Ljótar sprungur en lítur miklu betur út en hann ímyndaði sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 15:36 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur var við mælingar í Grindavík í dag. Hann segir bæinn líta betur út en hann átti von á. Vísir/Einar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir Grindavík líta mun betur út en hann bjóst við. Nú þurfi Grindvíkingar að laga innviði svo að bærinn verði aftur íbúðarhæfur. Ármann var við mælingar í Grindavík þegar fréttastofu bar að garði. Þetta er fyrsta sinn sem Ármann fer inn í bæinn eftir að ósköp dundu þar yfir 10. nóvember síðastliðinn. „Við erum að kíkja aðeins á þessar sprungur og erum með tæki sem sér ofan í jörðina. Við erum aðeins að skoða hversu gapandi þær eru,“ segir Ármann. Gögnin sem safnast verða svo greind og von er á einhverjum niðurstöðum á næstu dögum, hversu stórar sprungurnar eru og breiðar. „Við erum aðeins að stilla tækin og þá getum við séð þetta, þar sem sprungan sést kannski ekki á yfirborði. Það getur sem sagt víða undir malbikinu verið gapandi sprunga, þó malbikið sé ekki alveg farið í sundur.“ Laga þarf klóak og rafmagnsleiðslur Hann segir Grindavík líta mun betur út en hann gerði sér vonir um. „Jú, jú, það eru ljótar sprungur hérna en að öðru leyti er þetta bara fínt finnst mér - svona ef maður getur notað það orð, þá lítur þetta miklu betur út en maður ímyndaði sér. Eftir öll lætin lítur þetta bara mjög vel út,“ segir hann. Hann segir vonandi að þeim látum sem hófust 10. nóvember fari að ljúka, þó jarðhræringaskeið á Reykjanesi muni vara hið minnsta í einhver ár í viðbót. „Ef svo er þá ættu heimamenn að geta klárað að laga innviðina. Það eru klóak og rafmagnsleiðslur og svona sem er slitið. Það þarf að finna út úr því og laga það og þá ætti að verða orðið íbúðarhæft hvað úr hverju,“ segir Ármann. Getur fólk farið að anda rólega? „Já, ég held að fólk geti farið að anda rólegar núna og eins og stendur eru mestar líkur að gos, ef það verður á þessari sprungu, komi upp í Hagafelli, Sílingarfelli eða Stóra Skógfelli. Því norðar semþað er því betra, þá þurfa menn ekki að stressa sig hér. Það er alla vega algjörlega fyrirséð að það gjósi ekki inni í bænum. Það er upp frá í hæðunum hér fyrir ofan sem eru mestar líkur ef úr því verður.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01 Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Ármann var við mælingar í Grindavík þegar fréttastofu bar að garði. Þetta er fyrsta sinn sem Ármann fer inn í bæinn eftir að ósköp dundu þar yfir 10. nóvember síðastliðinn. „Við erum að kíkja aðeins á þessar sprungur og erum með tæki sem sér ofan í jörðina. Við erum aðeins að skoða hversu gapandi þær eru,“ segir Ármann. Gögnin sem safnast verða svo greind og von er á einhverjum niðurstöðum á næstu dögum, hversu stórar sprungurnar eru og breiðar. „Við erum aðeins að stilla tækin og þá getum við séð þetta, þar sem sprungan sést kannski ekki á yfirborði. Það getur sem sagt víða undir malbikinu verið gapandi sprunga, þó malbikið sé ekki alveg farið í sundur.“ Laga þarf klóak og rafmagnsleiðslur Hann segir Grindavík líta mun betur út en hann gerði sér vonir um. „Jú, jú, það eru ljótar sprungur hérna en að öðru leyti er þetta bara fínt finnst mér - svona ef maður getur notað það orð, þá lítur þetta miklu betur út en maður ímyndaði sér. Eftir öll lætin lítur þetta bara mjög vel út,“ segir hann. Hann segir vonandi að þeim látum sem hófust 10. nóvember fari að ljúka, þó jarðhræringaskeið á Reykjanesi muni vara hið minnsta í einhver ár í viðbót. „Ef svo er þá ættu heimamenn að geta klárað að laga innviðina. Það eru klóak og rafmagnsleiðslur og svona sem er slitið. Það þarf að finna út úr því og laga það og þá ætti að verða orðið íbúðarhæft hvað úr hverju,“ segir Ármann. Getur fólk farið að anda rólega? „Já, ég held að fólk geti farið að anda rólegar núna og eins og stendur eru mestar líkur að gos, ef það verður á þessari sprungu, komi upp í Hagafelli, Sílingarfelli eða Stóra Skógfelli. Því norðar semþað er því betra, þá þurfa menn ekki að stressa sig hér. Það er alla vega algjörlega fyrirséð að það gjósi ekki inni í bænum. Það er upp frá í hæðunum hér fyrir ofan sem eru mestar líkur ef úr því verður.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01 Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01
Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53