Flúði á tveimur jafnfljótum eftir rán í Fætur toga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 12:46 Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, með steininn í hendi sem nýttur var til innbrotsins í nótt. Vísir/Vilhelm Innbrotsþjófur braut rúðu í verslun Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík í nótt, og hafði með sér á brott peninga úr kassanum. Verslunareigandi segir málið hið leiðinlegasta enda um að ræða lítið fjölskyldufyrirtæki. Búðin er opin í dag eins og ekkert hafi í skorist. „Hér er bara allt á haus út af þessum leiðindum,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, í samtali við Vísi. Þjófurinn mætti á hjóli og notaði stóran stein til að brjóta rúðu og kom sér þannig inn í búðina. Eins og Vísir greindi frá tók Fjóla við rekstri búðarinnar í mars. Verslunin sérhæfir sig í sölu hlaupaskóa og gönguinnleggjum. Þjófurinn hafði þó lítinn áhuga á að taka með sér skó en tók með sér allt reiðufé úr kassanum. „Hann tók engar vörur en þetta er samt tjón, það er búið að brjóta rúðu og ljóst að þetta var vel skipulagt hjá honum, af því að þetta er vel vaktað svæði. Við sjáum það í myndavélum að hann mætti fyrst tíu mínútum áður og fer svo aftur. Það er mikil umferð hérna og hann fylgist vel með og kemur svo aftur.“ Ekki gaman að taka á móti viðskiptavinum með brotna rúðu Innbrotsþjófurinn var einungis eina mínútu inn í versluninni áður en hann lét sig hverfa. Fjóla segir málið nú inni á borði lögreglunnar. Myndavélakerfi verslunarinnar hafi tekið allt saman upp og vonar Fjóla að það muni einfalda lögreglunni að hafa uppi á þjófinum. „En þetta er alveg ömurlegt og setur auðvitað ákveðið strik í þetta hjá okkur að þetta eru risa söludagar og stærsti netsöludagurinn er í dag. Það hefur ekki verið gaman að taka á móti viðskiptavinum hér í morgun með brotna rúðu.“ Rúðubrotið er ekki fagurt að sjá en verslunin er opin í dag líkt og ekkert hafi í skorist. Vísir/Vilhelm Fjóla fékk hringingu í nótt þar sem hún var látin vita af innbrotinu og mætti hún eldsnemma í morgun í búðina. „Þannig að dagurinn hefur svolítið bara snúist um þetta og ég er mjög feginn að það hafi ekki verið starfsmaður sem þurfti að mæta og sjá þetta svona.“ Fjóla tekur fram að verslunin sé opin í dag, enda stærsta tilboðshelgi ársins enn í gangi og í dag svokallaður Cyber Monday. Mikil sala verslunarinnar fari auk þess fram á netinu og með rafrænni greiðslugátt. „Þannig að við notum lítið reiðufé í dag en þetta er mjög óþægilegt en þetta verður stór dagur í dag og gengur vonandi bara vel hjá okkur. Við sópuðum bara upp glerbrotunum og höfum útskýrt þetta fyrir fólki og auðvitað er þetta leiðinlegt, en við höldum bara okkar striki í dag.“ Fjóla bendir á að mikil umferð sé allajafna við verslunina á Höfðabakka. Þjófurinn hafi undirbúið sig vel. Vísir/Vilhelm Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Hér er bara allt á haus út af þessum leiðindum,“ segir Fjóla Signý Hannesdóttir, eigandi verslunarinnar, í samtali við Vísi. Þjófurinn mætti á hjóli og notaði stóran stein til að brjóta rúðu og kom sér þannig inn í búðina. Eins og Vísir greindi frá tók Fjóla við rekstri búðarinnar í mars. Verslunin sérhæfir sig í sölu hlaupaskóa og gönguinnleggjum. Þjófurinn hafði þó lítinn áhuga á að taka með sér skó en tók með sér allt reiðufé úr kassanum. „Hann tók engar vörur en þetta er samt tjón, það er búið að brjóta rúðu og ljóst að þetta var vel skipulagt hjá honum, af því að þetta er vel vaktað svæði. Við sjáum það í myndavélum að hann mætti fyrst tíu mínútum áður og fer svo aftur. Það er mikil umferð hérna og hann fylgist vel með og kemur svo aftur.“ Ekki gaman að taka á móti viðskiptavinum með brotna rúðu Innbrotsþjófurinn var einungis eina mínútu inn í versluninni áður en hann lét sig hverfa. Fjóla segir málið nú inni á borði lögreglunnar. Myndavélakerfi verslunarinnar hafi tekið allt saman upp og vonar Fjóla að það muni einfalda lögreglunni að hafa uppi á þjófinum. „En þetta er alveg ömurlegt og setur auðvitað ákveðið strik í þetta hjá okkur að þetta eru risa söludagar og stærsti netsöludagurinn er í dag. Það hefur ekki verið gaman að taka á móti viðskiptavinum hér í morgun með brotna rúðu.“ Rúðubrotið er ekki fagurt að sjá en verslunin er opin í dag líkt og ekkert hafi í skorist. Vísir/Vilhelm Fjóla fékk hringingu í nótt þar sem hún var látin vita af innbrotinu og mætti hún eldsnemma í morgun í búðina. „Þannig að dagurinn hefur svolítið bara snúist um þetta og ég er mjög feginn að það hafi ekki verið starfsmaður sem þurfti að mæta og sjá þetta svona.“ Fjóla tekur fram að verslunin sé opin í dag, enda stærsta tilboðshelgi ársins enn í gangi og í dag svokallaður Cyber Monday. Mikil sala verslunarinnar fari auk þess fram á netinu og með rafrænni greiðslugátt. „Þannig að við notum lítið reiðufé í dag en þetta er mjög óþægilegt en þetta verður stór dagur í dag og gengur vonandi bara vel hjá okkur. Við sópuðum bara upp glerbrotunum og höfum útskýrt þetta fyrir fólki og auðvitað er þetta leiðinlegt, en við höldum bara okkar striki í dag.“ Fjóla bendir á að mikil umferð sé allajafna við verslunina á Höfðabakka. Þjófurinn hafi undirbúið sig vel. Vísir/Vilhelm
Verslun Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent