Gæti umbylt kenningum um myndun reikistjarna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 18:31 Ný uppgötvun Guðmundar veitir nýja innsýn í myndin fjarlægra reikistjarna. Vísir/Samsett Algengasta tegund stjörnu í vetrarbrautinni er svokallaður rauður dvergur, sem er miklu minni og dimmari en sólin okkar. Talið hefur verið að slíkar stjörnur séu of litlar til að sólkerfið geti hýst reikistjörnur stærri en jörðin. Að minnsta kosti hingað til. Uppgötvun reikistjörnu sem er í það minnsta þrettánfalt stærri en jörðin okkar á sporbaug rauðs dvergs gæti umbylt kenningum stjörnufræðinga um reikistjörnumyndun. „Varla stjarna“ Íslenski stjarneðlisfræðingurinn Guðmundur Kári Stefánsson við Princeton-háskóla er leiðtogi teymisins sem gerði þessa merku uppgötvun. „Þetta er varla stjarna. Massi hennar er rétt svo yfir það mark til að teljast stjarna yfirhöfuð,“ segir Guðmundur í viðtali við fréttaveituna Reuters. Stjarnan ber hið fallega nafn LHS 3154 og er staðsett tiltölulega nálægt jörðinni. Ekki nema um 50 ljósárum frá okkur jarðarbúum. Ljósár er vegalengdin sem ljós getur ferðast á einu ári sem eru einhverjar 9,5 billjónir kílómetra. Billjón er einn með tólf núllum á eftir. Það virðist kannski óímyndunarlega langt í burtu en er það ekki á stjarnfræðilegum skala. Sólin sem sér okkur fyrir hlýju og birtu er um þúsundfalt bjartari en þessi stjarna. Líklega ekkert líf á reikistjörnunni Reikistjarnan á sporbaugi þessarar „litlu“ og „dimmu“ stjörnu ber hið frumlega nafn LHS 3154 b og fer hringinn í kringum stjörnuna sína á 3,7 dögum. Hún er þar af leiðandi töluvert nær stjörnunni heldur en jörðin sólinni og er fjarlægðin milli reikistjörnu og stjörnu ekki nema 2,3 prósent fjarlægðar okkar frá sólu. Reikistjarnan er því töluvert nær sinni stjörnu en Merkúr er sólinni, sem er næsta reikistjarna sólinni sólkerfisins okkar. Reikistjarnan virðist vera svipuð á stærð og Neptúnus sem er smæst hinna fjóru gasrisa okkar sólkerfis. Ummál Neptúnusar er um fjórfalt stærra en jarðar. Rannsakendurnir geta ekki fullyrt um ummál hinnar nýuppgötvuðu reikistjörnu en þá grunar að hún sé þrisvar til fjórum sinnum stærri en jörðin. Guðmundur segist ekki halda að líf geti viðhafst á þessari reikistjörnu þar sem bygging hennar og nálægð hennar sólinni útiloki líklega þann möguleika. Geimurinn Vísindi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Uppgötvun reikistjörnu sem er í það minnsta þrettánfalt stærri en jörðin okkar á sporbaug rauðs dvergs gæti umbylt kenningum stjörnufræðinga um reikistjörnumyndun. „Varla stjarna“ Íslenski stjarneðlisfræðingurinn Guðmundur Kári Stefánsson við Princeton-háskóla er leiðtogi teymisins sem gerði þessa merku uppgötvun. „Þetta er varla stjarna. Massi hennar er rétt svo yfir það mark til að teljast stjarna yfirhöfuð,“ segir Guðmundur í viðtali við fréttaveituna Reuters. Stjarnan ber hið fallega nafn LHS 3154 og er staðsett tiltölulega nálægt jörðinni. Ekki nema um 50 ljósárum frá okkur jarðarbúum. Ljósár er vegalengdin sem ljós getur ferðast á einu ári sem eru einhverjar 9,5 billjónir kílómetra. Billjón er einn með tólf núllum á eftir. Það virðist kannski óímyndunarlega langt í burtu en er það ekki á stjarnfræðilegum skala. Sólin sem sér okkur fyrir hlýju og birtu er um þúsundfalt bjartari en þessi stjarna. Líklega ekkert líf á reikistjörnunni Reikistjarnan á sporbaugi þessarar „litlu“ og „dimmu“ stjörnu ber hið frumlega nafn LHS 3154 b og fer hringinn í kringum stjörnuna sína á 3,7 dögum. Hún er þar af leiðandi töluvert nær stjörnunni heldur en jörðin sólinni og er fjarlægðin milli reikistjörnu og stjörnu ekki nema 2,3 prósent fjarlægðar okkar frá sólu. Reikistjarnan er því töluvert nær sinni stjörnu en Merkúr er sólinni, sem er næsta reikistjarna sólinni sólkerfisins okkar. Reikistjarnan virðist vera svipuð á stærð og Neptúnus sem er smæst hinna fjóru gasrisa okkar sólkerfis. Ummál Neptúnusar er um fjórfalt stærra en jarðar. Rannsakendurnir geta ekki fullyrt um ummál hinnar nýuppgötvuðu reikistjörnu en þá grunar að hún sé þrisvar til fjórum sinnum stærri en jörðin. Guðmundur segist ekki halda að líf geti viðhafst á þessari reikistjörnu þar sem bygging hennar og nálægð hennar sólinni útiloki líklega þann möguleika.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira