„Flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. nóvember 2023 19:15 Perla Ruth Albertsdóttir var valin besti leikmaður Íslands í dag af IHF. Vísir/Hulda Margrét „Við ætluðum okkur sigur í þessum leik. Sást á löngum köflum að við eigum fullt erindi í að spila við þessar stelpur og gátum alveg unnið þær,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta. Ísland tapaði með sex marka mun í fyrsta leik liðsins á HM. Slæm byrjun kostaði liðið en íslensku stelpurnar léku frábærlega á köflum og voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Slóvenía stakk af undir lok leiks. Perla Ruth var valin best í liði Íslands í dag og ræddi við RÚV eftir leik, henni fannst Ísland eiga skilið meira úr leiknum. „Ég man varla eftir leiknum akkúrat núna. Það komu augnablik þar sem þær fengu of auðvelda bolta og hraðaupphlaup, of auðveld víti. Fannst þær fá mun meira af auðveldum mörkum en við, ætli munurinn hafi ekki verið þar.“ Var stress ástæða fyrir slakri byrjun íslenska liðsins? „Pottþétt eitthvað svoleiðis. Þær eru búnar að spila mörg stórmót í röð en flestar okkar á sínu fyrsta og flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Langflestar í raun að spila þann leik. Maður bjóst alveg að það yrði smá stress í byrjun.“ „Náðum næstum því að jafna, fannst við vera með þær en það small ekki alveg.“ Perla var spurð út í tilfinninguna að vera maður leiksins í íslenska liðinu. „Mjög blendnar tilfinningar. Ég er mjög glöð og stolt. Við fengum fullt af orku frá fólkinu okkar úr stúkunni, að sjá fólkið sitt í fyrsta sinn í marga daga gaf manni mikið.“ „Geggjuð stúka, Sérsveitin og allt fólkið okkar. Íslendingar eru bara geggjaðir og við erum þakklátar fyrir hvað mörg eru mætt að styðja við bakið á okkur. Ætlum að ná í sigur fyrir íslensku þjóðina í næstu leikjum,“ sagði Perla Ruth að endingu. Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun í fyrsta leik liðsins á HM. Slæm byrjun kostaði liðið en íslensku stelpurnar léku frábærlega á köflum og voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Slóvenía stakk af undir lok leiks. Perla Ruth var valin best í liði Íslands í dag og ræddi við RÚV eftir leik, henni fannst Ísland eiga skilið meira úr leiknum. „Ég man varla eftir leiknum akkúrat núna. Það komu augnablik þar sem þær fengu of auðvelda bolta og hraðaupphlaup, of auðveld víti. Fannst þær fá mun meira af auðveldum mörkum en við, ætli munurinn hafi ekki verið þar.“ Var stress ástæða fyrir slakri byrjun íslenska liðsins? „Pottþétt eitthvað svoleiðis. Þær eru búnar að spila mörg stórmót í röð en flestar okkar á sínu fyrsta og flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum. Langflestar í raun að spila þann leik. Maður bjóst alveg að það yrði smá stress í byrjun.“ „Náðum næstum því að jafna, fannst við vera með þær en það small ekki alveg.“ Perla var spurð út í tilfinninguna að vera maður leiksins í íslenska liðinu. „Mjög blendnar tilfinningar. Ég er mjög glöð og stolt. Við fengum fullt af orku frá fólkinu okkar úr stúkunni, að sjá fólkið sitt í fyrsta sinn í marga daga gaf manni mikið.“ „Geggjuð stúka, Sérsveitin og allt fólkið okkar. Íslendingar eru bara geggjaðir og við erum þakklátar fyrir hvað mörg eru mætt að styðja við bakið á okkur. Ætlum að ná í sigur fyrir íslensku þjóðina í næstu leikjum,“ sagði Perla Ruth að endingu.
Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira