Eigendur eignarinnar eru listahjónin Guðmundur Annas Árnason og Hildur Sumarliðadóttir. Hildur starfar sem hágreiðslukona auk þess að vera menntuð fatahönnuður. Guðmundur er söngvari hljómsveitarinnar Fjöll.


Á fasteignavef Vísis kemur fram að eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, tvær stofur, eldhús, baðherbergi og bílskúr, sem búið er að standsetja sem stúdíóíbúð.
Eldhús og stofur eru í samliggjandi og opnu björtu rými. Á gólfi er gegnheilt eikarparket í fiskibeinamunstri sem gefur rýminu skandínavískt og sjarmerandi yfirbragð.
Í eldhúsi er hvít og stílhrein innrétting með góðu skápaplássi og steyptri plötu á borðum.




