Skýrsla Vals: Særindi og stolt Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 22:33 Stelpurnar voru geggjaðar í dag. Ég skil ekki hvernig þetta endaði með jafntefli. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Líkt og leikmenn eftir leik er ég eiginlega orðlaus. Þetta er ekkert eðlilega svekkjandi. En mikið er ég stoltur af þessu liði. Það tókst loks að vera ekki einhverjum sjö mörkum undir eftir tíu mínútur. Í fyrsta skipti á mótinu þurfti Ísland því ekki að vera í brekku allan leikinn. Mér fannst við alveg vera með þennan leik og trúi eiginlega ekki að hann hafi ekki unnist. Ég var kominn hálfa leið að panta mér flug til Þrándheims. Athyglissjúki eftirlitsmaðurinn varpaði að sér sviðljósinu trekk í trekk. Það var orðið kómískt að fylgjast með því „bíói“ eins og landsliðsþjálfarinn kallaði það. „Það er eins og þeir kunni ekki handbolta“ sagði Perla Ruth. Þetta angólska lið er fínt. En eins og Þórey Rósa segir: „Við erum betri en þær“. Það er alveg rétt. Reynsluna vantar okkar megin og líkt og ómað hefur oftar en einu sinni á þessu móti þá á íslenska liðið til að vera sjálfu sér verst. Klaufalegir tapaðir boltar kosta. Þeir voru tíu í fyrri hálfleik. Svo kemur stressið þegar líður á, eðlilega. Það er hins vegar ekki við þær að sakast í kvöld. Stemningin, ástríðan og sigurviljinn skein af konum. Bara á einhvern ótrúlegan hátt vannst leikurinn ekki. Jafntefli er niðurstaðan og við missum af sæti í milliriðli með minnsta mun. Ætli Logi Pedro Stefánsson sé ekki sá eini sem fagnar jafnteflinu. Hann spáði rétt. Mikið hefur verið rætt um lærdóminn og reynsluna dýrmætu sem fæst af þessum leikjum. Riðillinn er búinn og bachelorsgráðan í húsi. Því miður komst liðið ekki inn í mastersnámið í Þrándheimi. Einhver verða viðbrigðin að fara nú til Danmerkur í Forsetabikar. Ég veit ekki hversu mikið íslenska liðið lærir þar af leikjum við Grænland, Paragvæ og Kína. Er í rauninni eins og að fara aftur í menntaskóla eftir bachelorsgráðuna. Það hafa verið forréttindi að fylgja þessu liði eftir í Stafangri. Hefði verið enn betra að fara með því til Þrándheims. Ég vildi eiginlega bara að ég væri á leið með þeim til Danmerkur. Þar vinnst bikarinn hans Moustafa, það er alveg klárt. HM karla í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ Sjá meira
Það tókst loks að vera ekki einhverjum sjö mörkum undir eftir tíu mínútur. Í fyrsta skipti á mótinu þurfti Ísland því ekki að vera í brekku allan leikinn. Mér fannst við alveg vera með þennan leik og trúi eiginlega ekki að hann hafi ekki unnist. Ég var kominn hálfa leið að panta mér flug til Þrándheims. Athyglissjúki eftirlitsmaðurinn varpaði að sér sviðljósinu trekk í trekk. Það var orðið kómískt að fylgjast með því „bíói“ eins og landsliðsþjálfarinn kallaði það. „Það er eins og þeir kunni ekki handbolta“ sagði Perla Ruth. Þetta angólska lið er fínt. En eins og Þórey Rósa segir: „Við erum betri en þær“. Það er alveg rétt. Reynsluna vantar okkar megin og líkt og ómað hefur oftar en einu sinni á þessu móti þá á íslenska liðið til að vera sjálfu sér verst. Klaufalegir tapaðir boltar kosta. Þeir voru tíu í fyrri hálfleik. Svo kemur stressið þegar líður á, eðlilega. Það er hins vegar ekki við þær að sakast í kvöld. Stemningin, ástríðan og sigurviljinn skein af konum. Bara á einhvern ótrúlegan hátt vannst leikurinn ekki. Jafntefli er niðurstaðan og við missum af sæti í milliriðli með minnsta mun. Ætli Logi Pedro Stefánsson sé ekki sá eini sem fagnar jafnteflinu. Hann spáði rétt. Mikið hefur verið rætt um lærdóminn og reynsluna dýrmætu sem fæst af þessum leikjum. Riðillinn er búinn og bachelorsgráðan í húsi. Því miður komst liðið ekki inn í mastersnámið í Þrándheimi. Einhver verða viðbrigðin að fara nú til Danmerkur í Forsetabikar. Ég veit ekki hversu mikið íslenska liðið lærir þar af leikjum við Grænland, Paragvæ og Kína. Er í rauninni eins og að fara aftur í menntaskóla eftir bachelorsgráðuna. Það hafa verið forréttindi að fylgja þessu liði eftir í Stafangri. Hefði verið enn betra að fara með því til Þrándheims. Ég vildi eiginlega bara að ég væri á leið með þeim til Danmerkur. Þar vinnst bikarinn hans Moustafa, það er alveg klárt.
HM karla í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ Sjá meira