„Munurinn er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 23:00 Gunnar Magnússon var alveg með á hreinu hvað munurinn á liðunum lá. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í dag. Aron Pálmarsson átti stórleik fyrir FH og skoraði 15 mörk og segir Gunnar að þar hafi munurinn á liðunum legið. „Það er margt gott í þessum leik hjá okkur og munurinn á liðunum er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við. Við reyndum að stöðva hann. Settum einn á hann svo tvo og svo þrjá, mættum honum framarlega og já reyndum ýmislegt en okkur bara tókst ekki að stöðva hann. Vorum of soft á hann og vorum ekki að ganga nógu vel í hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ofan á það vorum við svo ekki að verja nein skot frá honum. Þannig að já okkur tókst bara illa að stöðva hann. Frammistaðan í heildina alls ekkert slæm og margt gott í okkar leik.“ Aron Pálmarsson var gjörsamlega frábær í dag eins og áður segir og skoraði 15 mörk fyrir FH, þar af 10 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Eftir rúmlega 20 mínútur var hann búinn að skora 9 mörk úr 9 skotum. Gunnar segir að liðið hafi reynt ýmislegt en því miður hafi ekkert gengið. „Þá reyndum við að setja fleiri menn á hann, koma snemma í hjálpina þegar hann er með boltann og reyna að gera allt sem við getum til að stöðva hann. Við fórum í 5-1, settum Gunnar Malm framan á hann og svo Árna Braga líka og fórum nánast í 4-2. Þannig að við reyndum nánast allt sem við gátum nema kannski gamla góða að taka hann alveg úr umferð en það hefði verið erfitt fyrir þreytta fætur fyrir aftan að stoppa hina. Við reyndum ýmislegt en það bara tókst bara ekki. Hefðum mögulega átt að prófa eitthvað annað þar sem við höfðum engu að tapa. Þetta var bara munurinn á liðunum í dag og við þurfum bara að halda áfram.“ Afturelding fór í 7 á 6 undir lok fyrri hálfleiks og það má segja að þá hafi liðið náð að vinna sig vel inn í leikinn. Spurður út í það hvernig honum hafi þótt 7 gegn 6 hafa gengið segist Gunnar vera sáttur það og það hafi komið liðinu aftur inn í leikinn. „Mjög vel. Við erum búnir að vera að spila það mikið í vetur, sérstaklega í Evrópukeppninni. Mér fannst það koma okkur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í heildina fannst mér við sóknarlega vera alveg þokkalegir fyrir utan þessu dýru mistök þarna undir lokin þegar það koma tveir tæknifeilar sem fóru með leikinn.“ Birgir Steinn var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla eins og í undanförnum leikjum. Birgir ferðaðist þó með liðinu til Slóvakíu í Evrópuleikina sem voru í loka síðasta mánaðar. Gunnar segir að hann sé enn meiddur ásamt Birki Benediktssyni sem spilaði þó hluta af leiknum í dag. „Þetta eru bara þannig meiðsli að við erum alltaf að vonast til þess að hann sé að verða klár, vantar bara herslu muninn. Birkir Ben er líka meiddur og gat lítið beitt sér í dag þannig að það mæddi svolítið á hina svo mögulega smá þreyta þarna í lokin hjá Steina, Blæ og Árna. Alltaf leiðinlegt að þeir séu ekki með en það er bara hluti af sportinu.“ Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með liðið á þessum tímapunkti í deildinni svarar Gunnar. „Við eigum tvo rosalega mikilvæga leiki eftir og ef við vinnum þá báða er ég þokkalega sáttur þó svo að við viljum alltaf meira. Nú er fókusinn hjá okkur bara að klára þessa leiki sem framundan eru og taka þau stig sem eru í boði og svo tökum við stöðuna eftir það.“ Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira
„Það er margt gott í þessum leik hjá okkur og munurinn á liðunum er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við. Við reyndum að stöðva hann. Settum einn á hann svo tvo og svo þrjá, mættum honum framarlega og já reyndum ýmislegt en okkur bara tókst ekki að stöðva hann. Vorum of soft á hann og vorum ekki að ganga nógu vel í hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Ofan á það vorum við svo ekki að verja nein skot frá honum. Þannig að já okkur tókst bara illa að stöðva hann. Frammistaðan í heildina alls ekkert slæm og margt gott í okkar leik.“ Aron Pálmarsson var gjörsamlega frábær í dag eins og áður segir og skoraði 15 mörk fyrir FH, þar af 10 í fyrri hálfleik ásamt því að gefa sex stoðsendingar. Eftir rúmlega 20 mínútur var hann búinn að skora 9 mörk úr 9 skotum. Gunnar segir að liðið hafi reynt ýmislegt en því miður hafi ekkert gengið. „Þá reyndum við að setja fleiri menn á hann, koma snemma í hjálpina þegar hann er með boltann og reyna að gera allt sem við getum til að stöðva hann. Við fórum í 5-1, settum Gunnar Malm framan á hann og svo Árna Braga líka og fórum nánast í 4-2. Þannig að við reyndum nánast allt sem við gátum nema kannski gamla góða að taka hann alveg úr umferð en það hefði verið erfitt fyrir þreytta fætur fyrir aftan að stoppa hina. Við reyndum ýmislegt en það bara tókst bara ekki. Hefðum mögulega átt að prófa eitthvað annað þar sem við höfðum engu að tapa. Þetta var bara munurinn á liðunum í dag og við þurfum bara að halda áfram.“ Afturelding fór í 7 á 6 undir lok fyrri hálfleiks og það má segja að þá hafi liðið náð að vinna sig vel inn í leikinn. Spurður út í það hvernig honum hafi þótt 7 gegn 6 hafa gengið segist Gunnar vera sáttur það og það hafi komið liðinu aftur inn í leikinn. „Mjög vel. Við erum búnir að vera að spila það mikið í vetur, sérstaklega í Evrópukeppninni. Mér fannst það koma okkur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Í heildina fannst mér við sóknarlega vera alveg þokkalegir fyrir utan þessu dýru mistök þarna undir lokin þegar það koma tveir tæknifeilar sem fóru með leikinn.“ Birgir Steinn var ekki með liðinu í dag vegna meiðsla eins og í undanförnum leikjum. Birgir ferðaðist þó með liðinu til Slóvakíu í Evrópuleikina sem voru í loka síðasta mánaðar. Gunnar segir að hann sé enn meiddur ásamt Birki Benediktssyni sem spilaði þó hluta af leiknum í dag. „Þetta eru bara þannig meiðsli að við erum alltaf að vonast til þess að hann sé að verða klár, vantar bara herslu muninn. Birkir Ben er líka meiddur og gat lítið beitt sér í dag þannig að það mæddi svolítið á hina svo mögulega smá þreyta þarna í lokin hjá Steina, Blæ og Árna. Alltaf leiðinlegt að þeir séu ekki með en það er bara hluti af sportinu.“ Spurður út í framhaldið og hversu sáttur hann sé með liðið á þessum tímapunkti í deildinni svarar Gunnar. „Við eigum tvo rosalega mikilvæga leiki eftir og ef við vinnum þá báða er ég þokkalega sáttur þó svo að við viljum alltaf meira. Nú er fókusinn hjá okkur bara að klára þessa leiki sem framundan eru og taka þau stig sem eru í boði og svo tökum við stöðuna eftir það.“
Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. 7. desember 2023 21:00