„Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 21:01 Kristinn Óli skaust upp á stjörnuhimininn með lagið BOBA ásamt Jóa Pé árið 2017. Móðurskipið Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Kiddi, eins og hann er kallaður, er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Í þættinum segir Kiddi frá andlegum áskorunum og leið hans í sjálfsvinnu og úrvinnslu með útgáfu ljóðabókarinnar, Maður lifandi. Þar lýsir hann líðan sinni og speglar veruleikann hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Kiddi var tíu ára gamall þegar hann var greindur með ofvirkni, athyglisbrest, tourette, og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hann lýsir lífinu sem nokkurs konar atómsprengju. „Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn,“ segir Kiddi. Hafði skipulagt dauðdaga sinn Í febrúar 2019 fór hann á myrkan stað þar sem hann hafði tekið ákvörðun um að kveðja. Óvænt atburðarás varð til þess að hann hætti við. Vinur hans, Jói Pé, þvældist fyrir því án þess að hafa hugmynd um það. „Ég var búinn að plana þetta allt í hausnum á mér og fara á afskekktan stað þar sem enginn náinn fjölskyldumeðlimur myndi finna mig,“ segir Kiddi. Hann lét engan vita af ætlunarverki sínu. „Ég var kominn á þann stað að ég sá fegurðina í hlutunum. Fyrir mér var þetta bara fallegt. Ég var að taka síðasta giggið með strákunum og keppti nokkrum dögum áður síðustu Morfís-keppnina mína, sem er eitthvað sem mér hefur þótt alltaf mjög skemmtilegt. Þetta endar á því að ég kemst ekki í þetta,“ segir hann og kveðst hræðast sjálfan sig í þessu hugarástandi. Kiddi segist ekki hræðast dauðann heldur taki hann honum opnum örmum. „Ég væri að ljúga ef ég segði það að ég væri ekki til í að lenda í einhverju bílslysi á eftir. Mér finnst dauðinn bara mjög falleg pæling,“ segir Kiddi. Hvernig ertu þá lifandi? „Ég vil ekki bregðast fólki. Ég á kærustu og kynntist henni fimm mánuðum eftir að þetta atvik átti sér stað. Það er hættulegt að segja þetta, ég hef ekki sagt henni þetta en hún hefur bara haldið mér á lífi,“ segir Kiddi. Hann tekur fram að hann mynd ekki fremja sjálfsvíg þrátt fyrir að þau myndu hætta saman. Hann lifi einnig fyrir fjölskyldu sína og vini. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tónlist Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Kiddi, eins og hann er kallaður, er nýjasti gestur Einars Bárðarsonar í hlaðvarpsþættinum Einmitt. Í þættinum segir Kiddi frá andlegum áskorunum og leið hans í sjálfsvinnu og úrvinnslu með útgáfu ljóðabókarinnar, Maður lifandi. Þar lýsir hann líðan sinni og speglar veruleikann hverju sinni. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Kiddi var tíu ára gamall þegar hann var greindur með ofvirkni, athyglisbrest, tourette, og áráttu- og þráhyggjuröskun. Hann lýsir lífinu sem nokkurs konar atómsprengju. „Dalirnir sem maður gengur í gegnum breytast ekkert þótt maður þekki þá betur. Það er alltaf sama myrkrið og sami kuldinn,“ segir Kiddi. Hafði skipulagt dauðdaga sinn Í febrúar 2019 fór hann á myrkan stað þar sem hann hafði tekið ákvörðun um að kveðja. Óvænt atburðarás varð til þess að hann hætti við. Vinur hans, Jói Pé, þvældist fyrir því án þess að hafa hugmynd um það. „Ég var búinn að plana þetta allt í hausnum á mér og fara á afskekktan stað þar sem enginn náinn fjölskyldumeðlimur myndi finna mig,“ segir Kiddi. Hann lét engan vita af ætlunarverki sínu. „Ég var kominn á þann stað að ég sá fegurðina í hlutunum. Fyrir mér var þetta bara fallegt. Ég var að taka síðasta giggið með strákunum og keppti nokkrum dögum áður síðustu Morfís-keppnina mína, sem er eitthvað sem mér hefur þótt alltaf mjög skemmtilegt. Þetta endar á því að ég kemst ekki í þetta,“ segir hann og kveðst hræðast sjálfan sig í þessu hugarástandi. Kiddi segist ekki hræðast dauðann heldur taki hann honum opnum örmum. „Ég væri að ljúga ef ég segði það að ég væri ekki til í að lenda í einhverju bílslysi á eftir. Mér finnst dauðinn bara mjög falleg pæling,“ segir Kiddi. Hvernig ertu þá lifandi? „Ég vil ekki bregðast fólki. Ég á kærustu og kynntist henni fimm mánuðum eftir að þetta atvik átti sér stað. Það er hættulegt að segja þetta, ég hef ekki sagt henni þetta en hún hefur bara haldið mér á lífi,“ segir Kiddi. Hann tekur fram að hann mynd ekki fremja sjálfsvíg þrátt fyrir að þau myndu hætta saman. Hann lifi einnig fyrir fjölskyldu sína og vini. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tónlist Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira