Úlfúð í íslensku skáksamfélagi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 23:03 Misklíð er í íslensku skáksamfélagi vegna mótaraðar í Fischer-slembiskák sem fór fram á dögunum. Vísir/Samsett Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla. Margir skákmenn undra sig á því að einstaklingur hafi verið valinn til þátttöku í mótinu sem ekki var sá stigahæsti meðal þeirra sem náðu ekki að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni. Varaborgarfulltrúa boðið sæti Helga Áss Grétarsyni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var boðið sæti í úrslitakeppni á þeim forsendum að hann væri sá næsti á alþjóðlegum stigalista FIDE. Hann skrifaði færslu í Facebook-hópinn Íslenskir skákmenn þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á málinu. „Vegna forfalla var mér í fyrradag boðin þátttaka í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák, jafnvel þótt ég hafi ekki tekið þátt í undanrásunum. Sú ákvörðun mótshaldara að bjóða mér að taka þátt hefur verið gagnrýnd og mér þykir miður að sterkir skákmenn hættu við að taka þátt í mótinu útaf þessu,“ segir Helgi. Mun aldrei samþykkja þessa aðferðarfræði Eins og fram kom áður drógu fjórir sig úr keppni vegna atviksins og einn þeirra er Davíð Kjartansson stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar og alþjóðlegur skákmeistari. Hann skrifaði einnig færslu inn á síðuna þar sem hann lýsti ástæðum þess að hafa dregið sig úr keppni. Davíð Kjartansson er alþjóðlegur skákmeistari og stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar.Skák.is „Réttast hefði verið ganga niður línuna. En af hverju var það ekki gert? Útskýringarnar sem ég heyrði voru að þetta væri vilji styrktarðila þ.e. að bjóða þátttakanda sem ekki tók þátt í undanrásum plássið. Gott og vel, ef þetta er orðið þannig á Íslandsmótum í skák að styrktaraðili hefur vald yfir því hvernig mótið fer fram og hverjir taka þátt mætti bara taka það strax fram,“ segir Davíð. Hann segir það ósanngjarnt að sá sem lenti í 11. sæti hafi ekki verið boðin þátttaka og veltir því fyrir sér hvers vegna keppendur voru látnir þreyta undankeppnina yfirhöfuð. „Ég er ekki sammála og á aldrei eftir að samþykkja þessa aðferðarfræði. Þeir sem tefla í undanrásum eru þeir einu sem eiga rétt á að tefla í úrslitum á Íslandsmóti sbr. aðrar íþróttir,“ bætir hann við. „Algerlega óásættanlegt“ Jón Viktor Gunnarsson var annar þeirra sem drógu sig úr keppni og lýsir hann framferði mótshaldara sem kjaftshöggi. „Það voru mér því mikil vonbrigði hvernig hlutir atvikuðust núna með Íslandsmótið í Slembiskák. Ég hef ákveðið að segja sæti mínu lausu í úrslitamótinu vegna forsendubrests. Þegar um Íslandsmót er að ræða verða forsendur að halda og ekki hægt að leyfa sér sérhagsmunagæslu sama hvað styrktaraðili vill,“ skrifar hann. Jón Viktor Guðmundsson sagði sig úr keppni á mótinu vegna þess sem hann lýsir sem forsendubrests.Skák.is Jón segir málið vera prinsippatriði og taka margir undir með honum í athugasemdum við færsluna sem hann birti einnig á síðuna Íslenskir skákmenn. „Það er algerlega óásættanlegt af minni hálfu og alger forsendubrestur á Íslandsmóti sem getur ekki leyft sér vinagreiða. Því hef ég ákveðið að segja mig úr mótinu,“ segir Jón að lokum. Skák Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Margir skákmenn undra sig á því að einstaklingur hafi verið valinn til þátttöku í mótinu sem ekki var sá stigahæsti meðal þeirra sem náðu ekki að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni. Varaborgarfulltrúa boðið sæti Helga Áss Grétarsyni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var boðið sæti í úrslitakeppni á þeim forsendum að hann væri sá næsti á alþjóðlegum stigalista FIDE. Hann skrifaði færslu í Facebook-hópinn Íslenskir skákmenn þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á málinu. „Vegna forfalla var mér í fyrradag boðin þátttaka í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák, jafnvel þótt ég hafi ekki tekið þátt í undanrásunum. Sú ákvörðun mótshaldara að bjóða mér að taka þátt hefur verið gagnrýnd og mér þykir miður að sterkir skákmenn hættu við að taka þátt í mótinu útaf þessu,“ segir Helgi. Mun aldrei samþykkja þessa aðferðarfræði Eins og fram kom áður drógu fjórir sig úr keppni vegna atviksins og einn þeirra er Davíð Kjartansson stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar og alþjóðlegur skákmeistari. Hann skrifaði einnig færslu inn á síðuna þar sem hann lýsti ástæðum þess að hafa dregið sig úr keppni. Davíð Kjartansson er alþjóðlegur skákmeistari og stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar.Skák.is „Réttast hefði verið ganga niður línuna. En af hverju var það ekki gert? Útskýringarnar sem ég heyrði voru að þetta væri vilji styrktarðila þ.e. að bjóða þátttakanda sem ekki tók þátt í undanrásum plássið. Gott og vel, ef þetta er orðið þannig á Íslandsmótum í skák að styrktaraðili hefur vald yfir því hvernig mótið fer fram og hverjir taka þátt mætti bara taka það strax fram,“ segir Davíð. Hann segir það ósanngjarnt að sá sem lenti í 11. sæti hafi ekki verið boðin þátttaka og veltir því fyrir sér hvers vegna keppendur voru látnir þreyta undankeppnina yfirhöfuð. „Ég er ekki sammála og á aldrei eftir að samþykkja þessa aðferðarfræði. Þeir sem tefla í undanrásum eru þeir einu sem eiga rétt á að tefla í úrslitum á Íslandsmóti sbr. aðrar íþróttir,“ bætir hann við. „Algerlega óásættanlegt“ Jón Viktor Gunnarsson var annar þeirra sem drógu sig úr keppni og lýsir hann framferði mótshaldara sem kjaftshöggi. „Það voru mér því mikil vonbrigði hvernig hlutir atvikuðust núna með Íslandsmótið í Slembiskák. Ég hef ákveðið að segja sæti mínu lausu í úrslitamótinu vegna forsendubrests. Þegar um Íslandsmót er að ræða verða forsendur að halda og ekki hægt að leyfa sér sérhagsmunagæslu sama hvað styrktaraðili vill,“ skrifar hann. Jón Viktor Guðmundsson sagði sig úr keppni á mótinu vegna þess sem hann lýsir sem forsendubrests.Skák.is Jón segir málið vera prinsippatriði og taka margir undir með honum í athugasemdum við færsluna sem hann birti einnig á síðuna Íslenskir skákmenn. „Það er algerlega óásættanlegt af minni hálfu og alger forsendubrestur á Íslandsmóti sem getur ekki leyft sér vinagreiða. Því hef ég ákveðið að segja mig úr mótinu,“ segir Jón að lokum.
Skák Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira