Vítabaninn Elín Jóna: „Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 19:31 Elín Jóna fagnar einni af markvörslum sínum í dag. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti magnaðan leik er Ísland tapaði með níu marka mun fyrir Frökkum í D-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í kvöld. Hún kveðst fara sátt á koddann. Íslenska liðið byrjaði brösuglega og átti fá svör við gífurlega vel æfðu, hröðu og gæðamiklu frönsku liði sem komst 7-0 yfir. Eftir að hafa farið tíu mörkum undir til búningsherbergja í hálfleik vannst hins vegar seinni hálfleikurinn og munurinn að endingu níu mörk, 31-22. Klippa: Vítabaninn Elín Jóna: Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni? Elín Jóna fagnar andlegum styrk íslenska liðsins og karakternum að gefast aldrei upp. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við lendum aftur á erfiðri byrjun en gefumst ekki upp, erum með kassann úti og það er akkúrat það sem við vildum í þessum leik. Að gefast ekki upp, við unnum seinni hálfleik og ég er mjög glöð að við náðum því.“ „Þær eru með frábært lið, frábæra leikmenn í öllum stöðum og það er enginn veikur hlekkur hjá þeim neinsstaðar. Þetta var erfið byrjun en eins og ég segi er ég ótrúlega glöð að við hættum ekki og gáfum extra í,“ segir Elín Jóna. Skemmtilegra eftir því sem leið á Elín Jóna átti stóran þátt í því að Ísland hélt í við Frakka, ef svo má að orði komast, eftir því sem leið á. Hún varði oftar en einu sinni úr hraðaupphlaupum og varði alls 14 skot í leik þar sem flest færi Frakka voru dauðafæri. „Þetta voru ekkert skemmtilegar fyrstu mínútur, sko. En svo fann maður aðeins ryþmann og það var gott að komast aðeins inn í leikinn,“ segir hógvær Elín Jóna. Hún varði fjögur vítaskot af þeim fimm sem hún fékk á sig í leiknum. Aðspurð hvort hún hafi gert slíkt áður segir Elín: „Aldrei, held ég. Það hefur aldrei gerst. Já, vá, fjögur? Í alvörunni? Já, ég er mjög stolt.“ Og ekki verra að gera það gegn Ólympíumeisturum Frakka á HM? „Nei, nákvæmlega. Guð. Ég fer allavega glöð að sofa.“ segir brosandi Elín Jóna að lokum. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði brösuglega og átti fá svör við gífurlega vel æfðu, hröðu og gæðamiklu frönsku liði sem komst 7-0 yfir. Eftir að hafa farið tíu mörkum undir til búningsherbergja í hálfleik vannst hins vegar seinni hálfleikurinn og munurinn að endingu níu mörk, 31-22. Klippa: Vítabaninn Elín Jóna: Vá, voru þau fjögur? Í alvörunni? Elín Jóna fagnar andlegum styrk íslenska liðsins og karakternum að gefast aldrei upp. „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Við lendum aftur á erfiðri byrjun en gefumst ekki upp, erum með kassann úti og það er akkúrat það sem við vildum í þessum leik. Að gefast ekki upp, við unnum seinni hálfleik og ég er mjög glöð að við náðum því.“ „Þær eru með frábært lið, frábæra leikmenn í öllum stöðum og það er enginn veikur hlekkur hjá þeim neinsstaðar. Þetta var erfið byrjun en eins og ég segi er ég ótrúlega glöð að við hættum ekki og gáfum extra í,“ segir Elín Jóna. Skemmtilegra eftir því sem leið á Elín Jóna átti stóran þátt í því að Ísland hélt í við Frakka, ef svo má að orði komast, eftir því sem leið á. Hún varði oftar en einu sinni úr hraðaupphlaupum og varði alls 14 skot í leik þar sem flest færi Frakka voru dauðafæri. „Þetta voru ekkert skemmtilegar fyrstu mínútur, sko. En svo fann maður aðeins ryþmann og það var gott að komast aðeins inn í leikinn,“ segir hógvær Elín Jóna. Hún varði fjögur vítaskot af þeim fimm sem hún fékk á sig í leiknum. Aðspurð hvort hún hafi gert slíkt áður segir Elín: „Aldrei, held ég. Það hefur aldrei gerst. Já, vá, fjögur? Í alvörunni? Já, ég er mjög stolt.“ Og ekki verra að gera það gegn Ólympíumeisturum Frakka á HM? „Nei, nákvæmlega. Guð. Ég fer allavega glöð að sofa.“ segir brosandi Elín Jóna að lokum.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira