Fékk sama fjölda í hádegismat og fyrir skjálftana Árni Sæberg skrifar 30. nóvember 2023 22:16 Vilhjálmur J. Lárusson er hvergi banginn. Vísir Veitingamaður í Grindavík opnaði veitingastað sinn í fyrsta skipti eftir rýmingu bæjarins í dag. Hann fékk um 150 manns í hádegismat. Vilhjálmur J. Lárusson rekur Sjómannastofuna Vör í Grindavík og þurfti eins og aðrir grindvískir veitingamenn að skella í lás þann 11. nóvember síðastliðinn, þegar bærinn var rýmdur. Líf er að kvikna á ný í Grindavík og atvinnurekstur hefur verið heimiliður í nokkra daga. Vilhjálmur ákvað að slá til í dag og hafa opið í hádeginu. Fréttamaður leit við hjá honum og víðar í Grindavík í dag. „Það gekk bara mjög vel og við lokuðum hérna klukkan tvö. Það hafa verið um 150 manns hérna í hádeginu, sem er bara fínt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það jafnast á við venjulegan dag fyrir upphaf skjálftahrinunnar en að hann hafi ekki búist við svo mörgum í dag. Hann segir flesta gesti hafa verið iðnaðarmenn sem nú vinna í bænum þrátt fyrir þær hörmungar sem ganga yfir. Þó hafi nokkrir kíkt í hádegismat sem voru að huga að heimilum sínum. „Væntanlega að nota klósettið hér af því að þú mátt ekki nota klósettið heima hjá þér.“ Hljóðið í þeim hafi verið gott og að þeir stefni allir að því að koma heim aftur. Ætlar heim fyrir jól Vilhjálmur segist munu hafa opið eins lengi og hann getur. Á morgun verði boðið upp á kalkúnabringur og fisk. „Ég verð með opið þangað til að það fer að gjósa, ef það gerist.“ Þá er hann staðráðinn í því að halda jólin heima hjá sér. „Já, ég er þar. Ég veit ekki hvernig aðrir ætla að hafa það. En hjá mér verða jólin og áramótin í Grindavík. Grindavík Veitingastaðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48 Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Vilhjálmur J. Lárusson rekur Sjómannastofuna Vör í Grindavík og þurfti eins og aðrir grindvískir veitingamenn að skella í lás þann 11. nóvember síðastliðinn, þegar bærinn var rýmdur. Líf er að kvikna á ný í Grindavík og atvinnurekstur hefur verið heimiliður í nokkra daga. Vilhjálmur ákvað að slá til í dag og hafa opið í hádeginu. Fréttamaður leit við hjá honum og víðar í Grindavík í dag. „Það gekk bara mjög vel og við lokuðum hérna klukkan tvö. Það hafa verið um 150 manns hérna í hádeginu, sem er bara fínt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það jafnast á við venjulegan dag fyrir upphaf skjálftahrinunnar en að hann hafi ekki búist við svo mörgum í dag. Hann segir flesta gesti hafa verið iðnaðarmenn sem nú vinna í bænum þrátt fyrir þær hörmungar sem ganga yfir. Þó hafi nokkrir kíkt í hádegismat sem voru að huga að heimilum sínum. „Væntanlega að nota klósettið hér af því að þú mátt ekki nota klósettið heima hjá þér.“ Hljóðið í þeim hafi verið gott og að þeir stefni allir að því að koma heim aftur. Ætlar heim fyrir jól Vilhjálmur segist munu hafa opið eins lengi og hann getur. Á morgun verði boðið upp á kalkúnabringur og fisk. „Ég verð með opið þangað til að það fer að gjósa, ef það gerist.“ Þá er hann staðráðinn í því að halda jólin heima hjá sér. „Já, ég er þar. Ég veit ekki hvernig aðrir ætla að hafa það. En hjá mér verða jólin og áramótin í Grindavík.
Grindavík Veitingastaðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48 Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48
Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14