HM í handbolta: Gestgjafaþjóðirnar fögnuðu allar sigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 21:02 Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs gegn Austurríki og tryggði þeim sæti í úrslitakeppninni. Vísir/EPA Allar þrjár gestgjafaþjóðir Heimsmeistaramótsins í handbolta stigu samtímis á gólf í kvöld og Spáni tókst að tryggja sig áfram upp úr riðlinum. HM í handbolta fer fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku þessa dagana. Þórir Hergeirsson stýrði norska liðinu til sigurs gegn Grænlandi í opnunarleik mótsins og aftur gegn Austurríki í kvöld sem tryggði þeim sæti í úrslitakepninni. Noregur tryggði sér með þessum sigri sæti í úrslitakeppninni en næst leika þær úrslitaleik við S-Kóreu um efsta sætið. Þær eru að sjálfsögðu ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar og ætla sér alla leið á mótinu. Svíþjóð fór svo létt með Kína á heimavelli sínum í Gautaborg. Þetta var fyrsti leikur beggja liða á mótinu en með þeim í riðli eru Senegal og Króatía, sem gerðu jafntefli sín á milli fyrr í dag. Svíarnir voru mun líklegri til sigurs þegar spáð var í spilin fyrir leik, spáin raungerðist svo en þær sænsku áttu aldrei í vandræðum með þær kínversku. Kína er mætt til leiks á átjánda Heimsmeistaramótið sitt í röð, en hefur aldrei komist áfram í úrslitakeppninna. Danmörk lék sömuleiðis sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær tóku á móti Serbíu. Þær dönsku þykja sigurstranglegar á mótinu og sönnuðu það með góðri frammistöðu gegn ungu og feykisterku liði Serba. Spáni tókst svo að tryggja sig áfram í úrslitakeppni mótsins með öruggum sigri gegn Úkraínu. Þær byrjuðu mótið á afturfótunum og lentu í miklum vandræðum með Kasakhstan í fyrsta leiknum en sýndu snilli sína í kvöld. Þær leika næst hreinan úrslitaleik gegn Brasilíu um sigur í G-riðli. Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri. HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Tengdar fréttir Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira
HM í handbolta fer fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku þessa dagana. Þórir Hergeirsson stýrði norska liðinu til sigurs gegn Grænlandi í opnunarleik mótsins og aftur gegn Austurríki í kvöld sem tryggði þeim sæti í úrslitakepninni. Noregur tryggði sér með þessum sigri sæti í úrslitakeppninni en næst leika þær úrslitaleik við S-Kóreu um efsta sætið. Þær eru að sjálfsögðu ríkjandi Evrópu- og Heimsmeistarar og ætla sér alla leið á mótinu. Svíþjóð fór svo létt með Kína á heimavelli sínum í Gautaborg. Þetta var fyrsti leikur beggja liða á mótinu en með þeim í riðli eru Senegal og Króatía, sem gerðu jafntefli sín á milli fyrr í dag. Svíarnir voru mun líklegri til sigurs þegar spáð var í spilin fyrir leik, spáin raungerðist svo en þær sænsku áttu aldrei í vandræðum með þær kínversku. Kína er mætt til leiks á átjánda Heimsmeistaramótið sitt í röð, en hefur aldrei komist áfram í úrslitakeppninna. Danmörk lék sömuleiðis sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær tóku á móti Serbíu. Þær dönsku þykja sigurstranglegar á mótinu og sönnuðu það með góðri frammistöðu gegn ungu og feykisterku liði Serba. Spáni tókst svo að tryggja sig áfram í úrslitakeppni mótsins með öruggum sigri gegn Úkraínu. Þær byrjuðu mótið á afturfótunum og lentu í miklum vandræðum með Kasakhstan í fyrsta leiknum en sýndu snilli sína í kvöld. Þær leika næst hreinan úrslitaleik gegn Brasilíu um sigur í G-riðli. Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri.
Úrslit kvöldsins á HM í handbolta: Svíþjóð - Kína 36-24 Austurríki - Noregur 28-45 Danmörk - Serbía 25-21 Spánn - Úkraína 32-20
HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Tengdar fréttir Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira
Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1. desember 2023 19:30