni í gær, sem var haldin í þinghúsinu, ræddi Hannes meðal annars við Rúslan Stefantsjúk, forseta úkraínska þjóðþingsins. „Þjóðin stendur einhuga bak við sína pólitísku forystu og leitar allra leiða til sigurs í þessu stríði og til að reka Rússana aftur yfir landamærin heim til sín.“ Undanfarna mánuði hafa Rússar sparað sjálfsprengidróna sína og eldflaugar en Úkraínumenn óttast nú að umfangsmiklar árásir verði gerðar á orkuinnviði landsins í vetur, líkt og síðasta vetur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Utanríkismál Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01 Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20
Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01
Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24. nóvember 2023 17:01
Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. 24. nóvember 2023 12:56
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila