United horfir til bláa hluta borgarinnar í leit að nýjum miðjumanni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 22:31 Kalvin Phillips er á óskalista Man United ef sögusagnir eru réttar. Robbie Jay Barratt/Getty Images Ef marka má fréttir enska götublaðsins The Sun þá er Kalvin Phillips, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, efstu á óskalista Manchester United. Hinn 28 ára gamli Phillips virðist ekki vera í plönum Pep Guardiola, þjálfara Man City. Á blaðamannafundi fyrir 2-1 sigurinn á nýliðum Luton Town um helgina sagði Pep að sér þætti leitt hversu lítinn spiltíma Phillips hefði fengið síðan hann gekk í raðir Man City frá Leeds United á 42 milljónir punda sumarið 2022. Man Utd have reportedly placed Man City midfielder Kalvin Phillips at the top of their January shopping list — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2023 Á yfirstandandi leiktíð hefur Phillips aðeins spilað 215 mínútur fyrir City, þar af 89 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð voru mínúturnar aðeins 593, þar af aðeins 290 í deildinni. Þrátt fyrir þetta hefur Gareth Southgate ekki veigrað sér við að velja leikmanninn í enska landsliðshópinn aftur og aftur. Það er því kannski eðlilegt að Man Utd horfi til leikmanns sem gæti fengist tiltölulega ódýrt ef horft er í hvað félagið hefur eytt í leikmenn undanfarin ár. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, sé mikill aðdáandi leikmannsins en það er spurning hvað stuðningsfólk félagsins segir við að fá til sín leikmann sem hefur spilað bæði fyrir Man City og Leeds. Það sem gefur þessum orðrómi byr undir báða vængi er möguleg innkoma Jim Ratcliffe hjá Man Utd. Það styttist í að kaup hans á 25 prósent hluta félagsins verði staðfest en Ratcliffe mun fá algjöra stjórn á því hvernig fótboltamálum félagsins verður háttað. Talið er að Ratcliffe stefni að því að festa kaup á breskum leikmönnum passi þeir inn í hugmyndafræði félagsins og þar kemur Phillips til sögunnar. Talið er að Phillips verði lánaðar frá Man City í janúar en samkvæmt frétt The Sun er talað um að Man Utd kaupi hann sumarið 2024. Hver veit nema Rauðu djöflarnir reyni að fá hann á láni strax í janúar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Phillips virðist ekki vera í plönum Pep Guardiola, þjálfara Man City. Á blaðamannafundi fyrir 2-1 sigurinn á nýliðum Luton Town um helgina sagði Pep að sér þætti leitt hversu lítinn spiltíma Phillips hefði fengið síðan hann gekk í raðir Man City frá Leeds United á 42 milljónir punda sumarið 2022. Man Utd have reportedly placed Man City midfielder Kalvin Phillips at the top of their January shopping list — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2023 Á yfirstandandi leiktíð hefur Phillips aðeins spilað 215 mínútur fyrir City, þar af 89 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð voru mínúturnar aðeins 593, þar af aðeins 290 í deildinni. Þrátt fyrir þetta hefur Gareth Southgate ekki veigrað sér við að velja leikmanninn í enska landsliðshópinn aftur og aftur. Það er því kannski eðlilegt að Man Utd horfi til leikmanns sem gæti fengist tiltölulega ódýrt ef horft er í hvað félagið hefur eytt í leikmenn undanfarin ár. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, sé mikill aðdáandi leikmannsins en það er spurning hvað stuðningsfólk félagsins segir við að fá til sín leikmann sem hefur spilað bæði fyrir Man City og Leeds. Það sem gefur þessum orðrómi byr undir báða vængi er möguleg innkoma Jim Ratcliffe hjá Man Utd. Það styttist í að kaup hans á 25 prósent hluta félagsins verði staðfest en Ratcliffe mun fá algjöra stjórn á því hvernig fótboltamálum félagsins verður háttað. Talið er að Ratcliffe stefni að því að festa kaup á breskum leikmönnum passi þeir inn í hugmyndafræði félagsins og þar kemur Phillips til sögunnar. Talið er að Phillips verði lánaðar frá Man City í janúar en samkvæmt frétt The Sun er talað um að Man Utd kaupi hann sumarið 2024. Hver veit nema Rauðu djöflarnir reyni að fá hann á láni strax í janúar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira