Útiliðið mun ekki fá neinn stuðning í innbyrðis leikjum liðanna næstu árin. Þetta var ákvörðun sem félögin tóku í sameiningu. Stuðningsmenn gestaliðsins mega því ekki mæta á leiki Standard Liege og Anderlecht, hvort sem það er í deild eða bikar.
Þetta eru viðbrögð við miklum ólátum á leikjum liðanna frá árinu 2017. Fjórum sinnum hefur þurft að stoppa innbyrðis leiki liðanna á þessum tíma vegna áhorfendavandræða.
Les matches entre le RSCA et le Standard sans fans visiteurs jusqu'à la mi-2025 minimum. Meer informatie over de gezamenlijke beslissing met @Standard_RSCL op https://t.co/RCdwJJMN5N
— RSC Anderlecht (@rscanderlecht) December 11, 2023
Síðastliðinn fimmtudag gerðist það einu sinni enn en núna í bikarleik liðanna en þau mættust þá í sextán liða úrslitum belgísku bikarkeppninnar.
Félögin hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að síðasti Clasico leikur i belgíska boltanum hafi endað með ofbeldi og eyðileggingu þrátt fyrir strangar öryggisráðstafanir
Þannig að þegar liðin mætast frá þessum degi og út 2024-25 tímabilið þá þurfa stuðningsmenn gestaliðsins að sitja heima.