Ólympíudraumurinn úti þrátt fyrir sex marka risasigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. desember 2023 22:32 Draumur Englendinga um sæti á Ólympíuleikunum er úti. Ian MacNicol - The FA/The FA via Getty Images Þrátt fyrir 6-0 útisigur gegn Skotum í A-deild Þjóðadeildarinnar misstu Evrópumeistarar Englands af möguleika á sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Englendingar þurftu að vinna stórsigur gegn Skotum til að halda vonum sínum um efsta sæti riðilsins á lífi og vona að sigurinn yrði að minnsta kosti þremur mörkum stærri en sigur Hollendinga gegn Belgíu. Raunar gerðu margir ráð fyrir því að Skotar gætu gert nágrönnum sínum í suðri greiða þar sem enska liðið keppir undir hatti Bretlands á Ólympíuleikunum og þess vegna gæti stórt tap verið leið fyrir einhverja leikmenn skoska liðsins inn á leikana. Leikmenn liðsins þvertóku þó fyrir slíkt og sögðu það algjört hneyksli að draga heilindi þeirra í efa. Í fyrri hálfleik leit þó út fyrir að skoska liðið hefði lítinn áhuga á því að vinna leikinn og Englendingar fóru inn í hálfleikinn með 4-0 forystu eftir mörk frá Alex Greenwood, Beth Mead og tvö frá Lauren James. Fran Kirby og Lucia Bronze bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 6-0 sigur Englands. Englendingar þurftu því að treysta á það að Hollendingar myndu ekki vinna Belga stærra en 3-0 til að enska liðið myndi tryggja sér efsta sæti riðilsins. Lineth Beerensteyn skoraði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir Hollendinga og staðan því aðeins 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Beerensteyn tvöfaldaði svo forystu Hollands snemma í seinni hálfleik og ljóst að möguleikinn var til staðar fyrir liðið. Vonarneistinn virtist þó vera að slokkna þegar venjulegum leiktíma lauk og hollenska liðið hafði ekki bætt þriðja, og hvað þá fjórða, markinu við. Damaris Berta Egurrola Wienke tók þá til sinna mála. Hún skoraði þriðja mark hollenska liðsins á fyrstu mínútu uppbótartíma og það fjórða fjórum mínútum síðar. Með mörkunum tveimur tryggði hún Hollendingum 4-0 sigur og um leið sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar og möguleika á sæti á Ólympíuleikunum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Englendingar þurftu að vinna stórsigur gegn Skotum til að halda vonum sínum um efsta sæti riðilsins á lífi og vona að sigurinn yrði að minnsta kosti þremur mörkum stærri en sigur Hollendinga gegn Belgíu. Raunar gerðu margir ráð fyrir því að Skotar gætu gert nágrönnum sínum í suðri greiða þar sem enska liðið keppir undir hatti Bretlands á Ólympíuleikunum og þess vegna gæti stórt tap verið leið fyrir einhverja leikmenn skoska liðsins inn á leikana. Leikmenn liðsins þvertóku þó fyrir slíkt og sögðu það algjört hneyksli að draga heilindi þeirra í efa. Í fyrri hálfleik leit þó út fyrir að skoska liðið hefði lítinn áhuga á því að vinna leikinn og Englendingar fóru inn í hálfleikinn með 4-0 forystu eftir mörk frá Alex Greenwood, Beth Mead og tvö frá Lauren James. Fran Kirby og Lucia Bronze bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 6-0 sigur Englands. Englendingar þurftu því að treysta á það að Hollendingar myndu ekki vinna Belga stærra en 3-0 til að enska liðið myndi tryggja sér efsta sæti riðilsins. Lineth Beerensteyn skoraði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir Hollendinga og staðan því aðeins 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Beerensteyn tvöfaldaði svo forystu Hollands snemma í seinni hálfleik og ljóst að möguleikinn var til staðar fyrir liðið. Vonarneistinn virtist þó vera að slokkna þegar venjulegum leiktíma lauk og hollenska liðið hafði ekki bætt þriðja, og hvað þá fjórða, markinu við. Damaris Berta Egurrola Wienke tók þá til sinna mála. Hún skoraði þriðja mark hollenska liðsins á fyrstu mínútu uppbótartíma og það fjórða fjórum mínútum síðar. Með mörkunum tveimur tryggði hún Hollendingum 4-0 sigur og um leið sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar og möguleika á sæti á Ólympíuleikunum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira