MLS berst gegn töfum með nýstárlegum hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2023 12:00 Það er eins gott fyrir Lionel Messi og leikmenn MLS deildarinnar að drífa sig út af vellinum í skiptingum. Getty/Peter Joneleit MLS-deildin í Bandaríkjunum mun berjast gegn leiktöfum með nýstárlegum hætti því deildin ætlar að taka upp „skotklukku“ í leikjum sínum en ekki þó til að telja niður í næsta skot. Forráðamenn MLS ætla að berjast gegn töfum leikmanna með því að setja tímamörk á bæði skiptingar og hversu lengi menn liggja meiddir í jörðinni. Nýju reglurnar voru samþykktar á eigendafundi deildarinnar. MLS introducing 10-second substitute 'shot clock'Major League Soccer announced it will implement a pair of rule changes designed to limit stoppages in play during the 2024 season.https://t.co/R3Ov2IjYv9— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) December 15, 2023 Á 2024 tímabilinu mega leikmenn ekki liggja lengur en fimmtán sekúndur í jörðinni ef þeir meiðast því annars þurfa þeir af velli í að minnsta kosti tvær mínútur. Þetta gildir þó ekki ef mótherjinn hefur fengið gult eða rautt spjald fyrir brotið. Leikmönnum sem er skipt út af vellinum fá einnig aðeins tíu sekúndur til að yfirgefa völlinn og sérstök „skotklukka“ mun taka tímann á því. Fari þeir fram yfir tímann þá má lið þeirra ekki setja inn á varamann strax. Liðið þarf þá að bíða í minnsta kosti eina mínútu og leikmaðurinn fær ekki að koma inn á völlinn fyrr en að leikurinn stoppar næst eftir að þessi mínúta er liðin. Þessar reglur voru reyndar í MLS Next Pro deildinni sem er þróunardeild MLS deildarinnar. Með þeim tókst að minnka uppbótartímann að meðaltali úr sex mínútum niður í 1,22 mínútur. Skiptingarnar gengu líka mun hraðar en aðeins tíu varamenn brutu fyrrnefnda tíu sekúndna reglu. Það er ljóst að þær höfðu mjög góð áhrif í baráttunni við óþarfa tafir. MLS 2024 Rule Changes:-If an injured player remains on the ground for 15+ secs, they will have to remain off the field for 2 minutes-Substitutes must exit the field within 10 seconds-Referees will make in-stadium announcements for VAR decisions-Stadium clocks run past 90 pic.twitter.com/4UCklG4tu6— Inter Miami News Hub (@Intermiamicfhub) December 15, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Forráðamenn MLS ætla að berjast gegn töfum leikmanna með því að setja tímamörk á bæði skiptingar og hversu lengi menn liggja meiddir í jörðinni. Nýju reglurnar voru samþykktar á eigendafundi deildarinnar. MLS introducing 10-second substitute 'shot clock'Major League Soccer announced it will implement a pair of rule changes designed to limit stoppages in play during the 2024 season.https://t.co/R3Ov2IjYv9— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) December 15, 2023 Á 2024 tímabilinu mega leikmenn ekki liggja lengur en fimmtán sekúndur í jörðinni ef þeir meiðast því annars þurfa þeir af velli í að minnsta kosti tvær mínútur. Þetta gildir þó ekki ef mótherjinn hefur fengið gult eða rautt spjald fyrir brotið. Leikmönnum sem er skipt út af vellinum fá einnig aðeins tíu sekúndur til að yfirgefa völlinn og sérstök „skotklukka“ mun taka tímann á því. Fari þeir fram yfir tímann þá má lið þeirra ekki setja inn á varamann strax. Liðið þarf þá að bíða í minnsta kosti eina mínútu og leikmaðurinn fær ekki að koma inn á völlinn fyrr en að leikurinn stoppar næst eftir að þessi mínúta er liðin. Þessar reglur voru reyndar í MLS Next Pro deildinni sem er þróunardeild MLS deildarinnar. Með þeim tókst að minnka uppbótartímann að meðaltali úr sex mínútum niður í 1,22 mínútur. Skiptingarnar gengu líka mun hraðar en aðeins tíu varamenn brutu fyrrnefnda tíu sekúndna reglu. Það er ljóst að þær höfðu mjög góð áhrif í baráttunni við óþarfa tafir. MLS 2024 Rule Changes:-If an injured player remains on the ground for 15+ secs, they will have to remain off the field for 2 minutes-Substitutes must exit the field within 10 seconds-Referees will make in-stadium announcements for VAR decisions-Stadium clocks run past 90 pic.twitter.com/4UCklG4tu6— Inter Miami News Hub (@Intermiamicfhub) December 15, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira