Ísland mætir Gvatemala og Hondúras í Flórída 13. og 17. janúar næstkomandi. Eins og venjulega í janúar er landsliðshópurinn skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndunum.
Gylfi, Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingi Ingason eru langreyndastir í landsliðshópnum sem Hareide valdi.
Fjórir nýliðar eru í hópnum: markvörðurinn Lukas Blöndal Petersson, Hlynur Freyr Karlsson, Anton Logi Lúðvíksson og Eggert Aron Guðmundsson.
Hópur A karla fyrir vináttuleikina gegn Gvatemala og Hondúras.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2023
Leikirnir fara fram á DRV Pink Stadium í Fort Lauderdale í Flórída þann 13. og 17. janúar.#fyrirísland pic.twitter.com/Lv9FHTDAX7