Tríóið í Blökastinu, þeir Auddi, Steindi og Egill ætla að hafa það huggulegt á náttfötunum og hvetja áhorfendur til að gera slíkt hið sama. Þeir ætla að opna yfir 60 jólapakka og fyrir hvern pakka draga þeir út heppinn áskrifanda sem fær pakkann.
Horfa má á útsendinguna í beinni í spilaranum hér fyrir neðan og hefst hún klukkan 19:30.
Strákarnir vita ekki hvað er í meiri hlutanum af pökkunum en jólaálfarnir sem eru búnir að safna og pakka inn lofa risagjöfum sem áskrifendum gefst kostur á að fá. Allt frá flugferðum yfir í dót úr bílskúrnum hans Steinda.
Eina sem þarf að gera til þess að eiga möguleika á að fá pakka er að gerast áskrifandi að Blökastinu hér.