Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að hún hafi látist í morgun af völdum heilabilunar og öndunarfærasjúkdóms í Pheonix í Arizona.
Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, tilnefndi hana sem hæstaréttardómara árið 1981, fyrsta kvenna. Hún gengdi embættinu í 24 ár þar til hún settist í helgan stein árið 2006.
Hún var talin til frjálslyndari íhaldsmanna í hæstarétti Bandaríkjanna en George W. Bush tilnefndi Samuel Alito í hennar stað. Hann er með íhaldssamari dómurum hæstaréttar.