Cybertruck þeysist um Ísland í kynningarmyndbandi Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 14:15 Trukknum var ekið víða um land, meðal annars um Öldufellsleið. Tesla Cybertruck, nýjasta afurð bandaríska bílaframleiðandans Tesla, var formlega settur á sölu í gær. Trukkurinn var kynntur með myndskeiði sem tekið var upp hér á landi. Trukkurinn, sem hefur verið lengi í þróun og vakið mikla athygli fyrir nýstárlegt útlit og digurbarklegar yfirlýsingar Elons Musk, forstjóra Tesla, um ágæti hans. Í ágúst var greint frá því að sést hefði til trukksins hér á landi. Þá var nokkuð ljóst að auglýsing væri í framleiðslu og nú hefur afurðin verið birt. Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan: Samhliða auglýsingunni var verð trukksins tilkynnt í fyrsta skipti. Grunnútgáfa Cybertruck kostar 61 þúsund dali, eða um 8,5 milljónir króna, í Bandaríkjunum. Dýrasta útgáfan, sem kölluð er Cyberbeast, kostar hundrað þúsund dali, um 14 milljónir króna. Til samanburðar kostar dýrasta útgáfa af Tesla Model X 95 þúsund dali ytra og 14,4 milljónir króna, án virðisaukaskatts, hér á landi. Tesla Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent
Trukkurinn, sem hefur verið lengi í þróun og vakið mikla athygli fyrir nýstárlegt útlit og digurbarklegar yfirlýsingar Elons Musk, forstjóra Tesla, um ágæti hans. Í ágúst var greint frá því að sést hefði til trukksins hér á landi. Þá var nokkuð ljóst að auglýsing væri í framleiðslu og nú hefur afurðin verið birt. Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér að neðan: Samhliða auglýsingunni var verð trukksins tilkynnt í fyrsta skipti. Grunnútgáfa Cybertruck kostar 61 þúsund dali, eða um 8,5 milljónir króna, í Bandaríkjunum. Dýrasta útgáfan, sem kölluð er Cyberbeast, kostar hundrað þúsund dali, um 14 milljónir króna. Til samanburðar kostar dýrasta útgáfa af Tesla Model X 95 þúsund dali ytra og 14,4 milljónir króna, án virðisaukaskatts, hér á landi.
Tesla Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent
Tesla Cybertruck á Íslandi Það sást til Cybertruck, óútkomins pallbíls frá Tesla, á Langjökli í gær. Á myndbandi frá jöklinum virðist sem verið sé að taka upp auglýsingu fyrir bílinn sem á að koma út á seinni hluta ársins. 20. ágúst 2023 23:08