Hópur bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi mótmæla vindmyllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2023 21:03 Gunnar Örn að ræða við starfsmenn wpd á Íslandi, sem voru með kynningu á verkefninu fyrir íbúa í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil óánægja er á meðal hóps bænda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem mótmæla harðlega uppsetningu vindmyllugarðs með tuttugu og fimm vindmyllum í landi Skáldabúða í nágrenni við jarðir þeirra. Forsvarsmaður þýsks orkufyrirtækis, sem hyggst reisa garðinn, segir hins vegar að íbúar hafa almennt tekið hugmyndinni mjög vel. Tveir starfsmenn þýska orkufyrirtækisins wpd voru með kynningu í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag þar sem íbúum gafst kostur á að hitta þá og fá kynningu á fyrirhuguðum vindorkukosti á jörðinni Skáldabúðum, sem hefur fengið vinnuheitið Hrútmúlavirkjun en jörðin er í eigu fyrirtækisins Gunnbjörns ehf., í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjunin yrði 85 megavatta virkjun með 25 vindmyllum. „En raunveruleg staðsetning og lega og fjöldi á þessum túrbínum er gríðarlega háð niðurstöðum umhverfismats og þeim rannsóknum, sem eiga eftir að fara fram,” segir Gísli Gamm, skrifstofustjóri wpd á Íslandi. En hvernig tóku íbúar kynningunni í Árnesi? „Okkur var bara tekið mjög vel. Það hafa verið mismunandi sjónarhorn og það eru ekki allir ánægðir með þessi áform og hafa látið okkur vita mjög skýrt og greinileg af því en þetta hafa allt verið mjög góð og þörf samtöl, sem við höfum átt hérna,” segir Gísli. Gísli Gamm skrifstofustjóri wpd á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið, sem búa næst Skáldabúðum mótmæla öllum hugmyndum um vindmyllugarð en þar fer bóndi og sveitarstjórnarmaður fremstur í flokki. Hópurinn hefur meira að segja útbúið sérstakt mótmælamyndband að þessu tilefni. „Og við horfum með skelfingu á það ef við eigum að fara að hafa þarna 200 metra háar vindmyllur í kringum okkur í landi, sem er yfir 200 metra hæð þannig að spaðarnir fara yfir 400 metra hæð og þetta mun blasa við af öllu Suðurlandi. Við skiljum ekki hvernig að hægt er að fara áfram með svona verkefni þetta langt að það sé komið til umfjöllunar í verkefnisstjórn um rammaáætlun og gæti hugsanlega þess vegna ef svo verði niðurstaðan komin í nýtingarflokk í mars án þess að það sé búið að halda nokkra einustu kynningu fyrir okkur eða vinna umhverfismat,” segir Gunnar Örn Marteinsson. Gunnar Örn Marteinsson, bóndi í Steinsholti og sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þarf ekki að virkja meira og meira, er ekki alltaf verið að tala um það? „Jú, jú það þarf að virkja en það þarf ekki að virkja alls staðar og allt,” segir Gunnar Örn. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Tveir starfsmenn þýska orkufyrirtækisins wpd voru með kynningu í félagsheimilinu Árnesi á mánudag og þriðjudag þar sem íbúum gafst kostur á að hitta þá og fá kynningu á fyrirhuguðum vindorkukosti á jörðinni Skáldabúðum, sem hefur fengið vinnuheitið Hrútmúlavirkjun en jörðin er í eigu fyrirtækisins Gunnbjörns ehf., í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Virkjunin yrði 85 megavatta virkjun með 25 vindmyllum. „En raunveruleg staðsetning og lega og fjöldi á þessum túrbínum er gríðarlega háð niðurstöðum umhverfismats og þeim rannsóknum, sem eiga eftir að fara fram,” segir Gísli Gamm, skrifstofustjóri wpd á Íslandi. En hvernig tóku íbúar kynningunni í Árnesi? „Okkur var bara tekið mjög vel. Það hafa verið mismunandi sjónarhorn og það eru ekki allir ánægðir með þessi áform og hafa látið okkur vita mjög skýrt og greinileg af því en þetta hafa allt verið mjög góð og þörf samtöl, sem við höfum átt hérna,” segir Gísli. Gísli Gamm skrifstofustjóri wpd á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið, sem búa næst Skáldabúðum mótmæla öllum hugmyndum um vindmyllugarð en þar fer bóndi og sveitarstjórnarmaður fremstur í flokki. Hópurinn hefur meira að segja útbúið sérstakt mótmælamyndband að þessu tilefni. „Og við horfum með skelfingu á það ef við eigum að fara að hafa þarna 200 metra háar vindmyllur í kringum okkur í landi, sem er yfir 200 metra hæð þannig að spaðarnir fara yfir 400 metra hæð og þetta mun blasa við af öllu Suðurlandi. Við skiljum ekki hvernig að hægt er að fara áfram með svona verkefni þetta langt að það sé komið til umfjöllunar í verkefnisstjórn um rammaáætlun og gæti hugsanlega þess vegna ef svo verði niðurstaðan komin í nýtingarflokk í mars án þess að það sé búið að halda nokkra einustu kynningu fyrir okkur eða vinna umhverfismat,” segir Gunnar Örn Marteinsson. Gunnar Örn Marteinsson, bóndi í Steinsholti og sveitarstjórnarmaður í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þarf ekki að virkja meira og meira, er ekki alltaf verið að tala um það? „Jú, jú það þarf að virkja en það þarf ekki að virkja alls staðar og allt,” segir Gunnar Örn.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorka Orkumál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira