Lífið

Háspenna þegar ÍA og KR mættust í undan­úr­slitum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvöru spenna í síðasta þætti af Kviss.
Alvöru spenna í síðasta þætti af Kviss.

Það var sannkallaður stórslagur í undanúrslitum Kviss á laugardagskvöldið þegar KR og ÍA mættust. Lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í mörg ár í knattspyrnu.

Saga Garðarsdóttir og Páll Óskar eru í liði KR og Arnór Smárason og Sigrún Ósk skipa lið ÍA.

Þegar þessi lið mætast er oftast spenna og það var heldur betur málið á laugardaginn. Það munaði aðeins einu stigi á þeim fyrir lokaspurninguna og þá var spurt um nafn, nafn sem er erlent og er mjög algengt, bæði sem skírnarnafn og ættarnafn. 

Samkvæmt hagfstofu ber enginn nafnið hér á Íslandi en aftur á móti er orð í íslensku sem hljómar svipað.

Hér að neðan má sjá hvernig þetta allt saman fór en áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þáttinn í heild sinni á veitum Stöðvar 2.

Klippa: Háspenna þegar ÍA og KR mættust í undanúrslitum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.