„Lærum eitthvað nýtt á hverjum degi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 11:01 Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson íbygginn á hliðarlínunni á leiknum við Slóveníu. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir að leikmenn og starfsteymi íslenska kvennalandsliðsins læri margt á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Ísland mætir Ólympíumeisturum Frakka klukkan 17:00 í dag. Ísland þurfti að þola svekkjandi tap fyrir Slóveníu í fyrradag þar sem slæmur upphafs- og lokakafli hafði mikið að segja. „Við erum búin að fara aðeins yfir klippur og reynum að læra af leiknum (við Slóveníu) sem er mjög mikilvægt fyrir okkur á þeirri vegferð sem við erum á. Það er bara áfram gakk og annar leikur strax. Þetta er ákveðin kúnst sem fylgir því að vera á svona stóru móti og við lærum eitthvað nýtt hérna á hverjum degi,“ segir Arnar. Liðið í lærdómsferð Ísland fékk á sig tíu mörk af línunni í gær og fjölda úr hraðaupphlaupum eftir tapaða bolta. Arnar nefnir lærdóm en hvaða lærdómur er það sem helst þarf að draga af leiknum? „Við þurfum í öllum þáttum leiksins að halda áfram að bæta við. Það er alveg rétt að við erum fá töluvert af mörkum á okkur úr hröðum upphlaupum þar sem við erum að tapa boltanum. Þetta helsti munurinn á þessum toppgæðabolta, refsingarnar eru harðari í hvert skipti sem þú tapar boltanum,“ „Við þurfum að læra helling og skoða helling en það var líka vitað fyrirfram að þetta yrði lærdómsferð og við lærðum helling af þessum leik í gær,“ segir Arnar. Klippa: Læra margt á hverjum einasta degi Frammistaða fram yfir úrslit Ljóst er að verkefnin gerast ekki mikið erfiðari en að mæta Frökkum. En getur Ísland þá farið heldur pressulaust inn í leik dagsins? „Við eigum ekki að vera að stressa okkur á einu né neinu hvað varðar úrslit í þeim leik. Við eigum að setja þá pressu á okkur að standa okkur og halda áfram að bæta okkar leik. Það er pressan sem við setjum alltaf á okkur að mæta hundrað prósent inn í leikina, að gera okkar besta og vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Við gerum það á morgun og sjáum hversu langt það fer með okkur,“ segir Arnar. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30 Keðjureyktu á meðan stelpurnar fóru í viðtöl: „Auðvitað furðulegt“ Leikmenn franska kvennalandsliðsins í handbolta tóku sér reykpásu hver á eftir annarri á meðan leikmenn Íslands sinntu viðtölum við fjölmiðla. Liðin deila hóteli í Stafangri. 1. desember 2023 13:30 Segir illa að sér vegið: „Búin að standa mig mjög vel!“ Það er fátt sem landsliðskonur í handbolta geta sameinast eins mikið um og að Þórey Rósa Stefánsdóttir mæti oftast þeirra seint. Þórey Rósa þvertekur fyrir slíkt. 30. nóvember 2023 09:31 Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira
Ísland þurfti að þola svekkjandi tap fyrir Slóveníu í fyrradag þar sem slæmur upphafs- og lokakafli hafði mikið að segja. „Við erum búin að fara aðeins yfir klippur og reynum að læra af leiknum (við Slóveníu) sem er mjög mikilvægt fyrir okkur á þeirri vegferð sem við erum á. Það er bara áfram gakk og annar leikur strax. Þetta er ákveðin kúnst sem fylgir því að vera á svona stóru móti og við lærum eitthvað nýtt hérna á hverjum degi,“ segir Arnar. Liðið í lærdómsferð Ísland fékk á sig tíu mörk af línunni í gær og fjölda úr hraðaupphlaupum eftir tapaða bolta. Arnar nefnir lærdóm en hvaða lærdómur er það sem helst þarf að draga af leiknum? „Við þurfum í öllum þáttum leiksins að halda áfram að bæta við. Það er alveg rétt að við erum fá töluvert af mörkum á okkur úr hröðum upphlaupum þar sem við erum að tapa boltanum. Þetta helsti munurinn á þessum toppgæðabolta, refsingarnar eru harðari í hvert skipti sem þú tapar boltanum,“ „Við þurfum að læra helling og skoða helling en það var líka vitað fyrirfram að þetta yrði lærdómsferð og við lærðum helling af þessum leik í gær,“ segir Arnar. Klippa: Læra margt á hverjum einasta degi Frammistaða fram yfir úrslit Ljóst er að verkefnin gerast ekki mikið erfiðari en að mæta Frökkum. En getur Ísland þá farið heldur pressulaust inn í leik dagsins? „Við eigum ekki að vera að stressa okkur á einu né neinu hvað varðar úrslit í þeim leik. Við eigum að setja þá pressu á okkur að standa okkur og halda áfram að bæta okkar leik. Það er pressan sem við setjum alltaf á okkur að mæta hundrað prósent inn í leikina, að gera okkar besta og vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Við gerum það á morgun og sjáum hversu langt það fer með okkur,“ segir Arnar. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30 Keðjureyktu á meðan stelpurnar fóru í viðtöl: „Auðvitað furðulegt“ Leikmenn franska kvennalandsliðsins í handbolta tóku sér reykpásu hver á eftir annarri á meðan leikmenn Íslands sinntu viðtölum við fjölmiðla. Liðin deila hóteli í Stafangri. 1. desember 2023 13:30 Segir illa að sér vegið: „Búin að standa mig mjög vel!“ Það er fátt sem landsliðskonur í handbolta geta sameinast eins mikið um og að Þórey Rósa Stefánsdóttir mæti oftast þeirra seint. Þórey Rósa þvertekur fyrir slíkt. 30. nóvember 2023 09:31 Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira
Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30
Keðjureyktu á meðan stelpurnar fóru í viðtöl: „Auðvitað furðulegt“ Leikmenn franska kvennalandsliðsins í handbolta tóku sér reykpásu hver á eftir annarri á meðan leikmenn Íslands sinntu viðtölum við fjölmiðla. Liðin deila hóteli í Stafangri. 1. desember 2023 13:30
Segir illa að sér vegið: „Búin að standa mig mjög vel!“ Það er fátt sem landsliðskonur í handbolta geta sameinast eins mikið um og að Þórey Rósa Stefánsdóttir mæti oftast þeirra seint. Þórey Rósa þvertekur fyrir slíkt. 30. nóvember 2023 09:31
Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00
PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31