Stjórnarslit skárri kostur en orkuskortur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 21:31 Kristinn tekur í svipaðan streng um orkumálin og flokksbróðir sinn Jón Gunnarsson. Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins segir að víkja þurfi með lögum öllu því úr vegi sem hindri eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Hann segir að kosti það stjórnarslit að leysa vandann, sé það gjaldið fyrir lausn hans. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi. Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé með lífsins ólíkindum að á meðan hér renni til einskis þúsundir megawatta til sjávar dag hvern sé verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, viðraði í gær samskonar áhyggjur af stöðu orkumála hér á landi. Hann segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum. Orkuskorturinn mannanna verk Kristinn segir að á meðan orku sé skammtað til sjávarútvegsfyrirtækja og Orkubú Vestfjarða kaupi árlega olíu til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn hjali forsætisráðherra á ráðstefnu í Dúbæ um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. „Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga,“ skrifar Kristinn. Hann segir öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt sé að ráðast í á næstu misserum og árum, séu í besta falli draumar sem aldrei verði að veruleika við núverandi ástand. Ríkisstjórnin vilji ekki snerta boltann „Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum.“ Kristinn segir að enda eigi þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel sé hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim hafi verið komið á sínum tíma. Boltinn sé hjá Alþingi þar sem ríkisstjórnin vilji ekki sjá hann eða snerta. „Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna.“ Kristinn segir að það megi vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu fari Alþingi í þessa vegferð. Að menn fari að tala um það sé ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. „En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi. Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé með lífsins ólíkindum að á meðan hér renni til einskis þúsundir megawatta til sjávar dag hvern sé verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, viðraði í gær samskonar áhyggjur af stöðu orkumála hér á landi. Hann segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum. Orkuskorturinn mannanna verk Kristinn segir að á meðan orku sé skammtað til sjávarútvegsfyrirtækja og Orkubú Vestfjarða kaupi árlega olíu til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn hjali forsætisráðherra á ráðstefnu í Dúbæ um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. „Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga,“ skrifar Kristinn. Hann segir öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt sé að ráðast í á næstu misserum og árum, séu í besta falli draumar sem aldrei verði að veruleika við núverandi ástand. Ríkisstjórnin vilji ekki snerta boltann „Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum.“ Kristinn segir að enda eigi þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel sé hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim hafi verið komið á sínum tíma. Boltinn sé hjá Alþingi þar sem ríkisstjórnin vilji ekki sjá hann eða snerta. „Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna.“ Kristinn segir að það megi vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu fari Alþingi í þessa vegferð. Að menn fari að tala um það sé ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. „En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira